Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 12.06.2015, Blaðsíða 14
N Núverandi fyrirkomulag kjarasamninga á opinberum markaði er gengið sér til húðar. Þetta mat Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar, dósents í viðskiptafræði, kom fram í Morgun- blaðinu nýverið – og ekki að ástæðulausu. Landsmenn hafa horft upp á verkfall að- ildarfélaga BHM í rúmlega tvo mánuði þar sem hvorki hefur gengið né rekið. Tjónið er ómælt, ekki síst hjá þeim sem enga að- ild eiga að deilunni. Verkfall hjúkrunarfræðinga fylgdi síðan í kjölfarið svo ófremdar- ástand skapaðist í heilbrigðis- kerfinu. Stéttarfélögin innan BHM riðu á vaðið í baráttu sinni en lokuðust hreinlega inni. Það hefði líklega mátt sjá það fyrir. Ósamið var við stóru stéttarfélögin á almenna mark- aðnum og til þess var horft. Samningar náðust þar áður en til víðtækra verkfalla kom og með því má segja að heildarlínur hafi verið lagðar – þótt ríkið og opinberu stéttarfélögin takist enn á. Í rökstuðningi sínum vísar Gylfi til ársins 1994 þegar mikill spekileki varð úr opinbera geiranum yfir í einkageirann. Við því var brugðist með því að innleiða nýskipan í rík- isrekstri. Starfsmannalögum var breytt með þeirri ætlan að gera opinbera vinnuveitendur samkeppnisfæra við almenna vinnumarkað- inn með því meðal annars að geta umbun- að starfsfólki eftir menntun. Í kjölfarið voru teknir upp stofnanasamningar og skyldi með þeim, eins og segir í viðtalinu við Gylfa, taka tillit til aðstæðna hjá hverri stofnun, þar með talið launa og menntunar starfsfólks. „Þessi markmið um dreifstýringu hafa ekki tekist. Stofnanasamningarnir eru ekki að virka eins og þeir áttu að gera. Til dæmis ætluðu menn að laga kjarasamninga að að- stæðum hjá hverri stofnun fyrir sig. En fjár- magn fylgdi ekki. Nú er miðstýringin orðin svo mikil að allir eiga að fá það sama,” sagði Gylfi í fyrrnefndu viðtali og tók um leið undir með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um að vinnumarkaðslíkanið væri úrelt. Þar vísaði hann til ummæla ráðherrans á Alþingi um að við byggjum við gallað vinnumarkaðs- kerfi, að ekki geti „allir endalaust fengið leið- réttingar gagnvart einhverjum öðrum við- miðunarhópum.“ Gylfi segir ekki hægt að bera saman þróun á opinberum og almennum markaði. Ákvæði hafi t.d. gilt í kjarasamningum VR frá alda- mótum um persónubundin laun, að þau eigi að endurspegla menntun, færni, þekkingu og reynslu hvers starfsmanns. Þetta kerfi sé hins vegar ekki í boði hjá ríkinu. Gylfi telur það heldur ekki klókt að vera með flókin markmið meðan á verkfalli stend- ur, þótt göfug séu, um að sigrast á kynbundn- um launamun og fá það fram að menntun sé metin til launa. Betra væri ef samningsaðilar væru sammála um að taka þau út fyrir sviga, skipa vinnuhóp sem ynni að því að ná þessum markmiðum. Athyglisverð er einnig hugmynd Gylfa um lagabreytingu í þá veru að embætti ríkissátta- semjara fái frestunarvald á verkföll. Hann vís- ar til þess að Magnús Pétursson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, hafi bent það í skýrslu emb- ættisins í fyrra að á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi hafi sáttasemjari heimild til að fresta verkföllum í allt að fimm vikur. Slík heimild gæti komið í veg fyrir ólíð- andi ástand eins og skapast hefur hér á landi undanfarna mánuði. Sama gildir um þann galla sem er í lögum um kjaramál opinberra starfsmanna að t.d. þau stéttarfélög sem í mislangan tíma hafa verið í verkföllum að undanförun, BHM og hjúkrunafræðingar, hafa ekki rétt til að fresta verkföllum. Þekkt er að ástand sem skapast á erfiðum verkfallstímum leiðir til breytinga – vonandi til batnaðar. Það átti til dæmis við um þegar samfélagið varð fjölmiðlalaust árið 1984, þeg- ar saman fóru prentaraverkfall og verkfall hins opinbera sem stöðvaði útsendingar eina ljósvakamiðilsins, Ríkisútvarpsins. Menn sá að slíkt gekk ekki og það flýtti lagasetningu þar sem einokun ríkisins á ljósvakamarkaði var afnumin. Nú er brýn þörf á endurskoðun og lagfær- ingum á úreltu kerfi. Gallað vinnumarkaðsmódel Endurskoða þarf úrelt kerfi Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 68 0 57 Frá kr. 109.900 Maleme Mare Frá kr. 131.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr. 131.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 156.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Marina Sands Frá kr. 115.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 115.900 m.v. 2 fullorðna og 1 barn í herbergi. Netverð á mann frá kr. 132.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Omega Frá kr. 109.900 Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 126.900 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Stökktu Frá kr. 109.900 m/morgunmat Netverð á mann frá kr. 109.900 m.v. 2-3 í íbúð/ stúdíó/herbergi. Frá kr. 139.900 m/allt innifalið Netverð á mann frá kr.139.900 m.v. 2-3 í íbúð/ stúdíó/herbergi. SÉRTILBOÐ SÉRTILBOÐ STÖKKTU SÉRTILBOÐ m/allt innifalið Bókaðu sól á 22. júní í 10 nætur Krít Krít grípur alla sem þangað koma með sinni einstöku menningu og sögu, landslagi og ekki síst viðmóti eyjaskeggja sem hafa sinnt ferðamönnum af sinni alkunnu snilld svo áratugum skiptir án þess þó að tapa sérkennum sínum. Hér er enn að finna ekta gríska menningu í þorpunum þar sem menn og konur hittast undir húsvegg eða á kaffihúsum í lok dags og skrafa saman um daginn og veginn. m/morgunmat 14 viðhorf Helgin 12.-14. júní 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.