Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 21

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 21
en frysting með eldri aðferðum, er það þó ekki alltaf reyndin, t. d. næst litlu betri árangur við frystingu á stykkjum, sem eru þykkri en 4 cm. Olíklegt er, að frysting með fljót- andi köfnunarefni eigi eftir að út- rýma eldri aðferðum, en líklegt er, að hún verði notuð í auknum mæli til frystingar á matvælum, sem erfitt er að frysta með eldri aðferðum, svo sem jarðarberjum og sveppum. Einn- ig er líklegt, að hún verði notuð við frystingu á rækjum og skelfiski og til- búnum réttum. Kæling með fljótandi lofti eða köfnunarefni er afar handhæg, og hefur notkun aðferðarinnar aukizt mjög ört. Frumvarp að . . . Framh. af 2. bls. Byggingartækniráð IMSI hvetur alla þá, sem fá þetta frumvarp að ÍST 10 til umsagnar, að kanna það rækilega og koma rökstuddum tillög- um um endurbætur á framfæri, áður en frestur rennur út. Þá skal þess getið, að steypustöðlunarnefnd er það ekki síður gagnlegt að heyra álit þeirra, sem samþykkir eru frumvarp- inu óbreyttu. Frestur til að skila gagnrýni er til 15. júní 1969. Umsögn um frum- varpið skal senda Iðnaðarmálastofn- un Islands, Skipholti 37, Reykjavík, en þar eru einnig afhent eintök af frumvarpinu þeim, sem þess óska. H. J. Önnur stöðlunarstarfsemi Framh. af 2. bls. Aðrir nefndarmenn eru Hilmar Ól- afsson, arkitekt, og Sigurgeir Guð- mundsson, skólastjóri. Mátkerfisnefnd. Nefndin hefur unn- ið að gerð bæklings um alþjóðlegt stærðamát, sem í vaxandi mæli er notað í hyggingariðnaðinum, svo- nefnt Mátkerfi ABC. Þá vinnur nefndin að gerð staðla um mátkerfið, hönnunarmát og salarhæð. Formaður nefndarinnar er Þór Benediktsson, verkfræðingur. Glugganefnd. Nefndin vinnur að Árið 1966 voru hátt á 4. þúsund kælieiningar í notkun, sem notuðu fljótandi loft eða köfnunarefni, flest- ar í Bandaríkjunum, en um 600 í Evrópu. Heimildir: Handbok i Kemisk Teknologi, Natur og Kultur, Stockholm 1947. Scientific American, April 1965. Nordisk Mejeritidskrift nr. 6, 8, 11 og 12, 1963. Kulde nr. 3, 1966. Upplýsingar frá: Slagteriernes Forsögslab., Roskilde, Danmark; British Oxygen Co., Middlesex, Brit.; Phillips Gloelampen- fabrieken, Einhoven, Holland. gerð staðla um gæðakröfur glugga- efnis, glerjun glugga, gluggaprófíla og gluggastærðir. Formaður nefndar- innar er Sveinn K. Sveinsson, verk- fræðingur. Merkingar raflagnateikninga. Skip- an nefndar er í undirbúningi. H. J. Umbúöasamkeppni Framh. af 20. bls. Hagkvœmni í flutningi: Hér skal meta, hve þægilegar umbúðirnar eru í flutningi frá birgðageymslu til flutningatækis og hvernig þær nýta mismunandi flutningtæki. Endurnotkun: Athuga skal, hvort hægt er að nota umbúðirnar oftar en einu sinni, og ef svo er, hversu oft og vel þær falla til slíkra nota. JJpplýsingar: Hér skal gæta að því, hvort þeirra upplýsinga, sem koma við flytjanda eða þeim, sem geyma vöruna, sé getið nægilega skýrt á um- búðunum (t. d. brothætt, eldfimt o. s. frv.). í umsögn dómnefndar kemur eftir- farandi meðal annars fram: „I mörg- um tilfellum var hönnun mjög áfátt. Þeir möguleikar, sem efni umbúð- anna og tæknileg geta umbúðafram- leiðanda bjóða upp á, ekki nýttir. Skreyting, þ. e. stafagerð, litaval og hlutföll háð tilviljun eða að öðru leyti ekki vel leyst. Ekki verður alltaf séð, að innihald og val umbúðateg- unda eða gerð miða (etikett) standi í rökréttu samhengi. Það virðist nokkuð áberandi, að nauðsynlegum og sjálfsögðum upp- lýsingum um innihald, efnasamsetn- ingu, magn og notkun er áfátt. Þessi vöntun upplýsinga er einkum áber- andi, þar sem sama vörutegund er pökkuð í sambærilegar umbúðir fyr- ir erlendan markað með tæmandi upplýsingum, en fyrir heimamarkað eru þær annaðhvort ekki fyrir hendi eða ófullnægjandi. Tilhneiging til notkunar erlendra texta og vöruheita virðist nokkuð áberandi. Dómnefndin hefur að vísu ekki látið slíkt hafa áhrif á niðurstöður sínar, en vill vekja athygli á vissum mótsögnum, sem í þessu felast, þegar um íslenzk- an iðnað er að ræða, á heimamark- aði. I nokkrum tilvikum, þar sem öll skilyrði voru fyrir hendi að gera góðar umbúðir, var prenttækni á- bótavant eða að frágangur bar ekki vott um nægilega natni. í öðrum þáttum virtust gæði um- búðanna jafnari, t. d. varðandi birgðahald, hagkvæmni og vernd“. Umbúðasamkeppni þessi er eftir því, sem næst verður komizt, fyrsta samkeppnin á íslandi, sem efnt er til með það fyrir augum að leggja á- herzlu á nauðsyn hönnunar fyrir iðnaðinn. Hún er hvatning þeim, sem að hönnun vinna, og sennilega ekki síður framleiðendum, sem hafa lagt alúð við umbúðir vöru sinnar. Iðnaðarrannsóknir Framh. aí 11. bls. tryggja og sameina mestu vörugæði og lægstan framleiðslukostnað. Með aukinni samkeppni við erlend- an iðnað verða rannsóknir ízlenzk- um iðnaði óhjákvæmilegar. Rannsóknastofnun iðnaðarins stefnir að því, að í landinu verði ransóknaraðstaða, sem veilir íslenzk- um iðnfyrirtækjum sömu þjónustu og hinir erlendu keppinautar telja sig ekki geta án verið. IÐNAÐARMÁL 15

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.