Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 19

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 19
loft í sama tilgangi. í töflu I eru sýndir nokkrir eðliseiginleikar lofts, köfnunarefnis og koltvísýrings. Með kæligildi við ákveðið hitastig er átt við þann varma, sem efnið tek- ur til sín við að breytast úr fljótandi ástandi í loftkennt og hitna upp í umrætt hitastig. Við meðferð á fljót- andi lofttegundum er geymslan eitt stærsta vandamálið. Vegna hins lága hitastigs verður varmaaðstreymi frá umhverfinu mjög mikið, nema ein- angrun sé því betri. I sambandi við eldflaugatilraun- irnar voru smíðaðir mjög fullkomn- ir geymar fyrir fljótandi súrefni. Geymarnir eru tvöfaldir. Fletirnir, er snúa inn, eru glj áslípaðir, og er innri geymirinn vafinn margföldu lagi af samloku (laminati) úr áli og plasti. Rúmið milli geymanna er síð- an loftdregið niður fyrir 5 mikron (5/1000 mm kvikasilfursúlu). Vegna þess hve einangrunin er mikil, líða 4—5 dagar, þangað til nægilega mikill varmi hefur streymt inn í geyminn, til að öryggislokinn opnist, en hann er stilltur þannig, að liann opnist við ca. 15 loftþyngda þrýsting. Ur því er reiknað með, að tapið vegna uppgufunar sé 1—2% á sólar- hring. Geymar, sem ætlaðir eru fyrir fljótandi loft, þurfa að hafa sérstakan útbúnað til að hindra, að köfnunar- efnið sjóði hurt á undan súrefninu og blandan verði mjög súrefnisrík, en það getur valdið sprengingum við vissar aðstæður. Þar sem vökvablandan og gufurn- ar, sem myndast, hafa sama hitastig, þá innihalda gufurnar, sem myndast fyrst, mun meira af köfnunarefni, sem hefur lægra suðumark en súr- efni. Á 2. mynd sést blöndunarhlut- fallið milli súrefnis og köfnunarefnis á lárétta ásnum og hitastigið á lóð- rétta ásnum. °c 2. mynd. Lengst til vinstri er hreint súrefni, sem sýður við -h183°C, lengst til hægri er hreint köfnunarefni, sem sýður við -hl96°C. Af bogalínunum milli þessara punkta gefur neðri lín- an til kynna, hvenær ákveðin blanda af súrefni og köfnunarefni byrjar að sjóða, og efri línan, hvenær suðunni lýkur. Á þriðju mynd sést geymir, sem ætlaður er fyrir fljótandi loft. í botni geymisins er komið fyrir röri, á rör- inu er jafnþrýstiloki, sem opnast við 10 loftþyngda þrýsting. Á 2. mynd sést, að suðumarkið er því hærra sem þrýstingurinn er meiri. Við 10 loftþyngda þrýsting er suðu- byrjun á fljótandi lofti ca. -f-170°C, þ. e. a. s. að inni í rörlykkjunni yfir vökvanum er kaldara en í gufurúmi geymisins, því að rörið liggur út í andrúmsloftið. Rörlykkjan yfir vökvanum verkar því sem þéttir fyrir gufurnar inni í geyminum. Með þessu móti er hægt að hindra, að hlutfallið milli súr- efnis og köfnunarefnis breytist við geymsluna. Kæling: Notkun fljótandi lofts eða köfnunarefnis til kælingar á mat- vælum er nú orðin algeng í Banda- ríkjunum og víðar. Þessi kæling er einkum notuð í flutningavögnum. Kælirými vagnanna er einangrað með 10—15 cm þykku polyuretan- frauði. í vögnunum er komið fyrir einum eða fleiri geymum, sem rúma Geymarnir eru af þeirri gerð, sem áður er lýst, og vega tómir ca. 100 kg og eru 0,43 að utanrúmmáli. Einna mest eru notuð hin svo- nefndu Polar-Stream kælitæki, sem framleidd eru af Union Carbide Co. Þessi kæliaðferð hefur ýmsa kosti, t. d. er hægt að hlaða vörunum mjög þétt. Auðvelt er að kæla niður fyrir 0°C. Einnig næst fljótt það hitastig, sem óskað er eftir. Aðferðin er auk þess mjög örugg. Þegar loft breytist úr fljótandi ástandi í loftkennt, tekur það til sín varma frá umhverfinu, um 49 kcal/kg, og svipað varmamagn við að hitna upp í 0°C. Við ástands- breytinguna þenst loftið út ca. 700 sinnum. TAFLA I Köfnunarefni Loft Koltvísýringur Suðumark við 1 loftþyngdar þrýsting ................... -195.8°C - 194.5°C -78.7°C Uppgufunarvarmi............... 47.7 kcal/kg 49 kcal/kg Þurrgufunarvarmi............... 146.2 kcal/kg Eðlisvarmi ................... 0.25 kcal/kg 0.24 kcal/kg 0.19 — Eðlisþyngd, fljótandi ........ 0.812 kg/1 0.856 kg/1 0.914 kg/1 Kæligildi v/-30°C ............. 88.9 kcal/kg 88.5 kcal/kg 146.2 kcal/kg -10°C ............. 93.8 — 93.3 — 150.0 — 0°C 96.7 — 95.7 — 152.0 — +10°C ............. 98.8 — 98.1 — 153.9 — IÐNAÐARMAL 13

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.