Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Side 30

Fréttatíminn - 12.06.2015, Side 30
Þetta snýst í rauninni ekkert um brjóst held- ur um það að konur hafi sjálfar valdið yfir sínum brjóstum. Þetta snýst bara um algjöra hugarfars- breytingu. Af hverju má allur líkami kvenna sjást í fjölmiðlum, nema geirvartan? Af hverju þurfa konur að óttast að ráðist sé á þær gangi þær hálfnaktar um göturnar en ekki karlar? Hvernig hemja karlmenn sig í samfélögum þar sem kon- ur eru með brjóstin ber allan daginn? Eru geirvörtur karl- manna ekki kynæsandi eða eru konur með minni kynhvöt en karlar? Af hverju þurfa konur að læra að klæða sig á viðeigandi hátt á meðan karlar þurfa ekki að læra að haga sér á viðeigandi hátt? Með því að draga geirvörtuna fram í dagsljósið vill „Free the nipple“ hreyfingin draga spurningar á borð við þessar fram í dagsljósið. Að svara þeim getur reynst þrautin þyngri en að skapa vettvang til þess er einmitt annar til- gangur þess að bera saman brjóstin á Austurvelli á morgun, laugardaginn 13. júní, klukkan 13. B jóstabyltingin hófst í Banda-ríkjunum þar sem konum er bannað með lögum í flestum ríkjum þeirra að vera berbrjósta á almannafæri, líka þegar þær gefa brjóst. Refsingar við að sýna geir- vörtu geta verið mjög strangar, allt að þriggja ára fangelsisvist. Sem er þversagnakennt í landi þar sem brjóst eru úti um allt í fjölmiðlum og þar sem fjölmiðlar eru stútfullir af ofbeldi sem ætti nú að teljast hættu- legra en ein lítil geirvarta. Upphaf- legur tilgangur „Free the nipple“ hreyfingarinnar var að ögra lög- unum og sýna í leiðinni fram á mis- réttið sem felst í því að banna konum en ekki körlum að sýna líkama sinn. Gegn hlutgervingu líkamans Á Íslandi er ekki bannað með lög- um að sýna geirvörtur en konum er ekki ráðlagt að vera berbrjósta á al- mannafæri þar sem það gæti sært blygðunarkennd nærstaddra. Sem er skrítið því fyrir ekki svo löngu gátu konur verið berbrjósta á almanna- færi, hvort sem það var við garð- vinnu í sólinni eða í sólbaði á Aust- urvelli. Karen Björk Eyþórsdóttir, ein þeirra átta kvenna sem skipu- Persónuleg brjóstabylting Að draga geirvörtuna fram í dagsljósið er að draga hlutgervingu kvenna, afleiðingar klámvæðingar, hrelliklám og brenglaða siðferðisvitund fram í dagsljósið. Skipuleggjendur hvetja allar konur til að mæta, berbrjósta eða ekki, það sé ekki það sem skipti máli. Viðburðurinn kallast „Frelsum geirvörtuna – Berbrystingar sameinumst“ og hefst klukkan 13 á morgun, laugardag, á Austurvelli. Aftari röð: Hildur Harðardóttir, Nanna Her- mannsdóttir, Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir, Stefanía Pálsdóttir. Fremri röð: Sóley Sigurjónsdóttir og Karen Björk Eyþórsdóttir. leggja „Free the nipple“ viðburðinn á Austurvelli um helgina bendir á að sú þróun sé bein afleiðing klám- væðingar síðustu ára. Öfgakenndar afleiðingar klámvæðingarinnar hafi komið hvað best í ljós um daginn þegar fimm ára stelpu var vísað upp úr sundlaug í Reykjavík þar sem hún var ekki í toppi við bikiníbuxurnar. „Samfélagið er orðið svo vant því að kvenlíkaminn sé bara hver annar hlutur, eða söluvara, að það er hætt að sjá hann sem eitthvað náttúru- legt,“ segir Karen. „Að það sé ósið- legt að sjá fimm ára stelpu án bik- inítopps sýnir vel hversu brenglað samfélagið er orðið.“ Brjóstabyltingin er persónuleg Í dag snýst samt berun geirvörtunn- ar um eitthvað meira en brenglaða siðferðisvitund. Síðan hreyfingin fór af stað á Íslandi hafa hlutir eins og #6dagsleikinn og Bjútítipsbyltingin farið af stað. Skipuleggjendur eru sammála um að eitthvað merkilegt sé að gerast, jafnvel eldri kynslóðin sem ekkert hafi skilið í byrjun, sé far- in að sjá hlutina í skýrara ljósi. „Ég held að brjóstabyltingin tákni mjög margt og að hún sé mjög persónu- leg. Fyrir mér getur hún snúist um allt annað en fyrir næstu konu,“ segir Stefanía Pálsdóttir, önnur skipuleggj- enda. „Við viljum búa til vettvang þar sem hægt er að ræða þessi mál en þetta snýst um líka um anti-þöggun og að slá vopnin úr höndum þeirra sem stunda hrelliklám. Konur eru stærsti minnihlutahópur í heimi, hugsaðu þér hvað við getum áorkað miklu ef við erum allar í sama liði.“ Að taka valdið til baka Gagnrýni er heilbrigður fylgifisk- ur aukinnar umræðu og meðlimir hreyfingarinnar hafa ekki farið varhluta af henni, því þrátt fyrir að kvenlíkamanum sé slengt framan í okkur alla daga sem söluvöru þá fer það fyrir brjóstið á mörgum að nú skuli konur gerast svo djarfar að ætla að sýna líkamann sjálfar. Það sé nú meiri athyglissýkin. En þar liggur einmitt mergur málsins. Þær sýna líkamann sjálfar. „Í okkar sam- félagi er búið að ákveða það fyrir- fram að ef ég ákveð að hylja ekki hluta af mínum líkama þá sé ég að tæla einhvern,“ segir Karen. „Valdið hefur verið tekið af mér því það er ekki ég sjálf sem ákveð hvort ég sé að tæla eða ekki heldur einhver út í bæ. Það geta allir mögulegir lík- amshlutar verið kynæsandi en það er búið að ákveða að ef ég er ber- brjósta í sundi þá hljóti ég að vera að táldraga. Við viljum fá að ráða því sjálfar hvenær og hvenær ekki við erum að táldraga,“ segir Karen og bendir á að umræðan grafi und- an karlmönnum. „Það er gert ráð fyrir því að karlmenn séu bara eins og spólgraðir hundar sem ráði ekk- ert við sig og fái bara bóner við að sjá geirvörtu. Þetta snýst í rauninni ekkert um brjóst heldur um það að konur hafi sjálfar valdið yfir sínum brjóstum. Þetta snýst bara um al- gjöra hugarfarsbreytingu.“ Gegn hræsni Að frelsa geirvörtuna þýðir að taka til sín völdin og fá aftur eignarhald yfir eigin líkama. Konur eru hrein- lega þreyttar á því að ráða því ekki hvenær brjóst eru kynferðisleg og hvenær ekki, að karlmenn stjórni ferðinni en ekki þær. Nú vill kona fara út á götu á sínum geirvörtum án þess að lög eða siðferðisvitund annara banni henni það. Því á sama tíma og henni er bannað að gera það er líkami hennar misnotaður sem söluvara. Sem er hræsni. Konur hafa nú ákveðið að eigna sér geir- vörtuna sjálfar því hún er dálítið eins og þeirra síðasta vígi í heimi þar sem líkami konunnar hefur verið seldur og misnotaður trekk í trekk, án hennar samþykkis. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is … orð eins og bón, bónklútur, vaskaskinn, vínylbón, þvottakústur … Lykil- o g korth afar Ol ís fá 10% afslátt af bíla vörum BÓNORÐ GÓÐIR DAGAR FYRIR PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 52 73 2 30 berbrystingar Helgin 12.-14. júní 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.