Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 15

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 15
Sé það mikilvægt frá þjóðfélags- sjónarmiði að ná húsnæðiskostnaði örugglega niöur í visst hlutfall miðað við tekjur, t. d. 15%, þá er rökrétt að haga lánakjörum þessa fjármagns til þess að ná settu marki. Einfalt dæmi nægir til þess að sýna þann ár- angur, sem þannig getur náðst. 500.000 kr. lán Byggingarsjóös ríkis- ins (25 ára lánstími með jöfnum greiðslum) nemur nú 33.500,00 kr. 500.000 þús. kr. lán til 50 ára, vaxta- laust en vísitölubundið, mundi nema 10.000 kr. eða tæplega þriðjungi árs- greiðslu byggingarsjóðslánsins. Með því að nota tvenns konar lán til hverrar íbúðar, þar sem tillit er tekið til greiöslugetu einstaklinganna, A-lánið vaxtalaust, B-lánið með vöxtum, er hægt að ná ótrúlegri að- lögunarhæfni eða árangri. Byggingarsjóður ríkisins og Bygg- ingarsjóður verkamanna hafa nú til ráðstöfunar árlega eigið fé á þriðja hundruð millj. kr. Það gæti verið hagkvæmt að auka það um 100 til 200 millj. kr. á ári. Einnig væri hægt að haga lánveitingum lífeyrissjóð- anna með tilliti til þessa umrædda markmiös. Þetta fé er óumdeilanlega eign viðkomandi stétta. Það mundi vera hagur félagsmanna, að þessu fjármagni sé beitt til æskilegrar lausnar húsnæðisvandamálsins. Byggingaratvinna Iðngreinarnar eru lokaðar. At- vinnulaus ófaglærður maður getur ekki stundaö hárskurð, heldur ekki múrvinnu eða trésmíöar, svo að nokk ur dæmi séu nefnd. Iðnlærðir menn eiga þess heldur ekki kost að fara á milli iðngreina í atvinnuleit og hafa yfirleitt takmarkaðan aðgang að vinnu utan sinnar sérgreinar. Byggingaratvinna er í heild mesta iðngrein landsmanna, ef frá er talinn fiskiðnaður. Miklar sveiflur þessarar iðngreinar eru ekki aöeins hlutaðeig- andi iðnaðarmönnum andstæðar, heldur einnig þjóðarheildinni. At- vinnulífiö er keðjuverkandi. Það þýðir, að ef atvinna rýrnar á einu sviði, snertir það einnig aðrar at- vinnugreinar. Árið 1967 var hafin bygging 2052 íbúða. Næsta ár er að- eins hafin bygging rúml. 1000 íbúða. Sveiflur milli þessara tveggja ára gætu numið atvinnusveiflu, er næmi á annan milljarð króna. Að sjálf- sögðu fylgir svo rýrnun opinberra gjalda um 400—600 millj. króna. Því miður eru undirstööuatvinnu- greinar, fiskveiðar, landbúnaður, háðar miklum sveiflum. Það gildir bæði um framleiöslumagn og mark- aðsverö. Því meiri nauðsyn ber til, að atvinna bundin við innlendan markað — innlendar þarfir — svo sem bygging íbúðarhúsa, sé árviss. En aðeins með árvissum framkvœmd- um á þessu sviði nœst fullkomin hag- rœðing framkvœmda. LokaorS HúsnæÖiskostnaðurinn er einn hinna veikustu þátta í þjóðlífi ís- lendinga nú. Ástæðan er sú, að sam- fara öflun húsnæÖisins er þjóðinni sökkt í óbærilegt skuldafen. Gott framleiðslufyrirtæki þolir skuldasöfnun að vissu marki. En húsnæði manna — þessi brýna lífs- þörf -— þolir það alls ekki. ETrlausn þessa vandamáls er skipu- lagsleg frekar en tæknileg. Það skort- ir heldur ekki fjármagn. Húsnæðis- kostnaður þjóðarinnar í heild er ár- lega mörg hundruð milljón krónum meiri en þyrfti að vera. Það þarf að stjórna þessum mál- um markvisst með þjóðarhag að leiðarljósi. Og það þarf að þora að stjórna. Töflur VI og VII eru um ýmislegt varðandi húsnæðismál á íslandi og í Noregi. TAFLA VI Ymsar upplýsingar úr húsnœðisskýrslu Hagstofu lslands jyrir árið 1960. A Kjallaraíbúðir Risíbúðir Bráöabirgðaíbúðir Samtals ca. 3560 ca. 2770 ca. 396 ca. 6726 B Mannfjöldi Heimili íbúðir Heimili án íbúÖar 177292 44428 39613 4815 Eignaríbúðir Leiguíbúðir Samtals C 71,3% 28,7 % 28500 11113 39613 D Ibúðir teknar úr 1960—1966 ... notkun: 1776 Heimild: 1967 áætlaö .. . 281 Fjármálatíðindi ’67, 2. hefti. Samtals 2057 Grein Péturs Eiríkssonar. TAFLA VII Nokkur alriði úr lánakerfi norska Húsbankans Meðaltals lánsupphœð út á 1 íbúð. Árið 1967: 1. veðréttarlán, 2. veðréttarlán, Eigið framlag, Samtals 44900 kr. 10000 kr. 25300 80200 % aj húsv. 56 12,5 31,5 100 Húsverð meðalárslaun 80200 : 22400 = 3.58 Arsgreiðslur fyrstu 5 árin: 1. veðréttur 2. veöréttur Samtals 44900 x 4,5% 10000 x 9,63% 2020 963 — 2983 kr. Arsgreiðslur : meðlallaunum 2983 : 22400 — 13,3% Heimild: Skýrsla Húsbankans árið 1967. IÐNAÐARMÁL 9

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.