Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 38
38 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við við skiptadeild Háskólans í Reykjavík og
gesta prófessor við Cardiff Business School:
Markaðssetning með myndböndum
þau hafa orðið
Þegar ná skal árang ri í tíma stjórnun
er mik ilvægt að
gera sér grein fyrir
því að við lif um
í tveimur mjög
ólík um heim um;
vinnu nni og einka
lífi nu, þar sem við
nálg umst tíma stjórnun með gjörólíkum
hætti.
Í vinnunni skiptir máli framl eiðni, afköst,
árangur og áhrif. Mestur árangur í tíma
stjórnun fæst með því að for gangsraða
verkefn um og snúa sér fyrst að mikilvæg
asta verkefninu sem gefur hæsta ávinn
ing inn með minnsta vinnu framlaginu
(„low hanging fruits“) og ljúka við það
áður en við snúum okkur að næsta
verkefni. Rannsóknir sýna að stjórn
endur eru með um 300 vinnu stundir af
ólokn um verkefnum á borðinu. Þetta
samsvarar um tveggja mánaða vinnu.
Af nógu er að taka en verkefnum er í
raun aldrei öllum lokið.“
Thomas segir að mikilvæg asta ráðið
í tímastjórnun í vinn unni sé því að setja
öll for gangsmál fyrirtækisins á blað þar
sem talin eru upp mikilvægustu verk
efnin, mikilvægustu vörurnar, birgj arnir,
viðskiptavinirnir, sam skiptin og ferlarnir.
Það sé svo verkefni stjórnenda að
miðla þessum upp lýs ingum reglulega
til starfs manna og hvetja til markvissra
aðgerða. Þann ig er best að tryggja
að allir starfsmenn rói í sömu átt, með
sömu markmiðin, gildin og áherslurnar.
„Í einkalífinu skipta hins vegar afköst
og framleiðni engu máli. Þar skiptir
máli að gefa sér mikinn og góð an tíma
í samskipti við makann, fjölskylduna,
vin ina og áhug a málin. Því meiri tími, því
meiri lífsgæði og hamingja. Meiri tími í
einka lífinu næst meðal annars með því
að sýna afköst og framleiðni í vinnunni
og forgangsraða eins og þegar hefur
komið fram svo meiri tími verði til aflögu
fyrir einkalífið.
Ég mæli með því að fólk nálgist þessa
tvo heima með tveimur algjörlega að
skildum aðferðum og hugar fari.“
Hætta-að-gera
-listinn
Ingrid Kuhlman, framkvæmda stjóri Þekkingarmiðlunar:300 tíma vinna bíður okkar!
Thomas Möller, framkvæmdastjóri Rýmis:
Hefur tekið
mikinn kipp
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala:
Ingrid Kuhlman segist á námskeiðum undanfarið hafa ráðlagt stjórnendum að gera svokallaðan hættaaðgeralista eða nottodo list til að verða skil virkari
og hefur hún í huga aukið álag á vinnustöðum.
„Þeim mun meiri árangri sem fólk nær í starfi sínu
þeim mun fleiri verkefni laðar það til sín; það er eins
og fólk breytist í verkefnasegul. Málið er hins vegar
að við erum takmörkuð auðlind og það skiptir ekki
máli hversu góður maður er; maður hefur takmarkaða
orku og tíma. Ein leið fyrir afkastamikla stjórnendur
til að vaxa í starfi án þess að brenna út er að ákveða
hvað þeir ætla ekki að gera. Það er gott að fara yfir
verk efni liðins mánaðar og komandi vikna og skrifa
niður allt sem gæti farið á þennan lista. Dæmi um atriði
er að hætta að hringja til baka í þau símanúmer sem
viðkomandi missir af og nota frekar talhólf. Annað gæti
verið að samþykkja ekki fundi sem eru ekki með skýra
dagskrá eða ákveðna tímasetningu. Einnig er hægt
að hætta að fylgjast með tölvupósti um leið og hann
kemur og skoða heldur tölvupóst á fyrirfram ákveðnum
tíma dagsins.“
Ingrid nefnir líka 80/20regluna þar sem sum verk
efni taka hugsanlega 20% af tímanum en skila við
komandi 80% af árangri en svo ver fólk kannski 80%
af tíma sín um í eitthvað sem skiptir miklu minna máli
og skilar að eins 20% árangri.
Valdimar Sigurðsson segir að sér finnist vanta að
íslensk fyrirtæki séu með
myndbönd á heima
síðum sínum; þar megi
t.d. sýna hvernig á að
nota ákveðna vöru eða
hvernig ákveðin vara ten
gist öðrum vörum. Þetta
getur skapað krosssölu
eða aukið virði vörunnar
fyrir neytendur. „Menn
halda að þeir þurfi að
vera með sérstaka vöru
hvað þetta varðar en til er
frægt dæmi um blandara
(„Will it blend?“) þar sem
hefur orðið mörg hundruð
prósent söluaukning eftir
að fyrirtækið fór að setja
myndbönd á Youtube og
á heimasíðu fyrirtækisins.
Þarna er spurningin um
að gera vöruna (blanda
rann) áhugaverða með
því að blanda allt frá
hauskúpum og Nikeskó
fatnaði til iPhone og það á
mjög kerfisbundinn hátt.
Nike borgar fyrir að láta
blanda skóna og iPhone
var blandaður þegar hann
kom á markaðinn til að
hjálpa við leitarvélabest
un og ná frekari athygli
með því að vera hluti af
nýjustu dægurmenningu.“
Valdimar segir að hægt
sé að mæla árangurinn af
myndböndum í markaðs
setningu á mismunandi
vegu. „Þegar fólk skoðar
t.d. Youtubemyndbönd
má sjá á hvaða síðum
það hafði verið áður eða
hvort það var að leita að
sérstökum lykilhugtökum
á google. Út frá skráðum
Youtubenotendum er
hægt að sjá breytur eins
og aldur og kyn þeirra
sem horfa á myndbönd
in, sem og hvenær þeir
spóla eða hætta að
horfa. Með þessu er til
dæmis mögulegt að fá
hugmyndir um hvað það
er í myndbandinu sem
fólk sækist eftir. Þetta
gefur forsvarsmönnum
fyrirtækja tækifæri til að
læra og ná meiri tengslum
við neytendur.“
Ingibjörg Þórðardótt ir segir að fasteignamarkaðurinn hafi á þessu
ári tekið mikinn kipp.
Meðalfjöldi kaup samninga
í ár er 87 á viku en í fyrra
voru þeir 56; markaðurinn
sýnir aug ljós batamerki.
„Lánsmöguleikum hefur
fjölgað þar sem bankarnir
eru komnir á markaðinn
með óverðtryggð lán og
það hefur haft þau áhrif
að þeir sem eru að kaupa
íbúðir og fjár magna
kaup in að miklu eða
mestu leyti með lánum
frá bönkunum hafa tekið
óverð tryggð lán. Fólk er
hrætt við verðtrygginguna
og hefur séð hvernig hún
hefur leikið landsmenn á
síð ustu 30 árum. Enn og
aftur er því ástæða til að
minna á að óverðtryggð
lán er það sem neytend
ur búa við í Evrópu,
Banda ríkjunum og víðar á
hús næðismarkaði en þar
er bókstaflega bannað að
verð tryggja neytendalán.
Þessu þurfum við að
breyta á Íslandi þannig
að fjölskyldur geti gert
áætl anir fram í tímann.
Auðvitað endurskoða
bank arnir vaxtaákvæði
lán anna á nokkurra ára
fresti en vextir verða til
sam ræmis við það sem
tíðk ast hjá Seðlabankan
um og það er auðvitað
við mið á hverjum tíma.“
STJÓRNUN
HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN
MARKAÐSHERFERÐIN
FASTEIGNAMARKAÐURINN