Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 35

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 35
engu síður sú árátta ýmissa starfs- mannastjóra að hrifsa til sín slíka ábyrgð. Ef þetta er látið viðgangast, verður hinum mannlegu þáttum ekki nægilega sinnt. Einfaldar mannlegar ó'skir og ástæður Viðtökur neytendanna á fram- leiðsluvöru eða þjónustu eru háðar velvilja almennings — það er augljós og alþekktur sannleikur. Það er einnig augljóst, að velvilji almennings verð- ur fyrir áhrifum af starfsliði fyrir- tækisins — þeim, sem eru að selja vöruna eða veita þjónustuna. Góð samskipti við starfsliðið innan fyrir- tœkisins eru því mjög jákvœð og mikilvœg fyrir heilbrigð og happasœl viðskipti. Ef þú ætlar að leggja grundvöll að heilbrigðum samskiptum við starfs- liðið í fyrirtæki þínu, verður þú að taka tillit til hinna fullkomlega eðli- legu og einföldu óska og hvata þess- ara mannlegu einstaklinga. Til skýr- ingar þessu atriði skulum við hug- leiða nokkur af þessum eðlilegu á- hugamálum. Um leið og við tökum þau til athugunar ,skaltu hugsa um sjálfan þig sem launþega. Ef þú finnur, að þau snerta þig persónu- lega, geturðu verið þess fullviss, að þau snerta einnig sérhvern starfs- mann undir þinni stjórn. 1. Þegar einstaklingur leitar eftir nýju starfi, óskar hann, að komið sé jram við hann af kurteisi og að hann megi kunna vel við sig, eins og hann eigi þarna heima. Við slíkar aðstæð- ur getur hann verið eðlilegur og sýnt þá framkomu, sem er honum í vil. Af þessu er ljóst, að einstakling- ur, sem leitar eftir starfi, er ekkert hrifinn af að láta leiða sig eftir ein- hverjum ranghala inn í skuggalega og óhreina ráðningaskrifstofu. Þeg- ar þangað er komið, þykir honum ekkert varið í að fá svipaða með- ferð og þegar afbrotamönnum er stillt upp í röð á lögreglustöð til yfir- heyrslu. Kynni hins væntanlega starfsmanns af ráðningaskrifstof- unni eru fyrstu kynni hans af fyrir- tækinu, sem hann á e. t. v. að hefja starf hjá innan fárra daga. í and- rúmslofti ráðningaskrifstofunnar sáir þú fyrstu frækornum siðferðisins. 2. Venjulegur einstaklingur kýs fremur að vera boðinn velkominn til starfs en láta kasta sér inn í það. Það kostar ekki mikla fyrirhöfn að sjá fyrir einfaldri kynningu og leiðbein- ingum varðandi starfið. Slík athöfn veitir hinum nýja starfsmanni þá til- finningu, að hann sé talinn nokkurs virði sem einstaklingur, en ekki lítil- fjörlegur leiðindapési. Venjulegur maður er lítið hrifinn af að láta vísa sér á einhvern hranalegan verkstj óra, er síðan vísar honum á einhvern fag- lærðan vélamann, sem lítur á alla „græningja“ eins og plágu. Samt sem áður er þetta algeng meðferð á nýj- um starfsmönnum nú á tímum. 3. Hinum venjulega manni þykir gott að fá einjaldar og skynsamlegar leiðbeiningar um það, hvað honum er œtlað að leysa af hendi, hvernig unnl er að gera það og í hverju vel unnið verk er fólgið. Einföld áætlun um verkleiðbeiningu, sem gerir hin- um nýja starfsmanni fært að ná tök- um á eigin starfi og húa sig undir annað betra, er ekki erfið í smíðum. Unnt er að koma sér saman um, í hverju vel unnið starf sé fólgið, með því að setja einfalda staðla varðandi magn, gæði, tíma, kostnað og próf- anir, sem þarf að standast. Að vinna án staðla er likt og að taka þátt í í- þróttakeppni, án þess að nokkrar regl- ur gildi um vinninga og úrslit. 4. Sérhverjum mannlegum ein- staklingi þykir gott að vinna undir stjórn einhvers, sem hann getur treyst og borið virðingu fyrir. Ekk- ert rennir traustari stoðum undir heiðarleika og ráðvendni en þessi tilfinning starfsmannsins: „Mér þyk- ir gott að vinna fyrir þennan mann.“ Til að vekja og næra þessa tilfinn- ingu þarf hæfa verkstjórn. En skyn- samlega og hæfa verkstjórn er að- eins hægt að þroska með því, að yfirstjórnendur beiti sér fyrir og framkvæmi markvissa og stöðuga þjálfunaráætlun í verkstjórn. Þetta er einföld regla, sem ber ríkulega ávexti. 5. Sérhverjum einstaklingi þykir gott, að einhver viðurkenni mikil- vœgi hans. Ein af einföldustu drif- hvötum mannlegs eðlis er löngunin til að öðlast sess sólar megin í lífinu. Stjórnandi, sem gerir sér ljóst, að sérhver einstaklingur á launaskránni býr yfir einhvers konar greind, ein- hvers konar hæfni, einhverju, sem hann getur lagt fram í þágu fyrir- tækisins — sama hversu lítið fram- lagið er — hann hefur fullnægt frum- þörf. Mannlegum einstaklingum þyk- ir gott að láta hlusta á sig og að skoðanir þeirra séu teknar til athug- unar og virtar. Ef leiðir til samskipta milli yfirstjórnenda og starfsliðs eru opnaðar og haldið við, munu þær stuðla að slíku. Fundir, persónuleg samskipti milli yfirmanna og ó- breyttra starfsmanna, tillögukerfi o. fl. eru einfaldar aðferðir til að byggja upp slíkar leiðir. Skynsamleg meðferð kvartana og klögumála, sem veitir sérhverjum starfsmanni rétt til að ná fundi æðsta yfirmanns, er mikilvæg. 6. Mörgum þykir gott að finna, að dagleg störf þeirra séu öðrum til gagns. Raunar er það svo, að því stærra sem tækifærið til þjónustu er og því betur sem starfsmaðurinn gerir sér það Ijóst, því minni verður þörfin fyrir efnislega viðurkenningu. Þekk- ing á hlutaðeigandi fyrirtæki, mark- miðum þess og stefnu, afrekum þess og stjórnunarhugmyndum, ásamt þeim hlut, sem sérhver starfsmaður á þar að máli, — allt hjálpar það til að fullnægja þessari eðlilegu, mannlegu löngun. 7. Þeir eru fáir, sem ekki óska eftir raunhœfri viðurkenningu fyrir vel unnið starf. Aliir viljum við fá borgað sann- virði fyrir störf okkar, og í samræmi við greiðslugetu vinnuveitandans. Allir óskum við að hækka í tign, þegar hæfni okkar og verðleikar rétt- læta það. Einföld kerfi um starfsmat, launastjórn, verðleikamat og fram- farir í störfum myndu fullnægja þess- um óskum. Hvers vegna eru slík kerfi ekki meira notuð? IÐNAÐARMAL 29

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.