Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 8

Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 8
8 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 Sigurður Pálmi er kaupmaður. Einn fárra sem núorðið titla sig kaupmenn í símaskránni. en hann er kaupmaður og sér enga ástæðu til að fela starf sitt bak við annan titil. kaupmennska liggur og í ættinni hjá manninum sem núna stendur fyrir hörðustu samkeppninni á sportvöru mark- aðnum. afi hans var pálmi Jónsson í Hagkaupum og móðir hans er ingibjörg pálmadóttir. Viðtal: Gísli Kristjánsson / Myndir: Geir Ólafsson Sigurður pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður í Sports Direct: kaupmaðurinn V ið spyrjum fyrst hvort Sigurður Pálmi Sigur ­ björnsson sé búinn að fá nóg af samlíkingum við afa sinn, Pálma Jónsson – Pálma í Hagkaupum. Nei, það er öðru nær. Minningin um afann er honum kær og hann er fyrirmynd og hvatning í mörgu sem dóttur­ sonurinn tekur sér fyrir hendur. „Að vísu held ég að ungt fólk viti ekki hver Pálmi í Hagkaupum var. Það eru þrátt fyrir allt 24 ár síðan hann dó. Ég var bara níu ára þá. En allir sem komnir eru á miðjan aldur muna hann og hvað hann breytti miklu í verslun á Íslandi,“ segir Sigurður, sem nú rekur verslunina Sports Direct í Lindum í Kópavogi og hefur va kið athygli fyrir lægra vöruverð en keppinautarnir og oft meira vöruúrval – rétt eins og var í Hag kaupum á velmektarárum afa hans. Lögmálin óbreytt „Viss lögmál eru enn þau sömu og hann var upptekinn af þótt aðstæður í verslun á Íslandi séu allt aðrar í dag en var fyrir 50­60 árum,“ segir Sigurður. Í þessu efni nefnir Sigurður Pálmi veltu á fermetra, veltu hraða og áherslu á jafnvægi milli sölu og fasta­ kostnaðar. Í grundvallaratriðum er þetta óbreytt þótt margt annað hafi breyst. „Leiga er háð staðsetningu og til að standa undir leigu þarf vissa veltu á fermetra. Launa kostnaður þarf að vera í jafnvægi, ekki of hár en ekki heldur svo lágur að mikilvæg verk í fyrirtækinu séu ekki unnin. Birgðir mega ekki safnast upp og því þarf ákveðinn veltuhraða í búðinni svo að fjár­ magnið bindist ekki í hlutum sem missa verðgildi sitt hratt. Þetta er alveg það sama og afi var meðal annars að fást við,“ segir Sigurður. sömu lögmál og hjá Pálma afa

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.