Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 24
24 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
Ostabúðin Delicatessen - Skólavörðustíg 8 - Sími. 562 - 2772 - ostabudin@ostabudin.is
Opnunartími - Mánudaga - Föstudaga 11 - 18 - Laugardaga 11 - 16
Í Stuttu máli
Bækur:
SkylduleSning um
Samningatækni
Ég lagði Icesave í dóm eftir að sigur vannst í þjóðarat kvæðagreiðslunni síðari og hef nánast ekki minnst á þetta mál síðan. Mér
er hins vegar skylt að dæma bók
Sigurðar Más Jónssonar blaðamanns
um Icesavesamningana, svo mjög
lét ég til mín taka í þessu máli í
pistla skrifum og útvarpi. Ég vildi
aldrei semja heldur fara með málið
eins og hvert annað gjaldþrotamál
einkafyrirtækis; fá úr því skorið fyrir
dómstólum hvort við ættum að greiða
og þann dóm óttaðist ég aldrei. Mín
skoðun er sú að enginn dómstóll geti
dæmt skattborgara til að bera ábyrgð
á einkafyrirtæki eftir á. En það er
annað mál.
Ég hvet alla til að lesa þessa bók –
þó ekki sé til annars en að læra og lesa
um það hvernig ekki eigi að semja.
Þessi bók er skyldulesning fyrir alla
þá sem hafa áhuga á við skiptum,
þjóð málum og samn inga tækni.
Hún er um leynd, lygi og undirgefni
amatöra í samninga við ræð um borið
saman við vinnulag alvöru samn inga
manna.
Eflaust eru margir komnir með upp í kok af Icesave en þessi bók er það vönduð og vel
skrifuð að hún heldur lesandanum
við efnið og minnir oft á tíðum á
spennusögu fremur en samn inga.
Þessa bók leggur þú ekki svo glatt
frá þér.
Sigurður hefur rætt við fjölda fólks
sem kom að samningunum og það
tjáir sig í trúnaði við hann. Hann ber
saman vinnubrögð og samningatækni
aðalsamningamanns Íslands, Svavars
Gestssonar, í fyrsta samningnum við
vinnulag Buchheitnefndarinnar í
þriðja samningnum.
Viðmælendur Sigurðar segja hon
um hvað gerðist á bak við tjöldin. Það
kemur á daginn að raunveruleikinn
tekur oft skáldskapnum fram í trú
verð u gleika.
Eftir að hafa lesið bókina verða
Svavar Gestsson, Indriði H. Þorláks
son og Steingrímur J. Sigfús son
pín legir. Vinnubrögð þeirra eru
rauna saga.
Við lestur bókarinnar verður óskilj
an legt með öllu að Svavar Gestsson
hafi valist sem aðalsamningamaður
Íslands en Sigurður upplýsir að Ingi
björg Sólrún og stuðningsmenn
henn ar hafi verið mjög á móti því að
fá hann til verksins vegna reynslu
leysis.
Bókin kennir okkur eitt; það á aldrei
að láta viðvaninga eins og Svav ar og
Indriða takast á við reynda og sjóaða
samningamenn. Bretar og Holl end
ingar mættu með harðjaxla. Svavar
leit á þetta verkefni sem „tækifæri
lífsins“, eins og hann gant aðist með í
þröngum hópi. Það var þá.
Frægt er svar Svavars eftir fyrstu
samningana að hann hefði eiginlega
verið „orðinn leiður á að hafa þetta
hangandi yfir sér“.
Það er styrkur þessarar bókar hvað
Sigurði tekst oft að lýsa í smáatriðum
hvað gerðist á bak við tjöldin. Enda
varð hann auðvitað að koma með
þessar sögur til að gera bókina læsi
lega og koma með nauðsynlega við
bót um efnið.
Áttu pantað borð á Hótel Holti
Hér kemur örlítið dæmi um efnis
tökin í bókinni: „Þegar kom að
undirritun samningsins síðdegis á
föstudeginum (5. júní 2009) datt
andlitið af ís lensku embættis mönn
unum. Sum ir þeirra voru enn að átta
sig á hlut unum en enginn upplifði
þetta sem ánægjulega stund. Eigi
að síður var undirritunin gerð að
notalegri athöfn að dipló matískum
hætti. Þegar samn ing urinn hafði verið
undirritaður bað aðalsamningamaður
Íslendinga, Svavar Gestsson, um
orðið og mælti nokkur vinsamleg orð.
Þakkaði hann fyrir sig og afhenti síðan
hinum er l endu samningamönnum
litlar gjafir.
„Það var eins og þetta væru ein
hverjir saklausir túristar en ekki
harðsvíraðir samningamenn sem
höfðu ekki skirrst við að beita öllum
meðölum við samningagerðina.
Og eftir sátum við með samning
sem við kviðum fyrir að rýna ofan
í,“ sagði einn viðstaddra eftir á.
Embættismennirnir voru fullir efa
semda og sumum fannst eins og
þeir hefðu gengið frá skelfilegum
samn ingi, sem jafnvel jaðraði við
land ráð. Þeir töldu sig hins vegar
hafa lítið svigrúm til að hafa áhrif á
málið, hvað þá að mótmæla samn
ing num. Þeir óttuðust um feril sinn
og hugsanlega hafa þeir haft í huga
erfitt atvinnuástand utan veggja
stjórnsýslunnar. Staðreyndin var sú
að öðrum nefndarmönnum fannst
nóg um hve kumpánlegir þeir Indriði
H. Þorláksson og Svavar Gestsson
voru orðnir við útlendingana í lok
viðræðnanna. Sérstaklega kom þeim
undarlega fyrir sjónir sá siður Indriða
að leitast eftir því að fara út að borða
á kvöldin með viðsemjendum sínum.
Erlendu samninganefndarmennirnir
voru ánægðir með samninginn og
gönt uðust með það sín í milli að þeir
væru að flýta sér. Þeir ættu pantað
borð á Hótel Holti.“
Kaflinn um leyndina í kringum
Svavarssamningana og hvernig að
þeim var staðið skilur lesandann
eftir í hálfgerðu tómarúmi. Lygi
Stein gríms á Alþingi 3. júní 2009,
þegar hann var spurður að því hvort
samningar væru í nánd, er absúrd.
Undirgefni við Breta og Holl endinga
og barnaleg samskipti við samn inga
menn þeirra er alvarlegt um hugs
unarefni – og þar eru ekki öll kurl
komin til grafar.
Styrkleiki bókarinnar liggur í því
hversu vel og ítarlega er sagt frá
sögunni baksviðs sem og hvernig
Íslendingar ventu kvæði sínu í
kross með því að fá Lee Buchheit
til verksins. Hann beitti allt annarri
taktík í samningaviðræðunum. Hann
sýndi enga undirgefni og lét Breta og
Hollendinga sækja. Buchheit var fyrst
og fremst samningamaður og þeir
slógu hann ekki út af laginu. Hann
gaf nefndinni andlit, segir Sigurður,
en var aldrei svo mjög inni í lagalegu
hliðinni. Sagan af herra Jones og
herra Smith, sem Buchheit vísaði oft
í, sýnir að greiðsluvandi eins er lána
vandi annars.
Ef þið viljið lesa bók um það hvern ig ekki á að hegða sér í samn ingaviðræðum þá er hér
rétta bókin – og breytir þá engu hvar
menn stóðu í Icesavemálinu. Þetta
er vandað verk og sjaldgæft að góður
blaðamaður fari svo ítarlega ofan í
saumana á einu máli. Ég gef henni
fjórar stjörnur af fimm.
Eitt í viðbót. Eftir lesturinn er
nið ur staðan sú að það er óþarfi hjá
Sigurði að hafa spurningarmerki á
eftir undirtitli bókarinnar; afleikur
ald arinnar?
Jón G. Hauksson
iceSave-Samningarnir –– afleikur aldarinnar
Bók Sigurðar Más Jónssonar er skyldulesning fyrir alla þá sem hafa áhuga á við-
skiptum, þjóðmálum og samningatækni. Hvernig á ekki að semja og hvernig á að
semja? Það er munurinn á Svavari og Buchheit.
Sigurður Már Jónsson.
Almenna bókafélagið
gefur út.
Kilja.
239 bls.
Engar myndir.