Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 9

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 9
z'------------------------- -Gfíti IST 30 — Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verk- íramkvæmdir................... 2 Frumvarp að steinsteypustaðli .. 2 Onnur stöðlunarstarfsemi...... 2 IðnhÖnnun — aðgerðasvið í vexti 3 Húsnæðismálin................... 4 Iðnaðarrannsóknir.............. 10 Kæling og frysting á matvælum með fljótandi lofttegundum .. 12 Nýjungar í húsbúnaði .......... 16 Umbúðasamkeppni ............... 17 Réttur maður á réttum stað .... 21 Ilagræðing í ríkisrekstri ..... 24 Stjórnun á einfaldan hátt..... 27 Aðalyfirsjónir við kostnaðar- og verðútreikninga..............31 Nytsamar nýjungar.............. 32 Kynnir sér iðnþróun í Banda- ríkjunum ................... 34 Starfsmannaskipti ............. 35 Forsíða: Umbúðir um leirmuni frá Glit hf. Hönnuður: Kristín Þorkelsdóttir. Ljósm.: Mats Wibe Lund jr. Baksíða: Að ráða rétta manninn. Endurprentun háð leyfi útgefanda. Ritstjórn: Sveinn Björnsson (ábyrgðarm.), Þórir Einarsson, Stefán Bjarnason, Iförður Jónsson. Ráðgjafi um íslenzkt mál: Bjarni Vilhjálmsson cand. mag. Útgefandi: Iðnaðarmálastofnun Islands, Skipholti 37, Reykjavík. Sími 81533 (31ínur). Áskriftarverð kr. 300,00 árg. PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF IÐNAÐARMAL 16. ÁRG. 1969 . 1.—2. HEFTI Iðnhönnun - aðgerðasvið í vexti Þau tækifæri, sem síðasta gengislækkun skapaði heimamarkaðs- iðnaðinum til að leita fyrir sér um útflutning, hafa leitt í ljós, hve iðnhönnun er stór þáttur í vörusköpun og niikils ráðandi um sölu- hæfi vöru. Með hönnun eða iðnhönnun er átt við þann þátt í sköpun vöru, sem lýtur að innri og ytri gerð hennar og endanlegu útliti. Leitast er við að gefa vöru þá lögun, sem hentar tilgangi hennar og tekur tillit til fagurfræðilegs gildis, neyzlugildis og hagkvænmi í fram- leiðslu. Vissulega kemst enginn framleiðandi hjá því að fjalla um og taka afstöðu til útlits og lögunar vörutegunda sinna. Sá er hæng- urinn á, að það hefur ekki verið gert á virkan hátt heldur oftast sem aðlögun að því, sem fyrir er á innlendum eða erlendum markaði. Ástæður til þessa eru eðlilegar. Sú innilokun, sem íslenzkur iðn- aður hefur lengst af búið við í skjóli hafta og tolla, hefur ekki falið í sér neina örvun til að hagnýta iðnhönnun sem virkt aðgerðasvið. Á undanförnum mánuðum hefur mátt greina lofsverð merki um vaxandi áhuga á eflingu iðnliönnunar. Ber fyrst að nefna umbúða- samkeppni Félags íslenzkra iðnrekenda, en hún var einn liðurinn í Iðnkynningunni 1968. Er hennar getið á öðrum stað hér í IÐNAÐ- ARMÁLUM. Þá var í vor á ferð brezkur hönnunarsérfræðingur, og flutti hann fyrirlestra um málefnið hjá ýmsum samtökum. Einnig hefur Iðnþróunarráð skipað undirnefnd til að gera tillögur um efl- ingu iðnhönnunar, og sitja í henni ungir áhugamenn um iðnhönnun. Slík efling þarf að beinast að þremur sviðum. Gefa þarf áhuga- sömum stjórnendum fyrirtækja, sérstaklega þeim, sem hyggja á út- flutning, kost á að afla sér ráðgjafaaðstoðar á þessu sviði. Efna þarf til sýninga og verðlaunasamkeppni í viðeigandi húsrými. Tryggja þarf fræðslu á þessu sviði fyrir framleiðendur, neytendur og verð- andi hönnuði. Betri iðnhönnun hjá íslenzkum iðnaði hefur ekki einungis þau áhrif að auka söluhæfi vöru á skömmum tíma. Sem liður í vöru- sköpun kallar iðnhönnun smám saman á auknar rannsóknir og hagræðingu í framleiðslu og styrkir því varanlegan samkeppnis- grundvöll iðnfyrirtækja, þegar yfir lengri tíma er litið. Þ. E. IÐNAÐARMÁL 3

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.