Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Qupperneq 50

Fréttatíminn - 12.06.2015, Qupperneq 50
50 heilsa Helgin 12.-14. júní 2015 Jóga er andleg sturta Kundalini jóga, hugleiðsla, lífrænt grænmetisfæði og náttúru- skoðun eru meðal þess sem Jógahátíð á Ásgarði í Kjós býður upp á þann 21. júní næstkomandi. Sólveig Hlín Kjartansdóttir, ein skipuleggjenda, segir hátíðina vera kærkomið tækifæri fyrir fólk með sömu áhugamál til að hittast en líka fyrir forvitna til að kynnast jógamenningunni. Hún segir jóga vera ávanabind- andi og líkir jógaiðkun við andlega sturtu sem auki orkubúskap- inn og komi huganum í jafnvægi. H ugmyndin að hátíðinni fæddist hjá okkur vinkon-unum í Frakklandi þegar við sóttum svipaða hátíð,“ segir Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, ein kvennanna sem skipuleggja úti-jó- gahátíð á sumarsólstöðum, þann 21. júní næstkomandi á Ásgarði í Kjós. Þetta verður í fimmta sinn sem há- tíðin er haldin á Íslandi. „Það var eitthvað svo góður andi á hátíðinni í Frakklandi, mikið um að vera og jákvæð og uppbyggileg fjölskyldu- stemning. Okkur fannst tilvalið að flytja þetta til Íslands og hafa hana á þessum tíma þegar birtan er mest og orkan þar af leiðandi líka. Innan jógafræðanna er mikil hefð fyrir því að fagna sumarsólstöðum og nú hafa sameinuðu þjóðirnar ákveðið að 21. júní sé alþjóðlegur jógadagur.“ Jóga verður ávanabindandi Sólveig segir jóga vera góða lík- amsrækt sem henti öllum, ungum sem öldnum. „Þegar maður byrjar að stunda jóga þá verður það fljótt ávanabindandi. Maður finnur mjög fljótlega fyrir auknu jafnvægi í hug- anum en líkaminn er líka fljótur að styrkjast. Það er líka magnað hvað orkan verður miklu meiri, sérstak- lega beint eftir æfingar. Það er í raun best að líkja þessu við andlega sturtu.“ Sólveig segir mjög auðvelt að kenna börnum jóga og í raun gott að byrja snemma. „Börnin segja manni alltaf hreint út um leið hvað þeim finnst skemmtilegt og hvað þeim finnst leiðinlegt. Þau er líka svo móttækileg fyrir nýjungum svo það er gaman að leiðbeina þeim.“ Endurnærandi hátíð fyrir börn og fullorðna „Á hátíðinni verðum við ekki bara með jógatíma fyrir börnin heldur bjóðum við líka upp á leiki og lista- smiðjur. Það verður ýmiskonar dagskrá í gangi yfir daginn, líka möntrusöngur og göngur og svo endar hátíðin með alvöru kvöldvöku fyrir alla fjölskylduna. Við bjóðum líka upp á grænmetismat og hráfæði og það hefur alltaf verið hálfgerður hápunktur dagsins því maturinn er svo góður. Tilgangurinn með há- tíðinni er að fólk með lík áhugamál geti hist og verið saman, líka fólk með börn. Þetta er líka tækifæri fyrir fólk sem þekkir ekki jóga til að kynnast einhverju nýju. Hátíðin gefur innsýn í jóga-menninguna og heimspekina á bak við hana, á dýpri hátt en þú fengir með einum prufu- tíma í bænum. Það verða allir end- urnærðir eftir svona hátíð.“ -hh Hátíðin er haldin í Ásgarði, fallegri, gamalli skólabyggingu við bakka Laxár í Kjós, rétt við þjóðveginn og einungis 35 mínútur tekur að keyra frá Reykjavík. Frekari upplýsingar á: www.sumarsolstodur.is Sólveig Hlín Kristjánsdóttir, ein kvennanna sem skipuleggja úti-jógahá- tíð fyrir alla fjölskylduna. Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is w w w .z en be v. is - U m bo ð: v it ex e hf ZenBev - náttúrulegt Triptófan Melatónin Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðumHrein graskersfræ eða vörur sem innihalda þau hafa ekki sömu áhrif. Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Betri og dýpri svefn úr graskersfræjum Laugavegi 53 Sími 552 3737 opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Iana Reykjavík 20% afsláttur af öllum vörum frá Bóboli föstudag og laugardag Iana Reykjavík Flott föt fyrir 17.júní Afmælisgjafir Sængurgjafir Skírnagjafir Vor/Sumar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.