Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.06.2015, Síða 56

Fréttatíminn - 12.06.2015, Síða 56
56 matur & vín Helgin 12.-14. júní 2015 Osborne Fino Quinta Gerð: Sérrí Þrúgur: Palomino Uppruni: Jerez, Spánn Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 2.998 kr. (750 ml) Sérrí er ekki bara sætur ömmudrykkur. Í útgáfum sem kallast Fino er sérríið afar þurrt. Þetta vín bragðast af eplum og möndlum. Það er eins og áður segir mjög þurrt en engu að síður milt og ljúft. Gott sem fordrykkur, frábært með söltum mat og einstakt með sushi. Drekkist kalt og geymist ekki. Höskuldur Daði Magnússon ritstjorn@frettatiminn.is Bratwurst-pylsur, kartöflusalat og Boli Keller Grilltímabilið er nú komið á fullt hjá flestum enda sú gula farin að láta sjá sig, svona af og til. Auðvelt er að blása til frábærrar grill- veislu með litlum fyrirvara en þá er vissara að hafa hráefnið í lagi. Góð leið til að gleðja er að bjóða upp á þýskar Bratwurstpylsur af grillinu og heimalagað kartöflusalat með. Bestu Bratwurst-pylsurnar fást í Pylsumeistaranum við Laugalæk en þar er reynd- ar frábært úrval af pylsum og alls ekki síðra að kaupa bara bland í poka. Punkturinn yfir i-ið er svo að velja rétta bjórinn með og hér mælum við með nýjum bjór frá Ölgerðinni, Bola Keller. Bruggaður til heiðurs íslenskri grillmenningu Boli Keller er sérstök sumarútgáfa af Bola. Bjórinn er ósíaður, 6,5% alkóhól af rúmmáli og bjórstíllinn „kjallarabjór“ eða keller-bier eins og Þjóðverjar orða það. Í grunninn er þetta sama uppskrift og sömu hráefni og notuð eru í Bola en vinnslan er önnur og útkoman skilar kraftmeiri og sterkari bjór, bragðmeiri en þó einstaklega þéttum og mjúkum. „Boli Keller er sérbruggaður fyrir íslenska grillara og hentar vel með ýmiskonar grillmat en er ekki síðri við sjálft grillið – hann kemur því ákveðnu jafnvægi á menn sem þegar eru vopnaðir grilltöng í hinni,“ segir Guðmundur Már Magnús- son, bruggmeistari Ölgerðarinnar, og bætir svo við: „Við höfum orðið vör við sterka innkomu Bola í grillmenn- inguna og til að mynda fengið mikið af myndum inn til okkar af Bolanum við grillið. Það má því segja að Boli Keller sé bruggaður til heiðurs íslenskri grillmenn- ingu.“ Að því sögðu mælir Guðmundur meðal annars með tilraunum með grillaðan bjórdollu-kjúkling, en þar má t.d. nota Bola, ásamt „árómatískum“ kryddum á borð við timjan og kóríander. Vegna styrkleikans gengur Boli Keller svo ágætlega með ýmsu feitu og söltu eins og vel gerðum pylsum. Kartöflusalat Ef hýðið er ljótt þarf að afhýða kartöfl- urnar, annars hreinsa það vel. Skera þær í jafn stóra teninga. Setja smá salt í sjóðandi vatn og kartöflurnar út í. Passa að ofsjóða ekki. Þær eru tilbúnar þegar hægt er að setja gaffal í gegn án þess að nota mikið afl. Þetta tekur um 8 mínútur en fer eftir því hve stóra teninga kart- öflurnar voru skornar í. Sía vatnið burtu um leið og kartöflurnar eru tilbúnar. Setja svo í skál og láta kólna aðeins. Grænmetið er allt saxað í jafn litla kubba og sett út í majónesið og sinnepið. Þegar það er enn smá ylur í kartöflunum er jukkinu blandað saman við. Ekki hræra of mikið í kartöflunum því þá molna þær. Geyma í kæliskáp í að minnsta kosti tvo tíma, helst yfir nótt. Fyrir þá sem eru ekki alveg að gúddera 2 desilítra af majónesi er hægt að blanda tveimur matskeiðum af mæjó saman við tæpa dós af sýrðum rjóma. 4 bökunarkartöflur kubbaðar (ef ekki fást bökunarkartöflur notum við u.þ.b. 8 venjulegar) ½ dl saxað sellerí ½ rauð paprika söxuð fínt ½ rauðlaukur saxaður 1 súr gúrka söxuð 1½-2 dl gott majónes 1 tsk. sinnep Dijon eða sætt sinnep eftir smekk Salt og pipar eftir smekk n 6-8 cl af Osborne Fino Quinta sérríi n Fentimans Tonic Water n Klakar n Sítróna Fylla glasið ¾ með klökum. Hella sérríi yfir og hræra smá. Fylla upp með tóniki og skreyta með sítrónu- sneiðum. Sérrí sumardrykkur S érrí er til í mörg-um útgáfum. Flest þekkjum við þær sætu en Spán- verjarnir sjálfir elska þurru sérríin sem kallast þá Fino-Sérrí. Þau eru góð matar- vín. Smellpassa með góðri hráskinku, alls konar fiski og skel- fiski og ná undarlega skemmtilegu sam- bandi við sushi. Fæst- ir vita þó að Fino-sérrí eru hinn fullkomni sumardrykkur. Fino elskar að vera blandað í tónik, sprite eða þess vegna smá engiferöl. Gott að bæta smá sítr- usávexti við og þá er svalandi léttur sumar- drykkurinn klár.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.