Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 Mentor er í fremstu röð á Norðurlöndunum hvað varðar upplýsingakerfi fyrir skólasamfélagið. Framkvæmdastjórinn og einn af stofnendunum kom í heiminn árið 1967 og ólst upp á bænum Þórisholti í Mýrdal innan um fimm systkini, mömmu, pabba og ömmu; foreldrarnir eru Sigurbjörg Páls dóttir og Einar Kjartansson sem brugðu búi 1995. Jú, einhver dýr voru á bænum; m.a. hund urinn Snati, kýr, kindur og hænur. Mentor hlaut á dögunum Nýsköpunar verð ­ laun Íslands árið 2011, sem afhent voru á Ný ­ sköpunarþingi, og veitti Vilborg verðlaunun ­ um viðtöku ásamt starfsfólki sínu. Þorgerður, systir Vilborgar, sem er sjö árum eldri, segir um yngri systur sína Vilborgu: „Allt sem hún gerði sem barn gerði hún yfirleitt átakalaust. Hún var hæglát, gott barn og hafði mikið jafnaðargeð. Hún var keppnismaður sem unglingur, fjör ug, fór snemma að taka þátt í íþróttum og hún „vann“ ekki annað sætið – hún tapaði því fyrsta.“ Þorgerður segir að Vilborg hafi alla tíð verið heilsteyptur persónuleiki. „Hún hefur alltaf hugsað í lausnum. Það var ekkert vandamál fyrir henni í æsku heldur skipti máli hvernig hún myndi leysa þau.“ Þorgerður segir systur sína flottan stjórn - anda, hún sé markmiðamiðuð og viti alveg hvert hún ætli og hvernig hún ætli að fara að því. „Hún er keppnismanneskja og fljót að hugsa og framkvæma. Hún er manneskjan sem þarf að ná flugvél og nær henni kannski einni mínútu áður en hún fer í loftið; en hún nær henni alltaf. Svo tekur hún ranga lest og fer í öfuga átt en lendir samt alltaf á réttum stað. Það er einfaldlega svo mikið að gera hjá henni. Hún er mjög dugleg og fram­ kvæmdasöm manneskja. Þrátt fyrir annríki er Vilborg afar hugulsöm og fylgist vel með fjölskyldu sinni.“ FullorðinsFræðsla Vilborg hleypti heimdraganum 16 ára gömul og flutti upp í Borgarfjörð til að nema þar við Samvinnuskólann á Bifröst. Draumarnir? Hún segist ekki hafa verið með neina drauma á þessum tíma. Tíminn átti eftir að leiða í ljós hvert leið hennar lægi. Hún segir Samvinnuskólann hafa verið frábæran skóla. „Það var frábært að vera í heimavist í Borgarfirði. Ég lærði þar mik - inn aga. Það styrkti mig.“ Hún tók þátt í félagslífinu í skólanum; var í briddsklúbbi og formaður íþróttaklúbb s­ ins á staðnum. „Skólinn var þekktur fyrir mikið félagslíf.“ Briddsspilamennskunni í Borgarfirði lauk eftir samvinnuskólapróf og fjörðurinn græni fjarlægðist smátt og smátt í baksýnisspegl ­ inum. Vilborg hélt til Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi og settist því næst á skóla­ bekk við Kennaraháskóla Íslands. Lauk þaðan prófi 1993 og nýútskrifuð stofnaði hún MFA-skólann; um var að ræða skóla fyrir fólk í atvinnuleit á vegum Menningar­ og fræðslusambands alþýðu og einbeitti hún sér að fullorðinsfræðslu næstu árin. Nokkrum árum síðar hóf hún meistara ­ nám í stjórnun og stefnumótun við Háskóla Íslands og hluta af því námi stundaði hún hjá frændum vorum Dönum – nánar tiltekið í Árósum. „Það var lærdómsríkt að þurfa að bjarga sér í öðru landi og tala annað tungumál.“ Heim komin árið 2002 hóf hún störf í sínu eigin fyrirtæki, þ.e. hjá Mentor sem hún hafði stofnað með fleirum rúmum tveimur ár um fyrr. Hlutverk fyrirtækisins er að auka árangur í skólastarfi. Út Fyrir landsteinana Mentor hefur síðan vaxið jafnt og þétt. „Það gerist ekki nema með góðu fólki. Tæki færin drífa okkur áfram. Það er svo margt spenn­ andi að gerast varðandi mennt un í heimin­ um. Tilhugsunin um að stuðla að auknum árangri í skólastarfi gefur okkur kraft í okkar daglega starfi. Það er köllun okkar. Þegar við sáum að við gátum ekki vaxið meira á Íslandi fórum við að fikra okkur á erlendan markað. Við höfum verið svo lánsöm að finna frábæra samstarfsaðila til ViLBorG EiNarSdóttir stýrir Mentor sem náð hefur góðum árangri á meginlandi Evrópu. Vinnan er eitt af henn ar aðal áhugamálum og keppnismanneskjan sem æfði íþróttir í æsku sýnir svipaða takta í framkvæmdastjórastólnum. TexTi: svava JÓnsdÓTTir myndir: Geir Ólafsson Sveitastúlka úr Mýrdalnum ViLbOrg einarsdóttir fOrstjóri MentOr, í nærMynd „Hún kann að segja skemmti­ legar sögur, ekki síst af sjálfri sér. Hún á það til að týna hlutum og missa af lestum og flugvélum. Hún getur stund um verið svolítið utan við sig.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.