Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 69
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 69 veitingastaðurinn lava er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa lónið. einn veggur staðarins er náttúrulegur steinveggur en hinir eru háir glerveggir með útsýni yfir lónið. veitingastaðnum fylgja fjölmargir möguleikar. Upplifun í einstöku umhverfi bLáa Lónið Magn ús Héðinsson, rekstrarstjóri veitinga­sviðs Bláa lónsins hf., segir Lava, veitingasal Bláa Lónsins hafa fengið sterk og góð viðbrögð hjá þeim sem þar hafa haldið árshátíðir og annan mannfagnað: „Náttúrulegt um hverfið, sem er einstakt á heims vísu, skapar sérstæða um gjörð um hvern viðburð, sem eykur á upplifun gesta. Eitt af megin markmiðum fyrirtækja sem halda viðburði hjá okkur er einmitt að upplifunin verði sterk og jákvæð.“ Klæðskerasaumaðar uppákomur Glæsilegur veislusalur Lava býð ur upp á frábæra möguleika til að skapa réttu stemninguna fyrir veisluna, segir Magnús. „Sal urinn er öllum tækjum búinn og býður upp á fjöl ­ breyt i lega lýsingu. Einn ig má skipta honum niður í tvo eða þrjá hluta, allt eftir gesta fjölda. Þykkar gardínur, rauður dregill og tveir stórir skjávarpar eru í salnum, sem býður upp á ýmsa möguleika með myndir og mynd bönd. Fyrir þá sem vilja sameina heilsulind og viðburð býður lónið sjálft upp á mikla möguleika. Við klæðskerasaum­ um uppákomur fyrir hópa sem þess óska; lifandi tónlist, plötusnúður og sirkusatriði eru meðal þess sem hefur farið fram hérna að undanförnu,“ segir Magnús kankvís. Á annarri hæð, með útsýni yfir salinn, er LAVA bar þar sem gestir geta slakað á ýmist fyrir eða eftir mat. Einnig er LAVA bar tilvalinn fyrir minni hópa sem vilja lyfta sér upp og vera út af fyrir sig. Á þaki LAVA er útsýnispallur þar sem gestir geta virt fyrir sér Bláa lónið og umhverfi þess. Sigurrétturinn Matreiðslumeistarar Bláa lóns­ ins, undir stjórn Viktors Arnar Andréssonar, hafa þróað spenn ­ andi matseðla sem henta minni og stærri hópum. Viktor, sem er meðlimur í landsliði íslenskra matreiðslumeistara, segir að megináhersla matreiðslumeist­ ara Bláa lónsins sé lögð á rétti er byggjast á fersku íslensku hráefni. „Við erum í algjörri sérstöðu hér suður með sjó hvað varðar ferskt sjávarfang, sem við fáum daglega í Grinda­ vík,“ segir Viktor. Mikill metn­ aður ríkir meðal starfsfólks og nýlega vann Þórður Matthías Þórðarson, matreiðslumaður á LAVA, eftirréttakeppni Garra ehf. á sýningunni Stóreldhús 2011. Sigurrétturinn er súkku­ laði­ganache með myntuhlaupi, kakósírópi og mojito­sorbet og verður á matseðlinum í upphafi nýs árs. Fundir og ráðstefnur „Funda­ og ráðstefnusalir okkar henta vel fyrir fyrirtæki sem vilja taka starfsmenn út úr hinu daglega umhverfi sínu,“ segir Magnús. Bláa lónið býður upp á glæsilega fundarsali í Bláa lóninu og í Eldborg, skammt frá lóninu (5 mín. akstur). „Óhætt er að segja að kraft­ mikið umhverfið skili sér inn í fundar­ og ráðstefnusali Bláa lónins og veiti fundargestum þann innblástur og orku sem þarf til þess að fundurinn verði árangursríkur,“ segir Magnús að lokum. Sirkus Íslands setur hér skemmtileg- an svip á viðburð í Bláa lóninu. „Náttúrulegt um ­ hverfið, sem er ein stakt á heims ­ vísu, skap ar sérstæða um gjörð um hvern við burð, sem eykur á upp lifun gesta.“ Veitingasalurinn Lava veitir veisl um og viðburðum ævintýralega um gjörð. Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony hjá Nýherja, í nýrri glæsilegri Sony Center-verslun í Nýherja, Borgartúni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.