Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 36

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 36
8. Flestir eru júsir til að vinna vel og lengi fyrir launauppbœtur. Sérstök viðurkenning hvetur jafn- an til meiri áreynslu. Klapp á öxlina getur haft sitt gildi, en heiðursmerki á einkennisbúninginn er áþreifanleg sönnun fyrir verðleikamati stjórn- andans. Sérstök umbun, bónus, verð- laun o. s. frv., ákveðin á heiðarlegan hátt, efla mannlega löngun til afkasta. Hvers vegna reynum við að gera jafneinfalda hluti flókna? Hvers vegna reynum við að jafna út verð- leikana, veita öllum jafnt, án tillits til viðleitni eða framlags? Hvers vegna gerum við það, þótt við vitum, að það er mannleg hvöt að afkasta meira ef möguleikar á meira endur- gjaldi eru fyrir hendi? 9. Allir vilja starja hjá jyrirtœki, þar sem almennt traust ríkir á hœfni og heiðarleika œðstu stjórnenda. Flestir, sem einhver töggur er í, eru 'reiðubúfnir að vaða gegnum vítiseld fyrir stjórnanda, sem þeir trúa á. Þeir munu taka hverju því, sem að höndum ber, í trausti sínu á honum. Hreinskiptinn og hispurslaus stjórnandi, laus við föðurumhyggju, en heiðarlegur í viðskiptum og vinnusamningum, mun verða við þessari sterku ósk. Upplýsingamiðlun stjórnenda til starfsliðs og persónu- leg samskipti, er leiða til mannlegra kynna, eru einföld ráð til að efla slíkt traust. 10. Allir viljum við vera heil- brigðir á sál og líkama. Þess vegna er það gott, þegar aðrir láta sér annt um heilsufar okkar og alveg sérstaklega þegar húsbændur okkar gera það — við getum ekki skilað góðu verki, ef við erum veikir á sál eða líkama. Leyfi án launaskerð- ingar, læknisrannsóknir og þjónusta, sj úkrahúsáætlanir, öryggisáætlanir, lánasjóðir, ráðgjafaþjónusta, allt hjálpar þetta launþeganum til að varðveita heilsu sína og skilar þann- ig arði í aukinni framleiðslu og bættu siðgæði. 11. Frumhvöt okkar allra er óskin um öryggi. Þegar mannlegur einstaklingur her í brjósti áhyggjur vegna starfs síns 30 eða vegna velferðar þeirra, sem eru honum háðir, getur hann ekki af- kastað góðu starfi. Við vitum allir, að starfsgeta okkar og tekjumögu- leikar minnka með aldrinum, og ótt- inn við skort á gamals aldri hverfur aldrei úr augsýn. Tryggingaáætlanir, möguleikar á sparifjársöfnun og starfsöryggi vinna gegn þessum ótta. Og allt er þetta mögulegt, ef við að- eins höfum vilja til að koma því á. 12. Þegar starfsmaður neyðist til að láta af störfum hjá vinnuveitanda sínum, óskar hann að gera það með jullri virðingu og af fullkomnum skilningi á öllum ástœðum. Hann kærir sig ekki um að fá uppsögn á bleikum miða, sem festur er við launaumslagið hans. Ef uppsögnin stafar af einhvers konar vanhæfni, kærir hann sig ekki um að láta upp- strokinn, smeðjulegan fulltrúa ljúga að sér um ástæðuna. Vel undirbúið uppsagnarviðtal í tæka tíð mundi í flestum tilfellum fullnægja eðlilegri ósk hans um að vita deili á öllum staðreyndum. Hér hefur þá verið minnzt á nokk- ur sannleikskorn um mannlegt eðli. Hvers vegna höfum við tilhneigingu til að gera þau óþarflega flókin. Sex einföld skref til góðrar stjórnunar Ef taka ætti saman allar hinar mis- munandi leiðir til tryggingar góðri stjórnun, sem bent hefur verið á um dagana, myndi sú skrá fela í sér hundruð aðferða. En hún myndi hafa lítið gildi, því að venjulegur framkvæmdastjóri eða verkstjórn- andi myndi að öllum líkindum aðeins líta á hana og ákveða síöan með sj álfum sér, að þetta væri allt of flókið mál til að komast til hotns í því á einu stuttu æviskeiði. Til að gera málið einfalt, verður hér aðeins minnzt á fá atriði. Ef þau eru tekin til greina á skynsam- legan hátt, munu þau tryggja góðan árangur. Bæði með gömlum og nýj- um starfskröftum og við gamlar og nýjar aðstæður munu þessi ráð gef- ast vel og stuÖla að aukningu mann- legra afkasta. 1. Gerið einfalda höfuðdrœtti að störfum þeim, sem framkvæma skal. Þetta getur átt við einstaklingsstarf eða sérhverja einingu fyrirtækisins. Það ætti að fela í sér glögga grein- argerö um það, sem fólkinu er ætlað að gera, hvert vald þess er við fram- kvæmd þess og hver afstaða þess gagnvart öðru fólki er. 2. Gerið einfalda skýrslu um þann árangur, sem talinn verður fullnœgj- andi. Það er margs konar starfsemi, sem í fyrstu virðist ógerlegt að setja um afkastastaðla. En þó geta um- ræður í einlægri viðleitni til að finna staðla oft leitt til ákveðinnar og við- unandi niöurstöðu. 3. Berið með reglulegu millibili hin raunverulegu afköst saman við þá staðla, er settir Iiafa verið. Ef st j órnendur hyggj ast skipuleggj a starfsemi sína, verða þeir að vita, hve stórt hil er milli þess, sem gert hefur verið og þess, er átt hefði að gera. Þetta ætti að rannsaka, bæði að því er varðar getu einstaklinga og hópa. 4. Gerið lista yfir nauðsynlegar ráðstafanir til úrbóta og eflingar af- kasta, ef þörf er á slíku. Einstakling- ur getur ekki tekið framförum sem verkmaður eða þjóöfélagsþegn, nema hann sé stöðugt að bæta hæfni sína, afla sér þekkingar, breyta háttum sínum og tileinka sér jákvæðar lífs- venjur og viðhorf. Stjórnandinn ætti að vita, hvar endurbóta er þörf. 5. Veljið beztu hjálparhellurnar fyrir þann, sem þarf á aðstoð og frœðslu að halda. Þessum hjálpar- hellum má skipta í fjóra hópa. Það getur veriö nánasti yfirmaður, eða aðrir einstaklingar innan fyrirtækis- ins, menn utan fyrirtækisins, sem kallaðir eru á vettvang, og hjálpar- stöðvar utan fyrirtækisins, sem hægt er að senda hlutaöeigandi einstak- ling til. Athugið hjálparmöguleikana í þessari röð og veljið þann, sem hag- stæðastur er. 6. Takið frá ákveðinn tíma fyrir- frarn til að útvega þá hjálp og frœðslu, sem þörf er fyrir. Ef við gerum ekki áætlun fyrirfram, er að- eins hægt að fá tíma með því að IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.