Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011
Í Stuttu máli
eirÍkur
guðnaSOn
JarðSunginn
Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðla banka stjóri, var jarðsung inn frá Hall grímskirkju
9. nóvem ber að við stöddu miklu
fjöl menni. Eiríkur varð við skiptafræð
ingur árið 1970 og starfaði allan sinn
starfs feril í Seðlabanka Íslands, í sam
tals um 40 ár. Eiríkur var skipaður
seðla bankastjóri vorið 1994. Hann var
m.a. for maður stjórnar Verðbréfaþings
Íslands 19861999 og eftir hann liggur
fjöldi ritgerða um peningamál og fjár
málakerfi.
nú er Hún
SnOrra búð
Stekkur
Eftir áratuga starfsemi Íslendinga vestanhafs
hefur Icelandic Group selt starfsemi sína í
Bandaríkjunum sem og tengda innkaupa
og framleiðslustarfsemi í Asíu. Kaupandi er
kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner
Foods. Söluverðið er 230 Bandaríkjadalir
sem jafngildir um 27 milljörðum króna.
Þetta er söguleg sala því einn af forverum
Ice landic Group, Sölumiðstöð hraðfrystihús
anna, setti upp verksmiðju í Bandaríkjunum
um miðja síðustu öld en Bandaríkin hafa
lengi verið einn helsti markaður Íslendinga
fyrir frystar afurðir. Icelandic Group mun
áfram eiga vörumerkið Icelandic Seafood
en kaupandi hefur rétt til notkunar á því í
Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næstu
sjö árin. Þá hefur High Liner gert langtíma
dreifingarsamning við Icelandic Group um
kaup og dreifingu á íslenskum sjávarafurðum
á þessum mörkuðum til þess að tryggja að
markaðsaðgangur íslenskra framleiðenda
verði sá sami og verið hefur.
Með þessari sölu og sölu eigna í Þýska
landi og Frakklandi hefur Icelandic Group selt
eignir fyrir samtals um 41 milljarð króna, þar
af hefur um 21 milljarður verið greiddur með
yfirtöku skulda sem hvíldu á starfseminni.
peningar, græðgi Og guð
Skafti Harðarson, einn af áhuga mönn um um frjáls hyggju og kapítalisma á
Íslandi, hefur nú ásamt fleirum
gefið út bókina Pen ingar, græðgi
og Guð eftir Jay W. Richards.
Bókin er 308 bls. og gefin út af
Bókaútgáfunni Uglu.
Höfundur kemur með heilræði í
lokin sem hér eru endursögð:
1. Komið á og viðhaldið
lögum og reglu.
2. Beitið lögsögu ríkisstjórnar
til þess að viðhalda lögum
og reglu og takmarkið
lögsögu hennar yfir
hagkerfinu og stofnunum
þjóðfélagsins.
3. Komið á formlegu
eignarréttarkerfi.
4. Ýtið undir efnahagslegt
sjálfstæði fólks og leyfið því
að eiga frjáls viðskipti með
vörur og þjónustu.
5. Ýtið undir stöðugleika
fjölskyldna og annarra
mikilvægra frjálsra
stofnana.
6. Ýtið undir trú á þann
sannleika að alheimurinn
hafi tilgang.
7. Ýtið undir trú á réttu
menningarlegu hefðirnar.
8. Innrætið réttan skilninga á
eðli auðs og örbigðar að
auður sé skapður og frjáls
viðskipti séu öllum í hag.
9. Einbeitið ykkur að
samkeppnisstyrk ykkar
fremur en að varðveita það
sem var samkeppnisforskot
ykkar.
10. Leggið hart að ykkur.
Heimilin eiga 622
millJarða Í lauSafé
Tvær þjóðir í landinu:
Fréttin um að heimili landsins ættu samanlagt um 622 millj arða í lausafé
í bönkum kom mörgum á óvart.
Heimilin skulda hins vegar tals
vert meira og nemur sú upp hæð
um 1.507 milljörðum króna. Þar
af eru um 83% verðtryggð lán
eða um 1.250 milljarðar króna.
Nettóeignastaðan er þó ekki
svona þar sem heimilin eiga
talsvert eigið fé í húsnæði.
Hvað um það, 5% verð bólga á
ári hækkar skuldir heim il anna
sjálfkrafa um 60 milljarða á
ári og 10% verð bólga um 120
milljarða króna.
Skuldir heimila við bankana
eru um 650 milljarðar en um
850 milljarðar við aðra; eins
og Íbúðalánasjóð, Lána sjóð
námsmanna og lífeyrissjóði.
Þessi frétt segir okkur þó fyrst
og fremst eitt; það búa tvær
þjóðir í landinu; sú sem á og sú
sem skuldar.
Heimilin eiga 622
milljarða í lausafé
en skulda 1.507
milljarða.
Hvernig
datt ykkur
þetta Í Hug?
Það vakti að vonum athygli
þegar Þórarinn G. Péturs
son, aðalhagfræðingur
Seðla bankans, sagði í
pall borðsumræðum á fun di
Við skiptaráðs að vaxta
hækk un bankans nýlega
hefði fyrst og fremst verið
til að koma í veg fyrir víxl
verk anir launahækkana og
verðlags. Þórarinn spurði
svo fulltrúa atvinnurekenda
úti í sal hvernig þeim hefði
dottið í hug að semja um
svo miklar launahækkanir
í kjarasamningunum fyrr á
þessu ári.
Bókin Peningar,
græðgi og Guð.