Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 12

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 12
síðan 1964, að sundurliðun bygging- arkostnaðar mun sennilega gefa all- frábrugðnar niðurstöður. Gjaldeyris- kostnaðarliðurinn mun nokkru meiri en tafla III sýnir. Þá hefur mér verið bent á, að söluskattsupphæðin sé einnig verulega meiri. Það gæti ver- ið, að innflutningstollar og söluskatt- ar næmu samanlagt um 15% af heild- arkostnaði. Söluskattur mun vera um 12% í Noregi. Fram til síðustu ára var í- búðarbygging undanþegin söluskatti. Nú hafa Norðmenn breytt um form þessarar undanþágu vegna íbúðar- bygginga. Nú endurgreiða þeir byggj- endum samsvarandi upphæð eftir reglum, þannig að smærri íbúðir fá féð að fullu endurgreitt. Stærri íbúð- ir fá þessa endurgreiðslu í stiglækk- andi hlutföllum. Með því að fara hér að dæmi Norðmanna mætti lækka byggingar- kostnað um 10—15%. Á meðalstór- um íbúðum gæti hér verið um 120000 kr. til 180000 kr. fjármagn að ræða. í árlegum húsnæðiskostnaði miðað við lánakjör Byggingarsjóðs ríkisins (25 ára lán með 6,7% ársgreiðslu) næmi þetta um 8000—12000 krónum. Miklu stærri yrði þessi baggi, sé miðað við greiðslur lausaskulda. Iðnaðarmálastofnunin vinnur nú að stöðlun byggingarefna. Er þess að vænta, að innan skamms gefi þetta möguleika til lækkunar byggingar- kostnaðar. Þá má geta þess, að fram er komin ný gerð steypumóta — tengimót Agn- ars Breiðfjörðs -—, sem þegar hefur sýnt, að spara má verulega uppslátt- arefni svo og múrhúðun. C. Ætla mætti, að fjárþörf til að byggja í ár 1800 íbúðir miðað við verðlag nú næmi 2400 milljónum króna. Þá má geta sér til, að af þeim 1800 íbúðum væru 300 stærri en það að ná almennum lánakjörum og að byggingarkostnaður þeirra næmi 600 millj. kr. samtals. Afgangurinn, eða 1800 milljónir, væri kostnaður af byggingu 1500 íbúða, smærri og stærri. Með endurgreiðslu innflutnings- tolla og söluskatta svo og langtíma- 6 bundinni framkvæmd íbúðabygg- inga, er byggðist á þeirri reynslu, þar sem bezt hefur tekizt, má telja líklegt, að spara mætti um 30% byggingarkostnaðar, allt miðað við núverandi verðlag. Hagur húsnæðis- bygginganna í heild mundi þá batna um 540 millj. kr. Forsenda fyrir slíkri þróun er í fyrsta lagi fyrirfram tryggt framkvæmdafé. I öðru lagi lang- tíma byggingaráætlanir. Bygginga- meistarar fengu aðstöðu til þess að endurtaka sömu gerð húsa í 3—5 ár. Framhald þessara bollalegginga gæti svo verið það, að skilyrði fyrir lán- veitingu væri, að væntanlegum íbúð- areiganda bæri í upphafi að leggja fram 20%—40% byggingarkostnað- ar. Danskar veðlánastofnanir lána út á 1. og 2. veðrétt um 55% byggingar- kostnaðar. Síðan lána sparisjóðir um 30% byggingarkostnaðar. Það er þó bundið því skilyrði, að hlutaðeigandi húsbyggj endur hafi áður safnað hjá sparisjóðnum, er lánið veitir, fjár- hæð, er nemi helmingi lánsupphæðar- innar. Þannig hefur húsbyggjandinn við byrjun framkvæmda allt að 30% -j- 15% = 45% byggingarkostnaðar handbært fé auk þeirra föstu lána, er hann á loforð fyrir. Ibúðaskipti er þáttur þessara mála, er nota mætti til hagræðis. Ef gert er ráð fyrir, að íbúð sé að meðaltali notuð í 20 ár af sömu fjölskyldu, ættu árlega íbúðaskipti nú að vera um 2500. Fjöldi veittra lána hjá Byggingarsjóði ríkisins er til manna, sem eru að skipta um íbúðir. Lán- veitingar þessar eru þó bundnar þeim skilyrðum, að hlutaðeigandi flytji bú- ferlum milli byggðarlaga, búi í of þröngu húsnæði eða að skiptin séu knýjandi af heilsufarslegum ástæð- um. Tölulegt hlutfall milli þeirra, er áður hafa átt íbúðir, og hinna, sem byggja og ekki flytja úr eigin hús- næði, hefur ekki verið talið. Augljóst er, hversu mjög miklu betur hinir fyrrtöldu eru undirbúnir fjármuna- lega. Það gæti verið hagræði og ný- byggingu íbúða til framdráttar að veita, frekar en gert er, íbúðareig- endum aðgang að lánsfé. Hugmynd mín er sú, að veita beri lán út á gömlu íbúðina, sem byggjandi nýrr- ar íbúðar selur. Skilyrði séu þessi: 1) Lánsfénu sé varið til nýbyggingar íbúðar. Afhending lánsfjárins sé bundin sömu reglum og afhend- ing lánsfjár til þeirra, er byggja án þess áður að vera íbúðareig- endur. 2) Að kaupandi gömlu íbúðarinnar sé ekki áður íbúðareigandi, þ. e. að með þeim kaupum sé ekki verið að stofna til leiguhúsnæðis. Sú meðferð mála, sem hér er bent á, hefur margþætta kosti. Auk þess að hafa handbært byggingarlán hefði byggjandi nýrrar íbúðar einnig hand- bært útborgunarfé hinnar seldu íbúð- ar, sem hugsanlega næmi um 40% af verði hinnar nýju íbúðar. Þannig yrði auknu fjármagni veitt í farveg nýbygginganna. Það þýddi minni lánsfjárþörf. Eins og áður er getið, gæti fram- angreind tillaga auðveldað lausn á húsnæðisvandamáli aldraðs fólks. Hér er gert ráð fyrir því, að íbúðir þessar yrðu sjálfseignaríbúðir. Að jafnaði ætti húsnæðiskostnaður við afnot slíkra íbúða að vera hverfandi lítill og ólíkt miklu minni en dvalar- kostnaður á elliheimilum. Að sjálf- sögðu þarf að hafa ákveðnar reglur um eigendaskipti slíkra íbúða. Þar ætti þó ekki að vera um vandamál að ræða, er hindraði framkvæmd þeirrar hugmyndar, sem hér er greint frá. Að framan er ráðgert, að árlega þyrfti að byggja 1500 íbúðir með að- gangi að lánsfé. Mætti ætla, að af þeim yrðu að minnsta kosti 500 byggðar sem skiptiíbúðir. í töflum IV og V er yfirlit um þetta efni. Mismunur tillaganna, er töflurnar sýna, er: I töflu IV er eigið framlag við byggingu íbúða í b-lið 20% af bygg- ingarkostnaði — eins og hann yrði við skipulagða framkvæmd og end- urgreiðslu tolla og söluskatts. Láns- upphæð næmi þá 80% byggingar- kostnaðar. Við byggingu íbúða, c-lið- ur, væri eigið framlag 30% og láns- fé 70%, og við byggingu íbúða, d-lið- IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.