Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Page 48

Fréttatíminn - 12.06.2015, Page 48
48 heilsa Helgin 12.-14. júní 2015 loksins á Íslandi! Verslun og Viðgerðir Hjólasprettur ︱ BæjarHraun 22 ︱ 220 Hafnarfjörður ︱ sími: 565 2292 ︱ www.Hjolasprettur.is KYNNINGARVERÐ Þegar hið ómögulega verður að hinu mögulega Meistari allra meina er stórbrotin en jafnframt auðlesin ævisaga krabbameins og samfélaganna sem það hefur mótað í þúsundir ára. Bókin kom fyrst út fyrir fimm árum en er nú komin út í íslenskri þýðingu Ólafar Eldjárn. Nýverið kom út heimildamynd sem er byggð á bókinni og nefnist hún Cancer: The Emperor of All Maladies. M eistari allra meina – ævi-saga krabbameins, hefur vakið mikla athygli víða um heim fyrir aðgengilega, ítarlega og trausta umfjöllun um flókið og vandmeðfarið efni. Höfundur bók- arinnar er Siddhartha Mukherjee, læknir og líffræðingur og starf- andi krabbameinssérfræðingur í New York. Mukherjee fékk áhuga á að skrifa um sögu krabbameins þegar einn sjúklinga hans sem hafði lengi glímt við krabbamein sagðist vera tilbúinn til að berjast við það, ef hann bara vissi aðeins meira um hvað hann væri nákvæmlega að berjast við. Hvaðan kemur þetta mein og hversu lengi hefur það verið til? Mukherjee áttaði sig á því að hann gat ekki bent sjúklingi sín- um á neitt les- eða myndefni þessu tengt og hófst því handa við að út- vega það sjálfur. Úr varð ævisaga krabbameins. Lestur sem vekur upp von „Við fyrstu sýn virðist sem svo að þetta sé eingöngu bók fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra en það er alls ekki svo, inntak bókarinnar er mun dýpra en það,“ segir Lára G. Sigurð- ardóttir, læknir hjá Krabbameinsfé- laginu. Í bókinni er farið yfir sögu krabbameins, sagt frá fjölbreyttum birtingarmyndum þess og viðleitni til lækningar, allt frá elstu heimild- um til nýjustu meðferða og uppgötv- ana. Gerð er nákvæm grein fyrir því hvernig þekkingu á sjúkdómnum hefur fleygt fram, sagt frá sjúkling- um, læknum og vísindamönnum, þrotlausum rannsóknum, óvæntum uppgötvunum, misskilningi og mistökum, árangri og sigrum. Bókin er afar yfir- gripsmikil og skrifuð af víðtækri þekkingu og ein- lægum áhuga á viðfangs- efninu, en lýsir um leið persónulegri reynslu lækn- is af að hlynna að krabba- meinssjúklingum og aðstandendum þeirra, fræða þá og leiða gegn- um sjúkdóms- ferl ið. „Það sem heillaði mig er að höfundur kynnir okkur fyrir pers- ónum sem hafa helgað líf i sínu læknavísindunum. Persónum sem lögðu allt undir til að draga úr þeirri kvöl og eymd sem fylgdi sjúkdómn- um og þessar persónur eiga stóran þátt í að í dag tölum við ekki leng- ur um krabbamein sem dauðadóm heldur í flestum tilfellum lækna- nlegan sjúkdóm. Maður dregst inn í söguþráðinn því hann skilur eftir sig von. Hið ómögulega verður mögulegt og með lestrinum verður maður meðvitaðri um hvað það er í raun margt sem við hljótum að eiga eftir að uppgötva,“ segir Lára. Ein af 100 áhrifa- mestu bókum síðustu 100 ára Meistar i al lra meina hef ur unnið til f jöl - margra verð - launa og viður- kenninga og hlaut meðal annars Pulitzer-verð- launin í flokki fræðirita árið 2011 og var auk þess valin ein af 100 áhrifamestu bókum síðustu 100 ára samkvæmt Time. Mukherjee var einnig útnefndur sem einn af 100 áhrifamestu manneskjum heims árið 2011 af Time. Bókin er gefin út með styrk frá Krabbameinsfé- lagi Íslands og Miðstöð íslenskra bókmennta. Erla María Markúsdóttir erlamaria@frettatiminn.is Lára G. Sigurðar- dóttir, læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfé- laginu. Mynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.