Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Side 36

Fréttatíminn - 12.06.2015, Side 36
Fer enginn í sveit lengur? Á Á sumrin leitar hugurinn oft til baka. Til þeirra tíma sem þegar veðrið var alltaf gott. Ég man ekki eftir neinu sumri í æsku minni þar sem það var vont veður. Eflaust hefur einhvern tímann verið vont veður, en það nær ekki inn á radarinn hjá mér. Ég er einn af þeim mörgu af minni kynslóð sem fór í sveit á sumrin. Oftast fór ég til afabróður míns í Skagafjörðinn fagra og eitt sinn fór ég ásamt systur minni, sem þá var heltekin af unglingaveiki og vildi helst ekkert annað gera en að lesa ástarsögur og hlusta á dramtíska 80´s tónlist, til ömmusystur okkar á Mývatni. Á hvorn staðinn sem ég fór var upplifunin ekkert minna en stórkostleg. Á bænum Garði í Mývatnssveit, sem ég fór að mig minnir eitt sumarið, sá ég t.a.m hest geltan. Það var mögnuð upplifun og í hvert einasta sinn sem ég sé hest þá reikar hugurinn aftur til þessarar aðgerðar sem ég var vitni að. Ég fann til með hestinum, en um leið skildi ég alltaf það sem þurfti að gera. Ég hef aldrei fundið til samkennd­ ar þegar kemur að slátrun eða annars­ konar verknaði sem bændur þurfa að grípa til í sínu verkum og vinnu. Dýra­ níð er svo annað mál, og óskylt að mér finnst, en nóg um það. Sumrin mín í Skagafirðinum voru merkileg. Þar lærði ég að keyra traktor, ég lærði að sitja á hestbaki, lærði að smala saman kindum, lærði að gefa fiðurfénaði að éta, lærði að raka gras og moka flór. Allt þetta eru undirstöðu­ atriði þess að alast upp á Íslandi, finnst mér. Ekki það að ég sé með einhvern þjóðernisrembing og haldi því virkilega fram að landið og þjóðin standi og falli með því að moka flór og slá gras, alls ekki. Ég er bara á því að það sé hollt fyrir ungt fólk að læra á þessa grunn­ þætti. Fatta aðeins hvaðan við komum, þó við séum ekkert endilega á leiðinni þangað. Í dag er því miður minna um það að krakkar komist í sveit. Helst er það vegna þess að búum hefur fækkað, skilst mér. Eins er minna um það að nánustu ættingjar manns stundi búskap, eins og var kannski algengara fyrir þrjá­ tíu árum. Margir af mínum vinum áttu frænda, frænku, afa eða ömmu sem voru í búskap um allt land og allir voru sendir í sveit. Byrjað var á því að fara til rakar­ ans og allt hár tekið af, svo maður væri tilbúinn í slaginn í góða veðrinu sem var alltaf í gamla daga. Það var enginn ungur drengur með hár sem fór í sveit. Þegar haldið var í Skagafjörðinn fór maður með rútu frá BSÍ. Vopnaður brauði með kæfu og súkkulaðimjólk í flösku. Ferðalagið var langt og því var gott að hafa lesefni við höndina. Bækur um Frank og Jóa og/eða meistaraverk Enid Blyton voru í bakpokanum og rútan fór af stað. Í minningunni var stoppað í Botnsskála, Ferstiklu, Borgar­ nesi, Staðarskála og Blönduósi þar til að maður hoppaði út á áfangastað í Varma­ hlíð. Þetta var að mig minnir 8 tíma ferð. Kannski minna, en ekki skemmri en sex tímar. Alltaf sex tímar. Með galtóma flöskuna mætti maður í sveitina, smá heimþrá svona fyrsta daginn og óvissa um hvað biði manns. Sumurin í sveitinni voru stórkostleg. Aldrei minnist ég þess að manni hafi leiðst eða fundið til sökn­ uðar. Það var bara ekki tími til þess. Verkin þurfti að vinna og maður var úti frá morgni, fram á kvöld. Í dag heyrir maður aldrei neitt um það að börn fari í sveitina. Nema kannski eina helgi með foreldrunum. Vissulega eru börn sem eiga afa og ömmu sem stunda búskap og eru bændur, en ég er ekki beint að hugsa um slíka vist. Ef ég mundi taka upp á því að senda 11 ára gamlan son minn, til einbúa í Skagafirði, þá fengi ég misjöfn viðbrögð, held ég. Það mundi teljast mjög óvenjulegt og jafnvel ábyrgðarlaust af minni hálfu. Er heimurinn virkilega orðinn svona slæmur, eða erum það við sem treystum engu og engum? Í dag fer ekkert barn á íþróttamót, nema báðir foreldrar fari með, og stundum afi og amma líka. Börnin okkar eru í svo mikilli vernd að ég er ekki viss um að þau myndu höndla rútuferðina í sveitina, hvað þá nokkrar vikur á bóndabæ. Þegar ég æfði íþróttir í gamla daga sást ekki foreldri í kílómetra fjarlægð. Engum var skutlað og enginn var sóttur. Hvað erum við að gera börn­ unum okkar? Við erum vonandi að gera rétt, og ég vil nú trúa því, en stundum finnst mér við öll vera sek um að vefja (bómull­ inni) ansi þétt að þessum litlu skinnum. Börnin okkar þurfa að læra það að bjarga sér. Vinna smá. Fatta út á hvað hlutirnir ganga. Jafnvel meiða sig pínu og læra það að vera ein í smá stund. Nú hugsa margir „Mitt barn kann að vera eitt“, ég veit það alveg og mitt barn kann það líka. En það er samt með iPad og Playstation sem félagsskap. Börnum þarf að leiðast. þegar manni leiðist þá gerir maður eitthvað. Ég væri alveg til í að senda minn dreng í sveit, en það mun aldrei gerast. Ég þekki engan bónda og varla fer ég að senda hann til einhvers sem ég þekki ekki neitt. Ekki ef ég ætla að eiga mér von í samfélagi mannanna. Mér fannst gaman í sveitinni. Mér fannst samt alltaf sérstakt þegar mamma og pabbi komu og sóttu mig, kaffibrún eftir sólarlandaferðina sem þau fóru í á meðan ég var að vinna. Ég lái þeim það samt ekki. Þau þurftu á þessari hvíld að halda. Te ik ni ng /H ar i Hannes Friðbjarnarson hannes@ frettatiminn.is HELGARPISTILL 36 viðhorf Helgin 12.-14. júní 2015 VARSJÁ flug f rá 18.999 kr. MÍL ANÓ flug f rá 12.999 kr. VILNÍUS flug f rá 18.999 kr. LONDON flug f rá 9.999 kr. BARCELONA flug f rá 17.999 kr. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS SKELLTU ÞÉR MEÐ! Gerðu verðsamanburð, það borgar s ig! jú l í - september 2015 jú l í 2015 jú l í 2015 september - október 2015 september - október 2015 *999 kr. bókunargjald leggst ofan á hverja bókun og töskugjald er ekki innifalið nema annað sé tekið fram. * * * * *

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.