Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 69

Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 69
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 69 veitingastaðurinn lava er byggður inn í hraunið sem umlykur Bláa lónið. einn veggur staðarins er náttúrulegur steinveggur en hinir eru háir glerveggir með útsýni yfir lónið. veitingastaðnum fylgja fjölmargir möguleikar. Upplifun í einstöku umhverfi bLáa Lónið Magn ús Héðinsson, rekstrarstjóri veitinga­sviðs Bláa lónsins hf., segir Lava, veitingasal Bláa Lónsins hafa fengið sterk og góð viðbrögð hjá þeim sem þar hafa haldið árshátíðir og annan mannfagnað: „Náttúrulegt um hverfið, sem er einstakt á heims vísu, skapar sérstæða um gjörð um hvern viðburð, sem eykur á upplifun gesta. Eitt af megin markmiðum fyrirtækja sem halda viðburði hjá okkur er einmitt að upplifunin verði sterk og jákvæð.“ Klæðskerasaumaðar uppákomur Glæsilegur veislusalur Lava býð ur upp á frábæra möguleika til að skapa réttu stemninguna fyrir veisluna, segir Magnús. „Sal urinn er öllum tækjum búinn og býður upp á fjöl ­ breyt i lega lýsingu. Einn ig má skipta honum niður í tvo eða þrjá hluta, allt eftir gesta fjölda. Þykkar gardínur, rauður dregill og tveir stórir skjávarpar eru í salnum, sem býður upp á ýmsa möguleika með myndir og mynd bönd. Fyrir þá sem vilja sameina heilsulind og viðburð býður lónið sjálft upp á mikla möguleika. Við klæðskerasaum­ um uppákomur fyrir hópa sem þess óska; lifandi tónlist, plötusnúður og sirkusatriði eru meðal þess sem hefur farið fram hérna að undanförnu,“ segir Magnús kankvís. Á annarri hæð, með útsýni yfir salinn, er LAVA bar þar sem gestir geta slakað á ýmist fyrir eða eftir mat. Einnig er LAVA bar tilvalinn fyrir minni hópa sem vilja lyfta sér upp og vera út af fyrir sig. Á þaki LAVA er útsýnispallur þar sem gestir geta virt fyrir sér Bláa lónið og umhverfi þess. Sigurrétturinn Matreiðslumeistarar Bláa lóns­ ins, undir stjórn Viktors Arnar Andréssonar, hafa þróað spenn ­ andi matseðla sem henta minni og stærri hópum. Viktor, sem er meðlimur í landsliði íslenskra matreiðslumeistara, segir að megináhersla matreiðslumeist­ ara Bláa lónsins sé lögð á rétti er byggjast á fersku íslensku hráefni. „Við erum í algjörri sérstöðu hér suður með sjó hvað varðar ferskt sjávarfang, sem við fáum daglega í Grinda­ vík,“ segir Viktor. Mikill metn­ aður ríkir meðal starfsfólks og nýlega vann Þórður Matthías Þórðarson, matreiðslumaður á LAVA, eftirréttakeppni Garra ehf. á sýningunni Stóreldhús 2011. Sigurrétturinn er súkku­ laði­ganache með myntuhlaupi, kakósírópi og mojito­sorbet og verður á matseðlinum í upphafi nýs árs. Fundir og ráðstefnur „Funda­ og ráðstefnusalir okkar henta vel fyrir fyrirtæki sem vilja taka starfsmenn út úr hinu daglega umhverfi sínu,“ segir Magnús. Bláa lónið býður upp á glæsilega fundarsali í Bláa lóninu og í Eldborg, skammt frá lóninu (5 mín. akstur). „Óhætt er að segja að kraft­ mikið umhverfið skili sér inn í fundar­ og ráðstefnusali Bláa lónins og veiti fundargestum þann innblástur og orku sem þarf til þess að fundurinn verði árangursríkur,“ segir Magnús að lokum. Sirkus Íslands setur hér skemmtileg- an svip á viðburð í Bláa lóninu. „Náttúrulegt um ­ hverfið, sem er ein stakt á heims ­ vísu, skap ar sérstæða um gjörð um hvern við burð, sem eykur á upp lifun gesta.“ Veitingasalurinn Lava veitir veisl um og viðburðum ævintýralega um gjörð. Eyjólfur Jóhannsson, vörustjóri Sony hjá Nýherja, í nýrri glæsilegri Sony Center-verslun í Nýherja, Borgartúni.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.