Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 26

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 26
til grundvallar mati sínu. Var í þessu efni stuðzt að nokkru við skandi- naviskar fyrirmyndir, en á Norður- löndum er nú lögð áherzla á að sam- ræma starfshætti slíkra dómnefnda. í öðru lagi gerð matskerfis, er tryggði, að allar dómhæfar umbúðir hlytu sambærilega og viðeigandi af- greiðslu. Loks var svo sjálft mat umbúð- anna, en í niðurstöðum sínum studd- ist dómnefndin við samanlagðan stigafjölda hinna ýmsu þátta mat- kerfisins. Uppbygging matskerfisins Við uppbyggingu matskerfisins hefur öllum umbúðum verið skipt í 3 flokka: Neyzluumbúðir, útstillinga- umbúðir og flutningaumbúðir. Hver flokkur er síðan tekinn fyrir sérstak- lega. Þeim atriðum, sem máli skipta, er skipt í þætti og hverjum þætti gef- ið ákveðið gildi í hundraðshlutum. Hér á eftir eru sýnishorn af mats- kerfi fyrir hina þrjá flokka umbúða. Er ætlazt til, að hver dómnefndar- maður hafi slíkt blað fyrir hverja umbúð og skrái þar númer umbúð- ar, innihald hennar og nafn sitt. Síðan gefur hann umbúðunum eink- unn fyrir hvern þátt með því að gera hring utan um stigatöluna í við- komandi reit. Eru tölurnar innan hringanna síðan lagðar saman, og kemur þá út sá stigafjöldi, sem um- búðirnar hljóta. Neðst á blaðinu er eyða fyrir athugasemdir dómnefnd- armanna. Neyzluumbúðir Hönnun..................... 20% Vernd...................... 20% Hagkvæmni í neyzlu......... 15% Hagkvæmni í sölu........... 15% Upplýsingar................ 15% Pökkun og birgðahald...... 10% Frágangur .................. 5% Hönnun: Hér skal lögð áherzla á, að umbúðirnar séu smekklegar og beri með sér meðvitaða hönnun, þ. e. að efni, útlit og lögun séu i samræmi við eðli innihalds og tilgang umbúð- anna. Vernd: Hér er átt við vernd gegn ýmsum utanaðkomandi áhrifum, s. s. falli, höggum, veðrun, illri meðferð í flutningi, affermingu o. þ. h. Einnig skal taka tillit til sérstakra eiginleika umbúðanna, að því er varðar vernd gegn hita, ljósi, lofti og raka, þar sem við á. Hagkvœmni í neyzlu: Undir þenn- an lið fellur hagkvæmni í notkun, geymslu og losun og einnig mögu- leikar á endurnotkun. Einnig skal taka tillit til stærðar umbúðanna og þyngdar með tilliti til vörunnar og þeirra neyzlueindar, sem hún er ætl- uð fyrir. Hagkvœmni í sölu: Hér skal dæmt um það, að hve miklu leyti umbúð- irnar eru söluhvetjandi, hvernig um- búðirnar sýna vörunaoghvaðamögu- leika þær gefa sölumanni til að undir- strika gildi hennar. Upplýsingar: Hér er átt við upp- lýsingar um innihald: Magn, efna- samsetningu, geymslu, geymsluþol, meðferð, notkun og nafn framleið- anda á viðkomandi tungumáli og að þessara upplýsinga sé getið á nægi- lega áberandi hátt á umbúðunum. Pökkun og birgðahald: Hér koma til athugunar liðirnir áfylling, lokun, pökkun, flutningur og geymsla. Frágangur: Hér er átt við almenn- an frágang, svo sem prentun, skurð, samfellingu og önnur skyld atriði, sem hafa áhrif á útlit umbúðanna. Utstillingaumbúðir Hagkvæmni í sölu............ 30% Hönnun...................... 25% Vernd....................... 5% Upplýsingar................. 15% Pökkun og birgðahald...... 10% Frágangur................... 15% Hagkvœmni í sölu: Hér skal dæmt um, hvernig umbúðirnar sýna vör- una og að hve miklu leyti þær eru söluhvetjandi. Hönnun: Hér skal lögð áherzla á, að umbúðirnar séu smekklegar og beri með sér meðvitaða hönnun, þ. e. að efni, útlit og lögun séu í sam- ræmi við eðli innihalds og tilgang umbúðanna. Vernd: Hér er átt við vernd gegn ýmsum utanaðkomandi áhrifum, s. s. falli, höggum, veðrun, illri meðferð í flutningi, affermingu o. þ. h. Einn- ig skal taka tillit til sérstakra eigin- leika umbúðanna, að því er varðar vernd gegn hita, ljósi, lofti og raka, þar sem við á. Upplýsingar: Hér er átt við upp- lýsingar um innihald: magn, efna- samsetningu, geymslu, geymsluþol, meðferð, notkun og nafn framleið- anda á viðkomandi tungumáli og að þessara upplýsinga sé getið á nægi- lega áberandi hátt á umbúðunum. Pökkun og birgðahald: Hér koma til athugunar liðirnir áfylling, losun, pökkun, flutningur og geymsla. Frágangur: Hér er átt við almenn- an frágang svo sem prentun, skurð, samfellingu og önnur skyld atriði, sem hafa áhrif á útlit umhúðanna. Flutningaumbúðir Vernd...................... 30% Hönnun .................... 20% Pökkun og birgðahald...... 20% Hagkvæmni í flutningi.....20% Endurnotkun ................ 5% Upplýsingar................. 5% Vernd: Hér er átt við vernd gegn ýmsum utanaðkomandi áhrifum, s. s. falli, höggum, veðrun, illri meðferð í flutningi, affermingu o. þ. h. Einnig skal taka tillit til sérstakra eiginleika umbúðanna, að því er varðar vernd gegn hita, ljósi, lofti og raka, þar sem við á. Hönnun: Hér skal lögð áherzla á, að umbúðirnar séu smekklegar og beri með sér meðvitaða hönnun, þ. e. að efni, útlit og lögun séu í samræmi við eðli innihalds og tilgang umbúð- anna. Pökkun og birgðahald: Hér skal taka til meðferðar liðina: áfyllingu, losun, flutning og geymslu. Framh. á 15. bls. 20 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.