Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 Þ að mætti eiginlega ekki vera lengra á milli þessara yfirlita, því svo ört þróast tæknin að eitt ár er næstum eins og heil eilífð. Á síðasta ári urðu ákveðin vatnaskil, því snjallsímastýri­ kerfi og spjald­ eða lestölvur röðuðu sér í fjögur efstu sætin (Android, Apple iPad, Amazon Kindle og Samsung Galaxy Tab, í þessari röð). Árið 2011 hefur verið sannkallað ár snjall­ símanna og spjaldtölvanna og því ekki hægt að segja annað en listinn á síðasta ári hafi verið í góðum takti við tíðarandann. Breyttir tímar? Að þessu sinni er áherslan á snjallsíma og spjaldtölvur ekki alveg eins greinileg, þótt vissulega séu slíkar græjur fyrir ferðarmiklar. Athyglisvert er til að mynda að sjá að Andr­ oid­snjallsímastýrikerfið, besta græjan í fyrra, er hvergi sjáan ­ legt í ár. Spennandi verður svo að sjá hvort bestu græjur þessa árs verði jafnáberandi á kom ­ andi mánuðum og raunin varð síðast. Að vanda leitum við í smiðju PC World, eins elsta og virtasta tölvu­ og tæknitímarits heims, sem hefur valið bestu græjurnar ár hvert í yfir 30 ár. Þar hafa verið þróaðir vinnuferlar við val á bestu græjunum þar sem tekið er mið af mörgum ólíkum þátt­ um – gæðum, verði, mikilvægi við framþróun tækn innar og ýmsu öðru. Á endan um kýs ritstjórnin um niðurröðun og eins og með flesta topplista felst síðan mesta skemmtunin í að rökræða niður stöðuna. Íslenskar aðstæður Við lögum listann að íslenskum aðstæðum, enda tekur PC World mið af framboði vestan­ hafs, þar sem ýmsar vörur og þjónusta fást sem ekki eru í boði hér á landi (upprunalega listann í heild sinni má finna á slóðinni bit.ly/vsm6yg). Því veljum við úr þær vörur sem fást hér innanlands eða er hægt að panta í gegnum vefverslanir án teljandi vand ­ ræða. Því miður leiðir þetta til að ákveðnir vöruflokkar verða síður fyrirferðarmiklir á okkar lista. Til dæmis voru á listan­ um nokkrir snjallsímar sem eingöngu eru fáanlegir vestan­ hafs og erfitt er að flytja hingað til lands þar sem þeir eru með áskriftarbindingu við þarlend símafyrirtæki. Verð sem við birtum hér mið­ ast við skráð verð á vefsíðum íslenskra verslana námundað að næsta þúsundi (og vefslóðin fylgir þá með). Leitast er við að birta verð hjá umboðsaðila hér á landi eða lægsta verð sem finnst við leit á netinu, en þó er ekki hægt að ábyrgjast að varan sé ekki til ódýrari. Ef ekki finnst íslensk vefverslun er verðið gróflega áætlað með gjöldum, tollum og flutnings­ kostnaði sem bætist við ef panta þarf vöruna að utan. Ekki er heldur hægt að ábyrgjast þá útreikninga, enda oft erfitt að átta sig á því hvar tæknivörur lenda hjá tollyfirvöldum. Áætlað verð þó alltaf ágætis vísbend­ ing sem gott er að nota við samanburð við aðra vöru. 1. apple Macbook air Fartölva (verð frá u.þ.b. 180.000 kr. hjá t.d. www.epli.is og www. macland.is). Þessi öfluga en þunna ofurlétta fartölva frá Apple fær titilinn græja ársins hjá Frjálsri verslun þetta árið. Ný og end­ urhönnuð útgáfa kom á markaðinn á árinu með Core i5­örgjörv­ anum og sló heldur betur í gegn. Sérfræðingar PC World segja að MacBook Air komist eins nálægt því að vera hin fullkomna léttfartölva og mögulegt er með nútímatækni. Nýja útgáfan hefur tekið stórt stökk frá fyrirrennaranum hvað vinnslugetu snertir og ekki nóg með það, heldur er hún umtalsvert ódýrari. 2. intel sandy bridge-örgjörvalínan Örgjörvar (verð frá u.þ.b. 18.000 kr., fást í öllum helstu tölvuversl­ unum). Önnur kynslóð Core i3­, i5­ og i7­örgjörvanna, sem kölluð er Sandy Bridge, hefur farið sigurför um heiminn. Það er ekki að furða, því endurhönnuð grunnbygging örgjörvanna leiðir til þess að þeir eru sparneytnari, hafa meiri reiknigetu og umtalsvert betri grafíkvinnslu en fyrsta kynslóðin. 3. samsung galaxy sii Snjallsími (verð u.þ.b. 109.000 kr. í helstu síma­ og raftækjaversl­ unum). Galaxy S II­snjallsíminn hefur hvarvetna hlotið frábæra dóma, enda er hann með einstaklega skýran og flottan skjá og gríðaröflugan tvíkjarna 1,2 GHz örgjörva. Þrátt fyrir það er Galaxy S II tiltölulega léttur og þægilegur í meðförum. 4. Microsoft kinect Jaðartæki fyrir leikjatölvu (verð u.þ.b. 35.000 kr., t.d. á www.elko. is). Þetta einstaklega vel hannaða jaðartæki fyrir Xbox 360­leikja­ tölvuna frá Microsoft gerir allan líkamann að stýripinna og færir þannig tölvu leikina inn í allt aðra vídd en við höfum átt að venjast. Með Kinect hoppa spilarar kófsveittir um alla stofu – sem er ólíkt heilsusamlegra en að sitja hreyfingarlaus fyrir framan skjáinn. MacBook Air frá Apple er græja ársins, enda snilldarlega vel heppnuð fartölva. Sandy Bridge­örgjörva­ línan frá Intel hefur vakið athygli fyrir vinnslugetu og sparneytni. Samsung Galaxy SII er besti snjallsími ársins. Microsoft Kinect Jaðartæki fyrir leikjatölvu. 1 2 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.