Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 30

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 30
Leij H. Skare hefur starfað að hagræðingarmálum um langt árabil og er nú yfirmaður Hagræð- ingarstofnunar norska ríkisins. Hann er að góðu kunnur þeim aðilum, sem sinna hagræðingar- málum í opinberum rekstri hérlendis, því að haustið 1966 flutti hann erindi á ráðstefnu fyrir stjórnendur í ríkisrekstri. Þá hafa tveir ríkisstarfsmenn lokið 9 mánaða fræðslu- og þjálfunar- námskeiði í skrifstofuhagræðingu, og sá þriðji er nú við nám. Leif H. Skare er einnig ritstjóri og meðhöfundur vinsællar handbókar um skrifstofuhagræðingu, Kontorboken. Hagræöing i ríkisrekstri EftíP LEIF H. SKARE Inngangur Opinber stjórnsýsla hefur stöðugt stærra hlutverki að gegna í þjóðfé- lagi voru. Verksvið hennar víkkar út, og fjöldi opinberra starfsmanna vex. Jafnvel þótt einstakar rikisstofnanir, s. s. járnbrautir og tollgæzla, hafi dregið mjög úr vinnuaflsnotkun sinni, hefur hún aukizt mjög mikið á mörgum öðrum sviðum, t. d. í mennt- unar- og félagsmálum. Abyrgðin í hagkvæmum rekstri í stj órnsýslu á fyrst og fremst að liggj a hjá stjórnendum hinna einstöku stofnana. Þeir verða að sjá um, að það sé samræmi milli markmiðs stofnunarinnar og þeirrar þjónustu, sem hún veitir; að viðkomandi starf- semi sé rekin með sem minnstum út- gjöldum og með hagkvæmustu stjórn- sýslutækjum, og að stofnunin aðlag- ist þróuninni og taki í notkun nýjar stjórnsýsluaðferðir og hjálpartæki. Stjórnendurnir verða að sjá um, að framlag til hagræðingarstarfsemi sé í samræmi við þörfina fyrir hana og að faglærður og sérlærður vinnu- kraftur sé látinn starfa að hagræð- ingarverkefnum í fullu starfi. Þegar reynt er að samræma tilf allandi stj órnsýsluvinnu með hagræðingar- athugunum, sýnir reynslan, að það eru þær síðarnefndu, sem sitja á hak- anum. I opinberri stjórnsýslu eru nú starfandi í Noregi í tengslum við hagræðingarstofnun ríkisins ca. 150 manns, sem hafa fullt starf í hagræð- ingarvinnu. Flestir þeirra starfa hjá nokkrum stærstu málaflokkum ríkis- ins. Að meðaltali eru þannig hjá 24 stofnunum ríkisins minna en 1 hag- ræðingarmaður á hverja þúsund starfsmenn. Til viðbótar koma svo nokkur not af ráðunautum frá hag- ræðingarfyrirtækj um. Hagræðingarstofnun ríkisins er ráðgefandi aðili, sem í tengslum við Hagræðingarráð ríkisins vinnur að: a) Skipulagningu á hagræðingar- starfsemi ríkisins. b) Sameiginlegum verkefnum fyrir stjórnsýsluna í heild. c) Verkefnum fyrir einstakar stofn- anir. d) Þjálfun og fræðslu hagræðingar- starfsfólks. e) Ymsum ráðstöfunum til þess að örva hagræðingarstarfsemina. Þróun síðustu ára hefur greinilega sýnt, að samræming á hagræðingar- starfsemi ríkisins út frá heildarsýn er mjög mikilvæg. Ekki sízt skiptir það máli á sviðum eins og meðhöndlun gagna og úrvinnslu gagna með raf- reikni. Að'stæSur á öSrum NorSurlöndum Fróðlegt getur verið að bera sam- an norsku hagræðingarstofnunina, sem stofnuð var 1948, við miðstýrð- ar hagræðingarstofnanir ríkisins á öðrum Norðurlöndum. I Finnlandi var árið 1953 stofn- uð skipulagsd'eild í fjármálaráðu- neytinu og er hinn miðstýrði hag- ræðingaraðili ríkisins þar í landi því 25 ára. Starfsfólk er nú um 20 manns. Auk þess er starfandi skýrslu- vélamiðstöð ríkisins, sem er sjálf- stæð stofnun, og vinnur hún að hag- ræðingu innan gagnaúrvinnslu hjá ríkinu. Þá eru í einstökum ríkisstofn- unum í Finnlandi alls um 200 manns í fullum störfum við hagræðingar- vinnu. í Svíþjóð var Skipulagsnefnd ríkis- ins stofnuð árið 1944. Endurskipu- lagning átti sér stað 1961, og er hinn miðstýrði hagræðingaraðili svoköll- uð Ríkisskrifstofa (statskontoret). Skrifstofan ræður yfir 200 mannár- um (ársverkum), og er þá ekki tal- inn með sérstakur aðili, sem vinnur að hagræðingarmálum innan hersins. Útgjöldin árið 1968 voru áætluð 26 millj. s. kr. (Til samanburðar eru útgj öld hagræðingarstofnunarinnar norsku áætluð 1968 ca. 4 millj.). I Danmörku var „Stjórnsýslu- nefndin“ og skrifstofa hennar stofn- uð 1947. Árið 1965 var nefndinni breytt í svokallað Stjórnsýsluráð, sem hefur 12 meðlimi. Það er skrif- stofa þessa ráðs, sem samsvarar öðr- um hagræðingarstofnunum á hinum Norðurlöndunum, og er starfslið um 20 manns. í opinberri stjórnsýslu á íslandi er einnig skipulögð hagræðingar- starfsemi í tengslum við fjármála- ráðuneytið. Milli einstakra ríkisaðila, sem vinna að hagræðingarmálum áNorð- urlöndum, hefur lengi verið skipu- lögð samvinna, sem m. a. er fólgin í, að norrænar ráðstefnur eru haldnar annað hvert ár. Ein slík ráðstefna var haldin í Kaupmannahöfn í lok maí 1968. Þau fjögur efni, sem ráðstefn- an fjallaði um, voru valin úr eftir norrænni forgangsröð, og þau sýna þess vegna þau svið, sem telja má, að IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.