Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
iPad 2
Smáralind
Opnunartímar:
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1300 | www.epli.is
Laugavegi 182
Opnunartímar:
Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16
Sími 512 1300 | www.epli.is
Leiðari
N
ýlega héldu stjórnvöld og Al þjóða gjald
eyrissjóðurinn mikla og glæsilega ráð
stefnu í Hörpu um það hvernig til hefði
tekist í efna hagsmálum þjóð ar innar eftir
hrun. Öllu var tjaldað til; margir þekktir íslenskir og
útlendir fræðimenn sóttu Hörp una heim þennan dag.
Meðal annars komu tveir virtir nóbelsverðlaunahafar
í hagfræði, þeir Paul Krugmann og Josep Stiglitz.
Tilgangur ráð stefnunnar af hálfu stjórnvalda var að
hæla sér af hinu mikla þrekvirki sem þau telja sig hafa
unnið í samvinnu við Alþjóða gjald eyrissjóðinn eftir
hrunið. Á ráðstefnunni reynd ist hins vegar Geir H.
Haarde sigur vegari.
Það sem stóð upp úr var að neyðarlög Geirs hefðu
bjargað Íslendingum og það hefði verið gæfa þjóð arinnar
að fara þá leið sem við fórum. Það væri hluthafa og
lánar drottna einka banka að taka á sig skellinn. Og viti
menn; allt í einu var þetta rétti strengurinn í hörpunni;
álit þremur ár um eftir hrun, stutt af tveimur erl endum
nóbels verð launahöfum. Sá, sem setti neyðarlögin, hefur
hins vegar að frumkvæði stjórnvalda verið settur á saka
mannabekk og geta þau Steingrímur J. Sigfússon, með
harm í hjarta, og Jóhanna Sigurðar dóttir, sem greiddi
raunar atkvæði á móti sakfellingunni, aldrei krafsað sig frá
því. Þetta óhæfuverk er á ábyrgð ríkisstjórnar Jóhönnu.
Búsáhaldabyltingin, sem til var komin vegna banka
hrunsins og skuldavanda heim ila, splundr aði ríkisstjórn
Geirs. Samfylkingin fór á taug um og sveik hann
þeg ar á reyndi. Á erfiðum haust dögum fyrir þremur
árum, þegar taka þurfti erfiðar ákvarðanir á nokkrum
klukkustundum við fall bankakerfisins, var gert grín að
Geir vegna hinna fleygu orða hans; Guð blessi Ísland.
Þegar Geir var spurður að því í beinni útsend ingu í
breska þættinum HardTalk á BBC, eftir að Bretar settu
á okkur hryðju verka lög og ráku endanlega naglann í
líkkistu banka kerfisins, hvort hann hefði ekki hringt í
Gordon Brown kvað Geir svo ekki vera. Þegar gengið
var á hann af þáttarstjórnandanum um hvort hann
hefði ekki átt að gera slíkt svaraði hann; kannski ég
hefði átt að gera það; maybe I should have. Þetta svar
hans komst á hundruð kröfuspjalda. Íslendingar hlógu
og fannst Geir hafa orðið sér til skammar á alþjóðlegum
vettvangi fyrir að hafa ekki hringt í skúrkinn Brown; eins
og það hafi staðið upp á hann að gera slíkt. Vinstrigrænir
studdu ekki setningu neyðarlaganna á sínum tíma.
Hrun íslenska bankakerfisins í kjölfar þess að al
þjóð lega útlánabólan sprakk haustið 2008 var ekki
íslenskum stjórnmálamönnum að kenna. Stundum er
á sumum að skilja að Ísland sé slíkur nafli alheimsins
að hin al þjóð lega fjármálakreppa sé sprottin frá Ís landi;
heimatilbúin þar. Ingibjörg Sólrún Gísla dótt ir sagði eitt
sinn að við kæmum fram á erlend um vett vangi eins og
sakamenn vegna banka hrunsins. Þar hafði hún mikið
til síns máls.
Geir H. Haarde og forverar hans í starfi hafa verið gagnrýndir fyrir að leyfa íslenska bankakerfinu að verða tíu sinnum stærra
en lands framleiðslan – og hafa ekki nægi lega gott
fjármálaeftirlit. Kerfið stækkaði taumlaust vegna
EESsamningsins sem kveður á um frjálsa fjár
magns flutninga á milli landa. En hvernig áttu stjórn
málamenn að koma í veg fyrir að bankamenn og
útrásarvíkingar fengju lán í stærstu bönkum Evrópu.
Átti að banna þeim það? Hvað hefði þá verið sagt?
Enda hvað kom almenningi það við þótt stærstu
bankar Evrópu væru svona vitlausir að lána íslenskum
athafnamönnum? Var það ekki þeirra einkamál?
Varð ekki að virða einkaeignarétt þeirra? Áttu ekki
útlendu bank arnir að hafa mesta og besta eftirlitið,
þetta var þeirra fé sem þeir jusu í bank ana á Íslandi?
Að vísu er hægt að taka undir að það hefði verið
þarft verk að aðskilja almenna innlánastarfsemi frá
fjárfestingastarfseminni og draga þannig úr áhættunni
gagnvart al mennum innlánum. En gamla tuggan
um að þetta sé allt þeim að kenna sem seldu gömlu
ríkisbankana fyrir níu árum er of ódýr. Þá fyrst báru
þeir ekki ábyrgð á þeim. Það var ekki þeirra að bank
arnir stökkbreyttust. Ekki seldu þeir Kaupþing,
Íslandsbanka og Straum sem þöndust út vegna þess
að erlendir stórbankar dældu í þá fé eða Icebank,
SPRON og Sparisjóðinn í Keflavík.
Skulda vand inn í kjölfar útlánabólunnar hefur magn ast upp og skekur núna fjármálakerfi heims ins. Ekki sér fyrir endann á þeim hildarleik. Erl
endu bönk un um var bjargað tímabundið fyrir þremur
árum en skuldavandinn skil inn eftir í píp un um. Núna
hafa helstu seðlabankar heims keyrt hreyflana í botn til
að bjarga Evrópu og fjármála kerfi heims ins frá falli af
bjargbrúninni. Útlána bólan og afleiðingar hennar felldi
Geir H. Haarde úr embætti og hún hefur að sögn New
York Times fellt átta ríkisstjórnir í Evrópu og fleiri fylgja
líklega í kjölfarið, jafnvel í Frakk landi, Þýskalandi og
Bandaríkjunum á næsta ári. Ríkisstjórnirnar átta, sem
hafa fallið að mati blaðsins vegna óánægju kjósenda
með aðhaldsaðgerðir og óvissu, eru á Írlandi, í Dan
mörku, Grikk landi, Ítalíu, Spáni, Finn landi, Portúgal
og Slóvakíu. Engir hafa haft hug mynda flug til að setja
for sætisráðherra þessara landa á sakamannabekk.
Hreyflar helstu seðlabanka heimsins eru komnir í
botn til að bjarga bönkum. Það er þvert á það sem við
gerðum og útlendu spek ingarnar lofsömuðu okkur
fyrir í Hörpu.
Guð blessi Evrópu og fjármálakerfi heimsins.
Guð blessi Evrópu
Jón G. Hauksson
Hreyfl
arnir eru
komnir
í botn.
Guð blessi
Evrópu og
fjármála
kerfi
heims ins.