Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 42

Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 42
42 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 S aga OZ spannar orðið rúman aldar ­ fjórð ung en fyrirtækið var formlega stofnað árið 1989. En það OZ sem nú starfar í Næpunni í Þingholtunum á ekkert skylt við gamla OZ annað en nafnið og Guðjón Má. Gamla OZ byrjaði sem tilraunir nokk urra menntaskólastráka með tölv ur þeg ar þær voru að komast inn á hvert heimili. OZ hefur verið frétta ­ efni æ síðan. Guðjón fæddist árið 1972 og ólst upp í skapandi umhverfi í Laugar nes hverfi nu í Reykjavík. Núna hefur OZ enn á ný vakið athygli fyrir hugmynd um að gera sjónvarpsrekstur að almenningsiðju. Lénið oz.com hýsir núna pall – eða platform á ensku – fyrir eins margar sjónvarpsstöðvar og fólk lystir að stofna. Og hver og einn getur haft tekjur af rekstrinum ef áhorfendur sýna áhuga. „Draumur okkar er að hugmyndaríkir einstaklingar geti lifað af því að reka sína eigin sjónvarpsstöð,“ segir Guðjón. tækni og tekjuöflun Í raun sameinar þessi hugmynd margar aðrar lausnir. Það er hægt að dreifa sjónvarpsefni á YouTube og fleiri slíkum miðlum, en þar er vandi að afla tekna nema með auglýsingum og í reynd ógerlegt að fá svo mikið auglýsingafé að það skili nokkrum tekjum. Það eru líka til tónlistarveitur eins og spotify.com en þar er ekki myndefni. Á Facebook er pláss fyrir myndbönd en það skilar engum tekjum. „Hugmynd okkar byggist ekki á nýrri og byltingarkenndri tækni heldur er þetta tilraun til að sameina marga möguleika sem fram hafa komið á síðustu árum. Það er búið að ryðja öllum tæknilegum hindr unum úr vegi þess að reka sjónvarpsstöð með þessum hætti og að hafa tekjur af,“ segir Guðjón. Enn er þetta á tilraunastigi en netsvæðið er opið öllum án endur ­ gjalds og Guðjón orðar þetta svo að á oz.com sé „tilboð um að skoða okkar lausn án allrar áhættu fyrir þá sem það vilja“. óteljandi sjónvarpsstjórar Viðmótið á síðunni er einfalt og skýrt og það þarf engan tölvunörd til að komast í gegnum uppsetningu stöðvarinnar. Þetta getur hver sem er. „Hver og einn markaðssetur sína stöð. Það er hægt að búa til sérstakan kynningarbút með efni stöðvarinnar og leggja hann út á Facebook eða Twitter. Það er líka hægt að hafa viss lykilorð í heiti stöðvarinnar og kynningu þannig að hún komi upp við venjulega leit á Google. Það fer svo eftir efni stöðvarinnar og metnaði sjón varps ­ stjórans hvort margir áskrifendur vilja borga fyrir aðgang,“ segir Guðjón. Guðjón segir sögu af ungum áhugamanni um hjólabretti sem búinn er að setja upp áskriftarstöð helgaða þessu göfuga áhuga máli: hjólabrettunum. Hinn ungi sjónvarpsstjóri setti sér í upphafi það markmið að fá tólf áskrifendur í heildina og þar með nægar tekjur til að kaupa MacBook Air innan tveggja ára! Ekki er ólíklegt að fjöldi áskrifenda fari langt fram úr þeim vonum hjá unga manninum. Skiptingin 70/30 Áskrift er greidd mánaðarlega og gjaldinu skipt þannig að eigandi stöðvarinnar fær 70% en OZ fær 30% fyrir að reka kerfið. forsíðuViðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.