Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 83

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 83
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 83 um fordómum við að ráða fólk yfir fimm tugt – sérstaklega óttast atvinnurekendur að það vanti aðlögunarhæfni og drifkraft. Það er heldur ekki sama hvort það er góðæri og uppgangur í atvinnulífinu eða sam dráttur og kreppa. „Í góðæri hafa ytri hvatar mikil áhrif við ráðningar, eins og afkoma, hagnaður, laun, hagnaðarvon og skyndigróði. En í kreppu eru innri hvatar meira ráðandi, eins og samkennd, góð gildi, siðferði, ný framtíðar ­ sýn og ný gildi. Þá eru viðfangsefnin sömuleiðis ólík eftir umhverfinu. Fjármál og fjárhagsleg endur­ skipulagning eru frekar verkefni stjórn­ enda í kreppu. En markaðsmál og sókn á markaði fær meiri sess í þenslu og góðæri. Það er stóraukin umræða um siðferði og gott gildismat eftir hrun,“ segir Una. Í rannsókn Unu kemur fram að meðalald­ ur forstjóra við ráðningu er núna hærri en var á tímum útrásarinnar og nálgast það sem var á árunum 1990 til 2000. Forstjórar fimmtíu stærstu fyrirtækja lands­ ins á listanum árið 2009 voru að jafnaði 44 ára þegar þeir voru ráðnir, en um 40 ára í útlánabólunni þegar yfirtökur á stórfyrir­ tækj um voru nánast daglegt brauð. Engin kona gegndi stöðu forstjóra í 50 stærstu fyrirtækjunum fyrr en árið 1997 en í dag eru þær orðnar fjórar. Í þónokkrum tilvikum var fólk á aldrinum 30 til 35 ára ráðið sem forstjórar stórfyrir tækja á Íslandi í útlánabólunni og var ung ur aldur forstjóra eitt af því sem einkenndi íslenskt atvinnulíf á þessum árum. Una segir að margt hafi breyst í hruninu og atvinnulífið leiti meira til eldri og reynd­ ari stjórnenda við mannaráðningar. „Það er sóst eftir meiri reynslu en áður. Starfs­ öryggi forstjóra hefur aftur á móti minnkað með árunum og æviráðningar eru svo til úr sögunni.“ Una segir einkennandi að forstjórar á Ís landi séu einsleitir, þ.e. á svipuðu reki og með svipaða menntun – og komi jafnvel úr sömu klíkunum og kunningjasamfélagi. Blanda saman fólki á ólíkum aldri „Við verðum að vera óhrædd við að blanda saman konum og körlum á ólíkum aldri með ólíka reynslu og menntun í stjórnenda teymi. Það skilar mestum árangri að mínu mati.“ Þótt stjórnendur séu eldri eftir hrunið seg ir Una að rannsókn hennar sýni að ein ­ kenni stjórnenda í íslensku atvinnulífi hafi einn ig breyst. „Fyrir tíma útrásarvíkinga var ímyndin svona: Eldri stjórnendur með áherslu á heiðar leika, traust, dugnað og fleira. Á tímum útrásarvíkinga voru einkennin reyn slu leysi, áhættusækni, dirfska, hraði, hagn aður og fleira. Núna er stjórnandanum lýst sem traustum, varfærnum og með mikla reynslu og meðvitaður um siðferði.“ Margir miðaldra stjórnendur hafa nýtt sér þá símenntun sem er á markaðnum og skerpt þannig á hæfni sinni og menntun; endur nýjað sig til að vera samkeppnishæfari. Mikilvægustu eiginleikar góðra stjórn ­enda eru eins og alltaf að leiða, þróa og þroska aðra, hafa frum kvæði og jákvæða afstöðu til mála, sjálfs öryggi, rökræn hugs un og styrkur og aðlög unarhæfni.“ Miðaldra stjórnendur ættu því að vera vel samkeppnishæfir varðandi þessa eiginleika – búi þeir á annað borð yfir þeim, segir Una. „En þrátt fyrir að ráðningarferli séu fag legri núna en áður finnst mér að enn gæti svolítilla fordóma gagnvart miðaldra stjórnendum; jafnvel þótt þeir hafi sýnt að þeir séu hæfir, samviskusamir og með brenn andi áhuga á stjórnunarstörfum.“ Sumir atvinnurekendur líta raunar á það sem kost að fólk á þessum aldri sé oft komið yfir erfiðasta þröskuldinn við að koma sér upp fjölskyldu og heimili á meðan aðrir eru við kvæmir fyrir því að ráða til sín sér eldri stjórnendur með meiri reynslu en þeir sjálfir. Una segist verða vör við að viðhorf atvinnu ­ rekenda og ráðningarstofa sé fremur jákvætt til stjórnenda og sérfræðinga yfir fimmtugt en óttist engu að síður að aðlögunarhæfni þess og drifkraftur minnki með aldrinum. Þjóðin er að eldast Þjóðin er að eldast og spár um aldursskipt­ ingu þjóðarinnar næstu áratugina eru á þá leið að fólki yfir 50 ára fjölgar hlutfallslega mest – ekki síst yfir 65 ára. „Þetta segir okkur að breytt aldurssam­ setn ing blasir við á vinnumarkaði. Hins veg ar er vinnumarkaðurinn ekki að undir ­ búa breytta aldurssamsetningu; hvorki marka stefnu vegna hennar né vinna að áætl anagerð varðandi þessa breytingu, sem ætti að vera verðugt verkefni og áskor un fram tíðarinnar. Vinnumarkaðurinn býður ekki upp á aukinn sveigjanleika til að koma til móts við þarfir eða hvetja til aukinnar sam­ vinnu milli kynslóða.“ Að sögn Unu eru viðhorf og vænting­ar miðaldra stjórnenda í atvinnuleit tvímælalaust að taka þátt á vinnu­ markaði á einn eða annan hátt. Miðaldra stjórn endur séu þó hóflega bjartsýnir á mögu leika á stjórnendastarfi sér til handa. „Við verðum að vera óhrædd við að blanda sam an konum og körlum á ólíkum aldri með ólíka reynslu og mennt­ un í stjórn endateymi. Það skilar mest um árangri að mínu mati.“ Mikilvægasta hæfni stjórnenda að þróa aðra frumkvæði jákvæð afstaða sjálfsöryggi rökræn hugsun styrkur og aðlögunarhæfni 1. Einkenni íslenskra stjórnenda hafa breyst mikið í gegnum tíðina. Fyrir tíma útrásarvíkinga var ímyndin eldri stjórnendur með áherslu á heiðarleika, traust, dugnað og fleira. Á tímum útrásarvíkinga voru ein­ kennin reynsluleysi, áhættusækni, dirf ska, hraði, hagnaður og fleira. Í dag er stjórnandanum lýst sem traust um, varfærnum, með mikla reyn slu og meðvitaður um siðferði. 2. Mikilvægustu hæfnisþættirnir eru: að þróa aðra, frumkvæði, jákvæð af staða, sjálfsöryggi, rökræn hugs­ un og styrkur og aðlögunarhæfni. 3. Atvinnumöguleikar miðaldra stjórn­ enda eru betri í dag en fyrir hrun en færri stöð ur í boði. 4. Ráðningarferli er faglegra í dag en fyrr á tímum en þó hafa viðhorf og fordómar fólks áhrif á niðurstöðu ráðninga. 5. Vinnumarkaður er ekki að undirbúa breytta aldurssamsetningu á vinnu­ mark aði, hvorki að marka stefnu né vinna að áætlanagerð í málaflokk­ n um. 6. Vinnumarkaður býður ekki upp á aukinn sveigjanleika til að koma til móts við þarfir kynslóða eða að hvetja til aukinnar samvinnu milli kynslóða. 7. Viðhorf og væntingar miðaldra stjórn enda í atvinnuleit eru að taka þátt í vinnu markaði á einn eða ann­ an hátt. 8. Óskir voru um sveigjanleika í vinnu og verkefnum síðustu árin á vinnu markaði. Miðaldra stjórnendur hóflega bjart sýnir á möguleika á stjórnenda starfi sér til handa. 9. Viðhorf atvinnurekenda og ráðning­ ar stofa fremur jákvætt en töldu að lög unarhæfni og drifkraft minnka með aldr inum. Niðurstöður ritgerðariNNar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.