Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.10.2011, Blaðsíða 90
90 FRJÁLS VERSLUN 8.- 9. TBL. 2011 12 stiga ferlið – einkennin birtast löngu áður en eginleg kulnun á sér stað 1. Þörf fyrir að sanna sig – Byrjar gjarnan með miklum metn aði. Þörfin fyrir að sanna sig í starfi breyt ist svo smátt og smátt í vægðarlausa staðfestu og áráttu. Að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að starfinu sé sinnt á full kominn hátt. 2. Leggja harðar að sér – Til að standa undir eigin væntingum tekur fólk að sér fleiri verkefni, það á erfiðara með að hleypa öðrum að eða fela öðrum verk­ efni. Tilfinningin að maður sé ómissandi gerir vart við sig. 3. Vanrækja eigin þarfir – Vinnan tekur allan tíma og lítið svigrúm er til að sinna öðru. Aðr ir hlutir eins og það að sofa, nærast eða verja tíma með fjöl­ skyldu og vinum mæta afgangi. Þessar fórnir eiga að staðfesta hversu hetjulega er unnið að því að ná árangri. 4. Misskilningur – Fólk skynjar að ekki er allt eins og það á að vera en kemur ekki auga á rót vandans. Að takast á við vand ann krefst átaks og veldur ótta. Oft gera fyrstu líkamlegu einkenn in vart við sig á þessu stigi. 5. Breytt gildismat – Félagsleg tengsl minnka, ótti við ágrein­ ing og vanræksla á líkamlegum þörfum breytir gildismatinu. Forgangsröðun breytist og það sem áður var mikilvægt, eins og fjölskylda, vinir og áhugamál, er algerlega vanrækt. Sjálfsmat byggist einungis á frammistöðu í vinnunni. Tilfinningalegur sljóleiki gerir vart við sig. 6. Afneitun – Umburðarlyndi þverr og fólk upplifir samstarfs­ fólk sem heimskt, latt, krefjandi og óagað. Samskipti við aðra verða nánast óbærileg. Bölsýni, kaldhæðni og yfirgangur er áberandi. Vaxandi vandamál tengj ast tímaskorti og álagi frem ur en breytingum sem hafa orðið á þeim sjálfum. 7. Draga sig í hlé – Samskipti og félagsleg tengsl eru í lág­ marki svo jaðrar við einangrun. Stefnuleysi og vonleysi gerir vart við sig. Fólk fyllist þráhyggju varðandi vinnureglur og í engu má víkja frá bókstafnum. Hætta eykst á misnotkun áfengis og lyfja. 8. Breytingar á hegðun – Aðstandendur geta ekki lengur horft fram hjá því að breytingar hafa orðið á hegðun. Einstakling­ ar sem áður voru lífsglaðir og einbeittir hafa orðið fórnarlömb of mikils vinnuálags og eru nú óttaslegnir, feimnir og sinnulausir. Þeir upplifa sjálfa sig lítils virði. 9. Persónubreyting – Fólk missir tengingu við sjálft sig og tilfinningu fyrir eigin þörfum. Það sér hvorki sjálft sig né aðra í kringum sig sem mikilvægar persónur sem eru einhvers virði. Sjóndeildarhringurinn þrengist og aðeins núið skiptir máli. 10. Tómleikatilfinning – Til að yfirvinna sífellt vaxandi tóm ­ leika tilfinningu finnur fólk sér stöð ugt ný viðfangsefni og verk efni. Yfirdrifin kynhvöt, ofát eða ofnotkun áfengis og lyfja eru afleið ingarnar. 11. Þunglyndi – Á þessu stigi er orðið vart við þunglyndi. Fólk er uppgefið, útkeyrt af álagi og upplifir sinnuleysi, vonleysi og skortir alla trú á að framtíðin beri eitthvað í skauti sér. Þunglyndis­ einkennin eru augljós og geta verið ýmiskonar, hvort heldur er sinnuleysi eða æsingur. Lífið hefur glatað tilgangi sínum. 12. Kulnun – Sjálfsvígshugsanir gera vart við sig hjá mörgum og litið á það sem flóttaleið úr þess­ um aðstæðum, sem orðnar eru óbærilegar. Aðeins örfáir grípa þó til þeirra örþrifaráða. Fólk upp lifir fullkomna uppgjöf andlega sem líkamlega og þarfnast læknis­ aðstoðar. að grípa í bremsuna Þótt hægara sé sagt en gert þá eru aðferðir til að fyrirbyggja kulnun fremur einfaldar. Þrennt er sagt skipta þar höfuðmáli; Að hvílast, borða hollan mat og hreyfa sig reglulega. Fyrir þá sem upplifa sig hjálparvana í miðjum vítahringnum skiptir mestu máli að leita sér aðstoðar. Finna þarf leiðir sem henta við ­ komandi til að tileinka sér breytt­ ar venjur sem auðvelda hvíld og slökun. Fjölskylda og vinir geta veitt ómetanlegan stuðning. Oft er það þó ekki nægjanlegt. En með aðstoð fagfólks má vinna sig út úr vandanum á sex mán uðum, ef hugur fylgir máli. Hvernig er staðan hjá þér og þínu fólki? „Kulnun getur hent bestu starfsmennina, þá sem eru áhuga­ samir og eiga auðvelt með að axla aukna ábyrgð.“ „Tómleikatilfinning – Til að yfirvinna sífellt vaxandi tóm leika tilfinningu finnur fólk sér stöð ugt ný viðfangsefni og verk efni. Yfirdrifin kynhvöt, ofát eða ofnot kun áfengis og lyfja eru afleið ingarnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.