Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2008, Blaðsíða 20
XVIII. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
FYLGIRIT 57
látnir, 12,5% á lífi með sjúkdóm og 28,7% á lífi án sjúkdóms.
Ályktanir: Fyrstu niðurstöður samrýmast rannsóknum erlend-
is. Frekari niðurstöður verða kynntar á þinginu. Sérstaða rann-
sóknarinnar er að hún endurspeglar heila þjóð í stað afmarkaðs
hóps einstaklinga sem eru meðhöndlaðir á einni stofnun.
E 14 Aukið algengi sjálfsofnæmissjúkdóma á meðal
einstaklinga með IgA skort og fyrstu gráðu ættingja þeirra
Guðmundur H. Jörgensen1'5, Ingunn Þorsteinsdóttir2, Sveinn
Guðmundsson3, Lennart Hammarström4, Björn R. Lúðvíksson1'5
'Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofnun Landspítala, 3Blóðbanki íslands,
4ónæmisfraeðideild Karolínska sjúkrahússins, Huddinge, Svíþjóð,
5ónæmisfræðideild Landspítala
gudmhj@landspitali. is
Inngangur: Sértækur skortur á mótefnaflokki A (IgA) er skil-
greindur sem magn IgA í sermi <0,07g/L og eðlilegt magn IgG
og IgM. Sértækur IgA skortur (IgAD) er einn algengasti með-
fæddi ónæmisgallinn í mannfólki með algengið um 1:500 í N-
Evrópu. Tengsl IgAD við sjúkdóma eru ekki ljós en aukin tíðni
sýkinga, ofnæmis, astma og sjálfsofnæmissjúkdóma er talin vera
til staðar.
Algengi sjálfsofnæmissjúkdóma í vestrænum löndum er talið
3-5%, en á meðal einstaklinga með IgAD er algengið á bilinu
7-36%. Orsakatengsl IgAD við sjálfsofnæmissjúkdóma eru ekki
ljós en hugsanleg skýring er að báðir sjúkdómamir eigi að ein-
hverju leyti sameiginlegan erfðafræðilegan bakgrunn. Markmið
rannsóknarinnar er að meta algengi sjálfsofnæmissjúkdóma á
meðal fyrstu gráðu ættingja einstaklinga með IgAD. Þetta er
hluti af stærri rannsókn á IgAD á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Alls 43 einstaklingar með IgAD, úr blóð-
bankaskimunum (16) og frá Rannsóknarstofnun Landspítala
(27) á tímbilinu 1992-2006, vom kallaðir inn til skoðunar. Tekin
var ýtarleg saga og fjölskyldusaga um sjúkdóma og í kjölfarið
framkvæmd læknisskoðun og rannsóknir. Fyrstu gráðu ætt-
ingjar voru kallaðir inn til blóðpmfu og sjúkdómasaga tekin og
fjölskyldusaga staðfest.
Niðurstöður: Alls voru 18,6% (8/43) IgAD einstaklinga með
sjálfsofnæmissjúkdóma og 25% (8/32) af fullorðnum IgAD
einstaklingum. Þeir IgAD einstaklingar sem jafnframt höfðu
sjálfsofnæmissjúkdóm reyndust í 62,5% tilfella (5/8) eiga fyrstu
gráðu ættingja með sjálfsofnæmissjúkdóm. Af 269 fyrstu gráðu
ættingjum reyndust 10% (27/269) vera með sjálfsofnæmissjúk-
dóm sem er tvöfalt hærra en áætlað algengi í þjóðfélaginu.
Ályktanir: Sterk tengsl eru milli IgAD og sjálfsofnæmissjúk-
dóma. Þar sem um vemlega aukna tíðni sjálfsofnæmissjúkdóma
meðal ættingja IgAD einstaklinga er að ræða, þá benda nið-
urstöður til sameiginlegs erfðafræðilegs bakgrunns þessara
tveggja sjúkdóma.
E 15 Rófecoxíb, en ekki celecoxíb, eykur áhættuna á
hjartaáföilum meðal yngri einstaklinga samkvæmt lyfja-
gagnagrunni Landlæknisembættisins
Bjöm Guðbjömsson1, Sigurður B. Þorsteinsson2, Helgi Sigvaldason5,
Rannveig A. Einarsdóttir2, Magnús Jóhannsson4, Kristinn Jónsson5, Helga
Zöega5, Matthías Halldórsson5, Guðmundur Þorgeirsson3
’Rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, 2deild lyfjamála/lyflæknasviði
Landspítala, 4lyfjafræðideild HÍ, 5Landlæknisembættinu
Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að kanna áhættu fyrir
hjarta- og æðasjúkdómum meðal notenda coxíb- og NSAID-lyfja
(M01A).
Efniviður og aðferðir: Nafnalisti úr lyfjagagnagrunni
Landlæknisembættisins um notendur bólgueyðandi lyfja
á árunum 2001-2004 var samkeyrðar við sjúkdómaskrá
Landlæknisembættisins og dánarmeinaskrá Hagstofunnar með
tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma ásamt skyndidauða.
Niðurstöður: Alls fundust 108.700 einstaklingar, þar af 78.539
(163.406 sjúklingaár) sem notuðu eingöngu eina tegund þessara
lyfja. Alls 426 einstaklingar þörfnuðust sjúkrahúsvistar vegna
hjarta- eða æðasjúkdóma eða höfðu látist skyndidauða.
Miðað við díklófenak var hlutfallsleg áhætta, leiðrétt fyrir aldur
og kyn, marktækt hærri meðal rófecoxíb notenda; heilaáföll 2,13
(CI 1,54-2,97; p<0,001), hjartadrep 1,77 (CI 1,34-2,32; p<0,001) og
hjartaöng 1,52 (CI 1,01-2,30; p=0,047). Fyrir naproxen notendur
var marktækt meiri áhætta á hjartadrepi miðað við þá er notuðu
díklófenak (1,46; CI 1,03-2,07; p<0,03). Þeir sem notuðu íbúpróf-
en höfðu marktækt minni áhættu á hjartadrepi (0,63; CI 0,40-
1,00; p<0,05). Enginn munur var á þeim sem notuðu celecoxíb
eða díklófenak.
Yngstu notendur rófecoxíbs (undir 40 ára) höfðu hlutfallslega
mestu áhættuna (hazard ratio) fyrir hjarta- og æðasjúkdómi
(8,34; p<0,001).
Ályktanir: Þessi rannsókn, sem byggir á skráningarkerfum
Landlæknisembættisins, og Hagstofunnar telur um 78.000 ein-
staklinga eða 160.000 sjúklingaár, sýnir aukna áhættu á hjarta-
og æðasjúkdómum meðal þessara einstaklinga, sérstaklega
meðal ungra einstaklinga sem notuðu rófecoxíb.
'Læknadeild HÍ, 2brjóstholsskurðdeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði,
4lungnadeild Landspítala
Inngangur: Nákvæm greining sjúkdóma í millivef lunga (int-
erstitial lung diseases, ILD) er afar mikilvæg og er sýnataka með
skurðaðgerð talin besta greiningaraðferðin. Lítið er vitað um
árangur og fjölda þessara aðgerða á íslandi.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftursýn og náði til allra
sjúklinga sem gengust undir lungnasýnatöku með skurðaðgerð
á íslandi 1986-2007, alls 80 einstaklinga (47 karla, meðalaldur 57
ár, meðaleftirfylgd 78 mánuðir).
bjomgu@landspitali.is
ggudmund@iandspitaii.is
E 16 Sýnataka með skurðaðgerð breytir greiningu og
meðferð á sjúkdómum í millivef lungna
Martin Ingi Sigurðsson1, Tómas Guðbjartsson1'2, Helgi J. ísaksson3,
Gunnar Guðmundsson1'4
20 LÆKNAblaðið 2008/94