Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 95
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 95
hafi verið myrtur og sannfærist síðar um
að morðið er aðeins eitt stykki í stóru
púsluspili prófessors Moriartys. Holmes
rekur slóðina í neðanjarðarklúbb herra
manna þar sem hann rekst á bróður sinn,
Mycroft, og Dr. Watson þar sem þeir eru
að skála fyrir Watson, sem er að fara
að gifta sig daginn eftir. Í klúbbnum hittir
Holmes fyrir sígaunaspákonuna Sim sem
veit lengra nefi sínu um atburði dagsins.
Þegar henni er sýnt banatilræði bjargar
Holmes henni og hún launar greiðann
með því að hjálpa honum. Watson bætist
í hópinn og þrjú saman elta þau Moriarty
frá Englandi til Frakklands og Þýskalands
og þaðan til Sviss, en hvað sem þau reyna
er Moriarty alltaf skrefinu á undan þeim
og spinnur vef sinn og ef honum tekst að
framkvæma áætlun sína mun það breyta
mannkynssögunni.
Stjörnum hlaðin kvikmynd
Það er að sjálfsögðu Robert Downey jr.
sem leikur Sherlock Holmes og hefur hann
sett sinn stimpil á þessa frægustu leyni
löggu allra tíma og er eins og fæddur í
hlut verkið. Ætla mætti að framtíð Downeys
væri tryggð næstu árin því hann þarf ekki
annað en að skipta á milli Járnmannsins í
þeirri vinsælu kvikmyndaseríu og Sherlocks
Holmes til að ná sér í ævintýralegar tekjur.
Staðreyndin er samt sú að Robert Downey
jr. væri ekki svona eftirsóttur væri hann ekki
framúrskarandi leikari, sem eftir vafasamt
líferni í mörg ár rétti úr kútnum og er meðal
allra virtustu kvikmyndaleikara í dag.
Jude Law leikur Watson sem fyrr og í
hlutverki bróður Holmes er Stephen Fry,
sem margir þekkja úr ýmsum sjónvarps
þátt um sem hann stýrir fimlega. Fry, sem
stundum er kallaður þjóðargersemi Breta,
á örugglega ekki í vandræðum með að
setja sitt mark á kvikmyndina. Í hlut verki
prófessors Moriartys er svo Jared Harris,
sem allir aðdáendur Mad Mensjónvarps
þáttanna þekkja. Hann á ekki langt að
sækja leikhæfileikana því faðir hans var
Richard Harris, frábær leikari, en einnig
mikil fyllibytta, og sást síðast í Harry Potter
myndunum áður en hann lést 2002. Þá
er Íslandsvinkona okkar frá barnæsku til
full orðinsára, Noomi Rapace, í hlutverki
sígauna spákonunnar Sim.
Aðrir leikarar sem einnig voru í fyrri mynd
inni eru Eddie Marsdan í hlutverki Lestr ad
es, Kelly Reilly í hlutverki unnustu Wats ons
og Geraldine James sem leikur hina hrjáðu
ráðskonu Holmes, Frú Hudson.
Guy Ritchie
Leikstjóri Sherlock Holmesmyndanna er
Guy Ritchie og segja má að þær hafi bjarg
að ferli þessa ágæta leikstjóra sem byrjaði
með miklum glans þegar hann sendi frá sér
Lock, Stock and Two Smoking Barrels og
Snatch, tvær frábærar myndir sem gerast
að mestu meðal undirheimalýðs Lundúna
og eru vel úthugsaðar og stíliseraðar nú
tíma myndir með hraðri atburðarás. Eftir
að hann kynntist Madonnu og giftist henni
fór ferillinn í beinni línu niður á við þar sem
botninum var náð í Swept Away þar sem
hann leikstýrði eiginkonu sinni. Ritchie náði
sér aðeins á strik með RocknRolla án þess
að ná sömu hæðum og í upphafi ferilsins,
en siglir nú lygnan sjó í Sherlock Holmes
myndunum og hefur náð betur en flestir
aðrir andrúmslofti skuggahverfa London í
upp hafi síðustu aldar.
Ef vinsældir Sherlock Holmes: A Game of
Shadow verða eitthvað í líkingu við Sher -
l ock Holmes þá er engin spurning að þriðja
myndin verður gerð.
kVikMyndir
Prófessor Moriarty (Jared Harris) og Sherlock Holmes (Robert Downey) reyna sig í sálfræðilegum hernaði.
Polanski og Carnage
Roman Polanski er kominn með nýja kvik
mynd, Carnage, sem hefur að undanförnu
ferðast á milli kvikmyndahátíða en verður
tekin til almennra sýninga í Bandaríkjunum
um miðjan desember. Polanski getur ekki
verið við frumsýninguna þar sem ef hann
stígur fæti sínum þar á jörð verður hann
hnepptur í fangelsi. Ekki gat hann heldur
tekið myndina á söguslóðum í New York og
varð því París að koma í staðinn. Eins og
flestar kvikmyndir Polanskis hefur Carnage
fengið fínar viðtökur en myndin er byggð á
leikriti Yazminu Reza. Myndin fjallar um tvenn
hjón í New York sem hittast eitt kvöld til að
ræða börn sín. Í miðjum samræðum slær
son ur annarra hjónanna son hinna og við það
fer allt úr böndunum. Í helstu hlutverkum eru
Jodie Foster, Kate Winslet, Christoph Waltz
og John C. Reilly sem leika hjónapörin.
Rommdagbókin
Rum Diary, sem verður frumsýnd hér á landi
9. desember, byggist á skáldsögu Hunters
S. Tompsons og er myndin búin að vera á
milli tannanna hjá kvikmyndapressunni í
nokkur ár enda rúm tvö ár síðan hún var til
búin. Sagt er að aðalleikarinn, Johnny Depp,
hafi verið búinn að samþykkja að leika í
myndinni áður en hann lék í fyrstu Pirates
of the Carribeanmyndinni. Rum Diary fjall
ar um blaðamanninn Paul Kemp sem er
orðinn þreyttur á stórborgarlífinu í New York
og ákveður því að flytja til Púertó Ríkó til
að skrifa fyrir lítið dagblað. Hann verður
gegnsósa af vínmenningunni þar í landi og
kynnist um leið hinni fögru Chenault sem
er gift kaupsýslumanni sem er staðráðinn í
að nútímavæða Púertó Ríkó og gera landið
að kapítalistaparadís sem þjónar aðeins
þeim ríku. Hann biður Kemp að skrifa um
áætlanir sínar og verður Kemp að ákveða
hvort hann ætlar að skrifa til að tryggja
kaupsýslumanninum gróða eða til að rífa
veldi hans niður.
Kenneth Branagh í spor Laurence
Oliviers
Kenneth Branagh hefur aldrei leynt aðdáun
sinni á Laurence Olivier og hefur að mörgu
leyti fetað í fótspor hans. Í upphafi ferils síns
var hann oftar en ekki nefndur hinn nýi Olivier
og ekki að ástæðulausu, hann sló fyrst í
gegn í leikhúsum í London og fór svo að gera
Shakespearekvikmyndir þar sem hann lék
sjálfur aðalhlutverkið. Hann hefur samt aldrei
komist nær því að feta í fótspor Oliviers en
í kvikmyndinni My Week with Marilyn, sem
nýlega er farið að sýna, þar sem hann leikur
Laurence Olivier og Michelle Williams leikur
Marilyn Monroe. Gerist myndin þegar þau
léku saman í kvikmyndinni The Prince and
the Showgirl, sem varð síðan meiriháttar
flopp.
Jodie Foster í ham gegn John C. Reilly í Carnage
en þau leika hjón í myndinni.
Johnny Depp í hlutverki blaðamannsins í Rum
Diary.
Kenneth Branagh í hlutverki Laurence Oliviers í
My Week with Marilyn.