Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 39

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 39
1. mynd. Pró/unarbúnaSinum komið jyrír til rannsóknar á varmaeinangrun í útvegg á trébindings- byggingu. RannsakaS er svœSið innan hvíta rammans. Nú er hægt að sannprófa, hvernig hulin varmaein- angrun er unnin Hér er útdráttur úr blaðatilkynn- ingu frá glerullarverksmiðju, Dansk Glasuldfabrik: „Oftast er erfitt að komast að varmaeinangrun — hvernig á t. d. að hafa eftirlit með einangrun, sem Mynd 2. Arangurinn af rannsókninni, sem sýnd er á 1. mynd. Þar eð ]>aS eru dekkstu flet■ irnir, sem eru kaldastir, sýnir myndin greinilega lélega einangrunarhœfni glugg- ans, en einnig, að ]>a3 er talsvert meiri varmaleiðni milli stólpanna en í gegnum ]>á (svörtu skuggarnir), og líklega alls engin einangrun. blásið er inn í holrúm í vegg? Lé- leg vinna við einangrun kemur oftast þá fyrst í Ijós, þegar tjón er orÖið, t. d. sem rákir á lofti og veggjum vegna rykfalls á hina köldu fleti. Sænska fyrirtækið AGA hefur nú hannað sérstakan útbúnað -—- AGA- Thermovision — varmasjónvarp —, en með því er hægt að kortleggja varmafleti efnis. ASalhluti útbún- aðarins er varmamyndavél — raf- magns-ljósmyndunartæki, en í því 3. mynd. Arangur af annarri rannsókn, sem sýnir mjög slœma ]>éttingu með hampi kringum glugga og reyndar einnig litla einangrun í veggnum fyrír ofan brjósthœð. er hitageislun efnisins, sem rannsak- að er, breytt í rafmagnsmerki með hjálp magnara fyrir út-rauða geisla. „Varmamynd“ efnisins kemur síðan í ljós á myndröri, líkt og í sjónvarpi, með 16 myndir á sekúndu. Hið danska umboð framleiðand- ans, A/S Agatronic, kynnti þennan útbúnað m. a. fyrir Dansk Glasuld- fabrik á sýningu, en þaðan eru með- fylgjandi myndir. Manni virðist, eft- ir að hafa athugað þessar tvær mynd- ir, nr. 2 og 3, að hér gefist góður möguleiki á að hafa nákvæmt eftir- lit með gæðum hulinnar varmaein- ingar, m. a. í holrúmum í vegg. Ur „Byggeindustrien", febr. 1969. Gripklær fyrir bíla Nýlega er hafin framleiðsla á grip- klóm fyrir bíldekk hjá Christiania Spigerverk, Ósló. Gripklærnar hann- aði Egil Hyggen og fékk hann norsku hönnunarverðlaunin fyrir hugmynd sína. Gripklærnar eru góð, tæknileg lausn, er kemur að notum við sér- staklega erfið akstursskilyröi. Auð- velt bæði að setja á bílhjól og taka af. Ur „Norges Industri", marz 1969. Skilrúm flutt á 5 mínútum I nútíma byggingu eru margir staðir, þar sem hagkvæmt er aö geta sett upp í flýti skilrúm, sem einnig er hægt að fjarlægja fljótt aftur, t. d. í gistihúsum, skólastofum eða í stór- um sölum, sem deila þarf í minni herbergi um tíma. IÐNAÐARMAL 33

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.