Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 67
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 67 41. epson artisan 837 Fjölnotaprentari (u.þ.b. 60.000 kr., www.epson.com). Hér er annar góður fjölnotaprentari í svipuðum gæðaflokki og Pixma­prentarinn í 40. sæti. Þessi er ekki með alveg eins góðan snertiskjá og stjórntæki, en bætir það upp með meiri myndgæðum og ódýrara bleki. 42. Zite Mobile iPad­forrit (ókeypis, www.zite.com). Zite­smáforritið fyrir iPad­ spjaldtölvur viðar að sér efni í gegnum samfélagsmiðla notandans og birtir með merkilega góðum árangri einmitt það sem hann hef­ ur áhuga á. Framsetning efnisins er jafnframt einföld og læsileg. 43. trend Micro Mobile security Android­öryggisforrit (ókeypis, bit.ly/nZOGVo). Það verður sífellt mikilvægara að vernda snjallsíma, spjaldtölvur og slík tæki fyrir utan aðkomandi hættu. Þetta öryggisforrit fyrir Android­tæki skannar smáforrit í leit að veirum og verndar gegn ýmiss konar annarri óværu. 44. dell precision M6600 Fartölva (u.þ.b. 487.000 kr., www.ejs.is). M6600 frá Dell vegur hátt í fjögur kíló þannig að hún tekur í axlirnar rétt eins og budd­ una. En maður fær það sem maður borgar fyrir, því fjögurra kjarna Core i7­örgjörvinn gerir þetta að draumatölvu þeirra sem vinna í þungum grafík­ og þrívíddarforritum. 45. lenovo thinkpad tablet Spjaldtölvur (frá u.þ.b. 115.000 kr., www.netverslun.is). ThinkPad­spjaldtölvurnar frá Lenovo eru fyrst og fremst hugsaðar sem vinnutölvur, með fjölda fyrirfram uppsettra viðskiptaforrita og fleiri tengi fyrir jaðarbúnað en flestar spjaldtölvur. 46. Mobotap dolphin browser hd Vafri fyrir Android og iOS (ókeypis, www.dolphin­browser.com). Vafrarnir sem fylgja með Android og iOS eru ósköp takmarkaðir, en þar kemur Dolphin til skjalanna. Hann býður upp á flipa, táknskip­ anir (e. gestures) og er almennt skemmtilegri í notkun. 47. smartr inbox for gmail Tölvupóstsviðbót (ókeypis, www.xobni.com). Loksins geta Gmail­notendur notið þess sem Xobni hefur boðið Outlook­note nd um upp á um nokkurt skeið. Smartr Inbox for Gmail sækir upplýsingar um tengiliði þína í Gmail á samfélagsvefi og breytir innhólfinu í miðstöð samfélagsmiðla á borð við Facebook, LinkedIn og Twitter. 48. Casio exilim eX-h20g Myndavél (u.þ.b. 45.000 kr., www.elko.is). Þessi fína tækifæris­ myndavél er með 10x aðdráttarlinsu, tekur fínar myndir og ending­ artími rafhlöðu er langur. Rúsínan í pylsuendanum er svo besta notkun á GPS­staðsetningartækni sem sérfræðingar PC World hafa nokkru sinni séð í myndavél. 49. lightbox photos fyrir android Myndavélaforrit (ókeypis, www.lightbox.com). Instagram er ekki til fyrir Android, en Lightbox Photos fer langt með að láta það engu máli skipta. Með því er einfalt að vinna með myndir sem teknar eru í símanum og senda þær á alla helstu samfélagsmiðla. 50. acer aspire revo rl100 Margmiðlunartölva (u.þ.b. 100.000 kr. hjá www.att.is og www. tolvulistinn.is). Hér er á ferðinni nokkurs konar blendingur borðtölvu og flakkara. Þetta er tölva, en hönnuð fyrir sjónvarps­ herbergið. Revo RL100 er ein tomma á þykkt, með Blu­ray­drif, 750 GB geymsluminni, lyklaborð sem rennt er út og þráðlausa snertimús. Dell Precision M6600 er draumatölva þeirra sem vinna í þungum grafík­ og þrívíddarforritum. Casio Exilim EX­H20G notar GPS­tæknina á frábæran hátt. Acer Aspire Revo RL100 er borðtölva hönnuð fyrir sjón- varpsherbergið. meSt Spennandi 2012? Þótt erfitt sé að spá í spilin í jafnmargslungnum heimi og tækniheiminum má búast við að eftirtalin fimm atriði valdi straumhvörfum á næsta ári: Android Ice Cream Sandwich: næsta útgáfa android- stýrikerfisins verður troðfull af nýjungum og virkar bæði á spjaldtölvum og snjallsímum. Næsti iPhone: iPhone 4s var ágæt uppfærsla á iPhone 4 en hefði mátt vera betri. stóra stökkið gæti komið með iPhone 5. Lytro Light-Field-myndavél: þessi magnaða myndavél er sögð geta tekið mynd og stillt svo fókusinn eftir að myndin hefur verið tekin. Gangi það eftir gæti hún vald- ið byltingu á myndavélamarkaðnum. Fistölvur: 2012 gæti orðið ár fistölvanna (ultrabooks). það eru ofurþunnar, tiltölulega ódýrar fartölvur sem eru þó kraftmiklar miðað við stærð. Canon PowerShot S100: þessi myndavél verður án efa verðugur arftaki Powershot s95, sem var frábær vasa- myndavél. 44 48 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.