Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 10

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 10
Halldór Halldórsson lauk prófi í byggingafræði frá tækniskóla í Hildisheim, Þýzkalandi 1924. Hann var byggingafulltrúi á Akureyri 1928—44, starfaði hjá Skipulagi ríkis og bæja 1944—57 og er framkvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar ríkjsins frá 1957. Húsnæðismálin Eftir Hallclöp Halldópsson, apkitekt Það er undarlegt, að í nútíma- þjóðfélögum er eins og vandamálin verði æ flóknari, því stórstígari sem hinar tæknilegu „framfarir“ verða. En getur ekki verið, að „vanda- málin“ séu hulin svo miklum um- búðum, að erfitt verði að greina sjálfan kjarnann? Af því leiðir, að það, sem megin máli skiptir, verður þá vanmetið. Húsnæðismálin eða meðferð þeirra hér einkennast af framansögðu. Um- búðalaust eru aðalatriðin þessi: Húsnæði í köldu landi er hin brýn- asta lífsnauðsyn. Einnig, að rými þess sé við hæfi. Húsnæðiskostnaður sé hóflegur. Ekki sizt fyrir lágtekjufólk. Nýbygging íbúða sé árviss, sem jöfnust frá ári til árs. Nýbygging í- búða er veigamikil atvinnugrein. Einnig þess vegna eru árjafnar fram- kvæmdir mikilvægar. Langtíma mikilvægi þessa við- fangsefnis má af því marka, að um 1980, þ. e. að 12 árum liðnum, þarf fjöldi íbúða, er byggðar verða frá og með yfirstandandi ári, að vera sem næst 50% þess íbúðafjölda, sem þá verða í notkun og eru byggðar fyrir árið 1969. A næstu 25 árum þarf að byggja fleiri íbúðir á íslandi en all- ar þær íbúðir, sem nú eru í notkun. Augljóst ætti að vera, að meðferð þess gífurlega fjármagns, sem varið verður til byggingar íbúðarhúsa, jafnvel næstu 12 árin, getur skipt sköpum um lífskjör þjóðarinnar. Og fátt er jafnkjörið til þess að jafna lífskjörin og hagkvæm lausn þessara mála. Undirritaður vill sízt vanmeta áhrif tækniframfaranna, en reynslan hefur þegar ótvírætt sýnt, að meðferð láns- fjár er margfalt veigameira atriði. Auk þess að hafa mikilsverð áhrif á byggingarkostnað til lækkunar, ef fjármagnið er tiltækt eftir þörfum, þá skera sjálf lánakjörin úr um árlegan húsnæðiskostnað. Árleg fjölgun íbúða íslenzka þjóðin er í tiltölulega ör- um vexti. Síðan 1960 er hin árlega fjölgun að meðaltali 1,75%, en mun hafa verið um 2% áratuginn 1950—■ 1960. Á tímabilinu 1920—1940 er fjölgunin hæg eða um 1% árlega að meðaltali, en 1940—1950 mun hún hafa verið um 1,75%. Til samanburðar hefur mannfjölg- un í Danmörku, Noregi og Svíþjóð verið um 0,7—0,8% á ári. TAFLA I Árin 1960—1966. Árleg meðalfjölgun íbúða pr. 1000 íbúa. Noregur . .. 8.16 Svíþjóð . . . 10,84 Danmörk . . 7,47 ísland . ... 7,66 Heimild: Skýrsla jélags- og verkamála- ráSuneytisins í Noregi (nema lsland). Alþjóðlegur mælikvarði á árlega byggingu íbúða er að miða fjölda nýrra íbúða á ári við 1000 íbúa. Tafla I sýnir nýbyggingu íbúða mið- að við 1000 manns. Síðustu árin hefur bygging íbúða í Svíþjóð verið yfir 12 á 1000 íbúa, og í Noregi og Danmörku eru áætl- anir um að hraða nýbyggingunni í um 10 á 1000 íbúa. Að framan er frá því greint, að mannfjölgun á íslandi er mun meiri en í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, jafnvel svo, að þegar mest er, nálgast hún að vera þreföld við það, sem er í þessum löndum. Augljóst er, að þegar árgangarnir eftir 1940 eru að komast á giftingaraldur, vex þörf ís- lendinga ört fyrir fjölgun íbúðanna. Það er á árunum eftir 1960. Það er því ekki um of að telja meðalþörf okkar á þessum árum 9 íbúðir á 1000 íbúa. Tafla II sýnir yfirlit yfir mann- fjölgun þessara ára og byggingu íbúða. Tafla II sýnir: a) Árlegan mannfjölda á Islandi ár- in 1960—1967. b) Árlega fjölgun í %. c) Fjölda nýrra íbúða. d) Fjölgun íbúða á 1000 íbúa. e) Þörf nýrra íbúða miðað við ár- lega byggingu — 9 íbúðir á 1000 íbúa. f) Það, sem vantar á, að þeirri þörf væri fullnægt. Tafla II sýnir, að á þessu árabili, 1960—1967, vantar tæpar 2000 íbúð- ir, til þess að meðalfjölgun íbúða þessara ára næði því að vera 9 á 1000 íbúa. Samkvæmt húsnæðisskýrslu Hag- stofu Islands miðað við manntalið 1. des. 1960 er talið, að 4815 fjölskyldur hafi íbúðir með öðrum. í Fjármála- 4 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.