Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 32

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 32
tegund sé mjög erfitt verkefni, sem einungis beri að framkvæma, þegar ekki séu til tilsvarandi vélar, sem hægt sé að gera tilraunir með for- skriftirnar á. Það var einnig lögð á það áherzla, að líta verður á sölu- aðila vélbúnaðarins sem einn „heild- arböggull“, sem í sé „hardware“, „software“ og aðstoð frá vélasaln- um. Norskir aðilar fjölluðu um sam- bandið við vélbúnaðarsalana í sam- bandi við tillögu um að útbúa samn- inga við kaup á skýrsluvélabúnaði, en það er unnið af ráðinu fyrir gagnaúrvinnslu hjá ríkinu. 1 finnskri stjórnsýslu er gagnaúrvinnsla sam- ræmd af skýrsluvélamiðstöð ríkisins í Helsingfors, en auk þess hafa 5 stór- ir ríkisaðilar eigin gagnaúrvinnslu. Þessi ríkismiðstöð fékk með lögum árið 1964 það verkefni að skipu- leggja og framkvæma gagnaúr- vinnslu með rafreikni fyrir ríkis- stofnanir og sjá um, að annar gagna- úrvinnsluvélbúnaður hjá öðrum stofnunum sé hagnýttur skipulega og í samræmi við sett markmið, auk þess sem þessari miðstöð var ætlað að vera ráðgefandi fyrir stjómsýsl- una í vandamálum, sem varða sjálf- virka gagnaúrvinnslu. Miðstöðin er rekin á viðskiptagrundvelli og er sjálfstæð stofnun með eigin stjórn. Framkvæmd og stýring hagræðing- arverkefna Einnig á sviði hagræðingarstarf- seminnar er þörf á því að móta betri skipulagningar- og vinnuaðferðir. Tækniþróunin gerir sífellt meiri kröf- ur til betri vinnu á þessu sviði, og gæði vinnunnar kveða endanlega úr um það, hvaða árangur fæst. Að svo miklu leyti sem um er að ræða hag- ræðingarráðstafanir á takmörkuðu sviði og tiltölulega einfaldar, eru ekki nein stærri vandamál fólgin í því að stýra slíkum verkefnum, en eftir því sem hagræðingarstofnanir ríkisvalds- ins beina athygli sinni að stærri og varanlegri verkefnum, breytist þessi aðstaða. Af Norðurlöndunum er Noregur tvímælalaust kominn lengst í því að 26 framkvæma stýrikerfi fyrir hagræð- ingarverkefni. Á norsku hagræðing- arskrifstofunni er nú notað kerfi, sem í grundvallaratriðum er byggt á sömu reglum og það sænska, en er einfaldara í framkvæmd. Fyrir öll stærri verkefni er á byrj- unarstigi þeirra gert mat á markmið- inu með verkefninu, á vinnumagni, sem muni í það fara, fjármagnsþörf, tímaáætlun o. s. frv., og er þetta yfir- leitt forathugun. Það getur tekið allt frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði að gera slíka forathugun. Síðan kemur hin eiginlega skipulagn- ing verkefnisins. Ekki má þó byrja á forathugunum eða verkefnaskipu- lagningu, án þess að fyrir liggi á- kvörðun stjórnenda um, að ráðast megi í verkefnið og fé til þess sé fyr- ir hendi. í sænska kerfinu er gengið út frá árlegri skipulagningarhrynjandi og 5 ára langstímaáætlun. Stöðugt eftir- lit með fjármagnsnotkun fyrir hvert verkefni fyrir sig er gert í hverjum mánuði í tengslum við m. a. mánað- arlegt vinnutímayfirlit fyrir hvern mann. Það eru skrásettar nákvæm- ar upplýsingar um framvindu hvers verkefnis, bæði á skipulagningarstig- inu, framkvæmdastiginu og tilrauna- stiginu og fyrir árangurskönnunina. Þegar verkefnið er búið, er gerður kostnaðarreikningur eftir á, og á- rangurskönnun á sér stað 1—2 árum eftir að aðalathuguninni er lokið. í verkefnum, þar sem utanaðkomandi ráðgjafar taka þátt í, er sérstök þörf á að tryggja samstarfið milli hlutað- eigandi hagræðingarstofnunar ríkis- ins, ráðgjafafyrirtækisins og við- skiptavinarins eða verkefnisgjafans. í Noregi hefur hagræðingarskrifstof- an gefið út leiðbeiningar fyrir ríkis- stofnanir um not á utanaðkomandi hagræðingarráðunautum, þar sem m. a. eru leiðbeiningarreglur fyrir samningagerð o. fl. Mótun almennra leiðbeiningarreglna fyrir stjórnsýslu ríkisins og skriistofu- starfsemi Síðasta efni ráðstefnunnar, sem einnig er á áhugasviði skrifstofu- starfsemi almennt í atvinnulífinu, var valið með tilliti til þriggja aðal- markmiða: 1. Að skiptast á upplýsingum um hagræðingarverkefni almenns eðl- is, sem ýmist var lokið eða voru í gangi eða í skipulagningu. Vinnu- nefndin hafði safnað inn upplýs- ingum um 115 verkefni, sem tengd voru hagræðingaraðilum ríkisins á Norðurlöndum. 2. Að ræða, hvaða þörf hagræðing- araðilar ríkisins hafi fyrir að reka slík verkefni ásamt leiðbeiningar- reglum þeirra og vinnuaðferðum. 3. Að ræða þörfina fyrir og mögu- leikana á samnorrænni tilhögun við skipulagningu verkefna. Vinnunefndin benti á þrjú svið, þar sem brýn nauðsyn væri á sam- starfi: 1. Mótun hagkvæmari og skynsam- legri aðferða við skipulagningu og framkvæmd á hagræðingar- verkefnum (sbr. efnið á undan). 2. Mótun sérstakrar tækni í að lýsa, mæla og reikna út hagkvæmnina af einstökum verkefnum (t. d. samræmd orðaskrá og vinnumæl- ingarkerfi skrifstofuvinnu). 3. Mótun kerfislausna, sem hafa al- mennt notkunargildi (t. d. gagna- úrvinnslukerfi). Á því leikur enginn vafi, að á öll- um Norðurlöndunum er mikil þörf á að auka hagræðingu í skrifstofustörf- um og að samstarf milli landanna á þessu sviði geti haft mikla þýðingu. Stytt úr „Bedriftsökonomen", 7. h. 1968. Þýð. Þ. E. A vinnuveitandinn að vera þjónn iðnaðar- mannsins? IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.