Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
V
innuvernd ehf. er
þjónustu og ráð
gjafarfyrirtæki sem
sérhæfir sig á sviði
heilsuverndar, vinnu
verndar og heilsueflingar. Þar
starfa sérfræðingar á ýmsum
sviðum en viðskiptavinir Vinnu
verndar eru t.d. einkafyrirtæki,
stofnanir og sveitarfélög.
Mitt starf hjá Vinnuvernd felst
aðallega í vinnuvistfræðiráðgjöf
sem er tiltölulega nýtt hér á
landi. Vinnuvistfræði er best lýst
með því að segja að hún lagi
vinnuna að starfsmanninum og
vöruna að notandanum. Þegar
vinnustaðir eru hannaðir vantar
oft sjónarmið vinnuvistfræðinnar
en sem betur fer eru fyrirtæki að
átta sig æ meira á því og hafa
samband við mig á fyrstu stig um
hönnunar. Þá sinni ég svoköll
uðum vinnustaðaúttekt um og
framkvæmd áhættumats starfa
auk fræðslu og námskeiðahalds.
Þessa dagana á Vinnuvernd
fimm ára afmæli og er mikið
húllumhæ í kringum afmælið.
Ég ætla t.d. að gera smátilraun
með einu af þjónustufyrirtækjum
okkar og prófa hæðarstillanlegt
borð með hlaupabretti undir,
en það er samstarf við nokkra
norska sjúkraþjálfara.“
Valdís Brá er dóttir hjónanna
Þorsteins Þorsteinssonar skipa
smiðs og Þórhildar Steinunnar
Valdemarsdóttur bókara. „Ég á
tvo eldri bræður, þá Þorstein og
Hólmgeir, og sex bræðrabörn
sem mér þykir mikið vænt um
og finnst gaman að spilla.
Ég útskrifaðist frá Háskólanum
á Akureyri úr iðjuþjálfunarfræð
um árið 2005 og ári seinna var
ég komin inn í Loughborough
University í Bretlandi til að taka
meistaranám í vinnuvistfræðinni.
Ég valdi að taka línu sem gaf
mér titilinn M. Sc. Human Fac
tors in Inclusive Design sem
hægt er að útlista sem vinnu
vistfræðileg hönnun. Í náminu
var lögð áhersla á hönnun
fyrir alla og/eða notendavæna
hönnun. Það eru ekki margir
Íslendingar sem hafa sérhæft
sig í vinnuvistfræði og ég held
ég sé sá eini sem hef vinnuvist
fræðilega hönnun sem sérgrein.
Hvað varðar áhugamálin þá
hef ég mjög gaman af allri
handa vinnu og áhuginn á gömlu
handverki hefur náð að skjóta
rótum í hjartanu. Ég er svo í
frænkuprjónaklúbbi sem hittist
reglulega. Þar eru öll heimsins
vandamál krufin til mergjar með
prjóna að vopni og góðgæti
í maga. Ég hef heklað mikið í
gegnum tíðina og nú síðast var
ég að læra að orkera. Einnig
hef ég aðeins prófað að mála
postulín en amma mín var algjör
snillingur á því sviði og nú er
mamma að taka við af henni
í þeirri snilld. Þá hef ég mjög
gaman af því að ganga á fjöll
og náði á topp Hvannadals
hnúks í júní 2009.
Sumrinu eyddi ég mestmegnis
norðan heiða, en ég lét samt
verða af því að fara til Vest
mannaeyja en þangað hafði ég
aldrei komið áður. Þá fór ég í
Landmannalaugar og Land
mannahelli. Það var mikið
ævintýri sem seint mun gleym
ast. Haustið hefur svo farið vel
af stað, bæði í og utan vinnu,
en utan vinnu sit ég í stjórn
Vinnuvistfræðifélags Íslands
(Vinnís). Vinnís fór af stað með
fyrirlestrarröð í haust og hef ég
farið á tvo mjög skemmtilega
og fræðandi fyrirlestra. Þá fór
ég í september sl. til Finnlands
á stjórnarfund NEHS (Norrænu
vinnuvistfræðisamtakanna)
og núna í febrúar fer ég til
Bras ilíu á stjórnarfund hjá IEA
(Alþjóð legu vinnuvistfræðisam
tökunum) sem fulltrúi NEHS. Í
báðum tilfellum eru ráðstefnur
í kjölfarið sem ég sit og í Brasilíu
verð ég svo heppin að fá að upp
lifa hina árlegu kjötkveðju hátíð.“
Valdís Brá Þorsteinsdóttir
– vinnuvistfræðingur hjá Vinnuvernd
„Þegar vinnustaðir eru hannaðir vantar oft sjónarmið vinnuvistfræðinnar en sem betur fer eru
fyrirtæki að átta sig æ meira á því og hafa samband við mig á fyrstu stig um hönnunar. “
Nafn: Valdís Brá Þorsteinsdóttir.
Fæðingarstaður: Akureyri, á
hlaupársdeginum 29. febrúar 1976.
Foreldrar: Þorsteinn Þorsteinsson og
Þórhildur Steinunn Valdemarsdóttir.
Maki: Einstök.
Börn: Engin.
Menntun: B.Sc. iðjuþjálfunarfræði
og M.Sc. Human Factors in Inclusive
Design (vinnuvistfræðilegri hönnun).
fóLk
w
w
w
.b
lu
el
ag
oo
n.
is
FUNDIR OG VEISLUR Í KRAFTMIKLU UMHVERFI
OG SPENNANDI MATARUPPLIFUN
Reynslumikið starfsfólk sér um að uppfylla tæknilegar þarfir og ráðleggja um atriði er varða skipu-
lagningu og framkvæmd viðburða og funda. Öflugt veitingateymi LAVA undir stjórn Viktors Arnar
landsliðskokks býður spennandi matarupplifun.
Nánari upplýsingar í síma 420 8800 eða sales@bluelagoon.is
A
N
T
O
N
&
B
E
R
G
U
R