Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 97

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 97
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 97 É g starfa hjá Vendum ehf. sem markþjálfi fyrir stjórnendur og sérfræðinga fyrir­ tækja. Við erum þrjár sem stofnuðum fyrirtækið fyrir tæpu ári og hefur það vaxið von um framar. Stjórnendamarkþjálfun eða eins og þetta kallast á ensku „executive and business coaching“ felst í viðtalstækni þar sem markþjálfinn vinnur með stjórnanda líkt og íþrótta­ maður vinnur með þjálfara. Íþróttamaðurinn, sem í þessu tilfelli er stjórnandi, er með allt sem þarf til að vinna keppnina. Það er auga þjálfarans sem hjálpar viðkomandi til að fín­ pússa sjálfan sig og það er það sem greinir á milli þeirra sem ná hámarksárangri og hinna. Leiðbeiningarnar eru þó ekki hefðbundnar heldur fara fram í formi krefjandi spurninga þar sem stjórnandinn er með svörin sjálfur, en það þarf kannski að sækja þau og leggja áherslu á rétta staði. Markþjálfinn er hlutlaus aðili sem gætir fyllsta trúnaðar. Stjórn ­ endur þurfa að takast á við ýmiskonar mál sem eru þess eðlis að ekki er hægt að ræða þau við hvern sem er og þá er gott að fá hlutlausan aðila sem hefur engra hagsmuna að gæta annarra en að auðvelda við komandi að taka sem besta ákvörðun. Margir stjórnendur hafa unnið sig upp og á leiðinni fengið reglulega endurgjöf um hvernig þeir stæðu sig, hvað þeir gerðu vel og hvað þeir gætu bætt hjá sér. Þegar menn og konur verða stjórnendur þá annaðhvort minnkar þessi end­ ur gjöf eða hún hverfur alveg og stjórnendur verða því að treysta meira á sjálfa sig og þá getur reynst vel að hafa mark ­ þjálfa. Í markþjálfun eru tekin fyrir fjölbreytt viðfangsefni, til dæm is að finna leiðir til að nýta tímann betur og fá betri yfirsýn yfir verkefnin, efla sig í samskipt­ um, auka viðskiptatryggð, efla liðsheild og fleira. Algengt er að markþjálfi hitti stjórnandann eða sérfræðinginn klukkutíma í senn á viku eða tveggja vikna fresti. Viðtalið fer fram ýmist á skrifstofunni okkar, á vinnustað stjórnandans eða í gegnum skype, sem hefur gefið okkur tækifæri til að starfa á einfaldan hátt með stjórnendum úti á landi. Einnig erum við með viðskiptavini erlendis og fer þá markþjálfunin fram á ensku. Framundan er að fagna eins árs afmæli fyrirtækisins í byrjun nýs árs en við stofnuðum það 11.01.11 og er stefnan að halda áfram að byggja okkur upp sem öfluga markþjálfa. Alda er gift Ómari Kaldal Ágústs syni og eiga þau tvær dætur, fjögurra og átta ára. Hún er menntaður stjórnenda­ markþjálfi (e. executive coach) frá Opna háskólanum í HR og Coach U, sem er stærsta alþjóðlega þjálfunarfyrirtækið í heiminum í dag í markþjálfun og veitir réttindi til alþjóðlegrar vott unar ICF, International Coach Federation. Einnig er hún stjórnmála­ og atvinnulífs­ fræðingur frá HÍ. „Ég og sam­ starfskonur mínar höfum mikla reynslu af því að vinna með stjórnendum auk þess að hafa starfað sem stjórnendur sjálfar og hefur það nýst okkur vel í þessu starfi sem markþjálfar.“ Áhugamálin eru samvera með fjölskyldu og vinum, ferðalög innanlands sem erlendis og almenn útivist, sérstaklega þó fjallgöngur og skíði. Ég hef gaman af því að lesa góðar bækur og tímarit, elda góðan mat og svo hefur eiginmaðurinn smitað mig af ljósmyndaáhuga sínum.“ Alda Sigurðardóttir – stjórnendamarkþjálfi hjá Vendum ehf. „Framundan er að fagna eins árs afmæli fyrirtækisins í byrjun nýs árs en við stofnuðum það 11.01.11 og er stefnan að halda áfram að byggja okkur upp sem öfluga markþjálfa.“ Nafn: Alda Sigurðardóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 17. maí 1973. Foreldrar: Steinunn K. Gísladóttir og Sigurður J. Guðjónsson. Maki: Ómar Kaldal Ágústsson. Börn: Dagmar Kaldal Ómarsdóttir, 8 ára, og Aníta Kaldal Ómarsdóttir, 4 ára. Menntun: Stjórnendamarkþjálfi (e. executive coach) og stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.