Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 23

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 23
Stefán Snæbjörnsson: umbúðir Umbúðasamkeppni Vörudreifingin er einn mikilvæg- asti þátturinn í iðnaðarframleiðslu. Þeir möguleikar, sem framleiðendur skapa sér til að selja vörur sínar, er grundvöllur fyrir vexti og viðgangi fyrirtækja þeirra. Mikið framboð og harðnandi sam- keppni á nær öllum sviðum iðnaðar- framleiðslu leiðir af sér, að gæði vörunnar eru ekki einfær um að afla henni kaupenda. Umbúðir eru einn mikilvægasti þátturinn í nútíma vörudreifingu. Sé vel til þeirra vandað, hefur það í för með sér ekki aðeins hagræði við flutning og meðhöndlun, en einnig aukið geymsluþol vörunnar og sölu- hvetjandi áhrif. Umbúðirnar eru hið raunverulega andlit innihaldsins allt frá verksmiðju að neyzlustigi. Umbúðaframleiðslan varðar þannig allflestar greinir iðn- aðarframleiðslunnar að einhverju leyti, og nægir það í sjálfu sér til að undirstrika mikilvægi hennar. Allar iðnaðarþjóðir leggja mikla á- herzlu á að byggja upp örugga og samkeppnishæfa umbúðaframleiðslu og verja miklu fjármagni til tilrauna á þessu sviði, bæði hinu tæknilega og viðskiptalega. Ný efni og fram- leiðsluaðferðir gera aðrar eldri ó- hagkvæmari og úreltar. Pappír og plast leysa af hólmi gler og aðrar þungar umbúðategundir, léttir málm- ar tré. Þyngdarhlutfall umbúða og innihalds verður hagkvæmara, og rúm sparast. Nýjar vörutegundir kalla á nýjar gerðir umbúða, stærri markaðssvæði, aukið geymsluþol og hraðfara flutn- ingatæki á stöðlun flutningaumbúða. Þannig færir hin öra þróun umbúða- iðnaðinum stöðugt ný vandamál til úrlausnar, en felur einnig í sér lausn annarra. Á síðastliðnu sumri efndi Iðnkynn- ingin 1968, Félag íslenzkra iðnrek- enda og Landssamband iðnaðar- manna til fyrstu íslenzku umbúða- samkeppninnar. Tilgangur þessarar samkeppni var fyrst og fremst sá að leggja áherzlu á, hvern þátt vandað- ar umbúðir eiga í að styrkja sam- keppnisaðstöðu íslenzkrar iðnaðar- framleiðslu við sambærilegar erlend- ar vörutegundir. Með samkeppni þessari fékkst einnig allgott yfirlit yfir stöðu íslenzkrar umbúðafram- leiðslu, og tækifæri gafst til að gera samanburð á því bezta í íslenzkum umbúðum við erlendar. Rétt til þátttöku í umbúðasam- keppninni höfðu allir íslenzkir um- búðaframleiðendur, umbúðanotendur og hönnuðir umbúða. Þátttaka var þó háð þeim skilyrðum, að umbúð- irnar væru hannaðar eða framleiddar af íslenzkum aðilum og hefðu komið á markað hér eða erlendis. Þó að umbúðasamkeppni þessi hafi að nokkru leyti verið byggð á erlend- um fyrirmyndum, en umbúðasýning- ar og samkeppni í sambandi við þær eru mikilsverðir liðir í sölustarfi um- búðaframleiðenda og framleiðenda véla til umbúðagerðar, er hér farið inn á nýjar brautir til að vekja at- hygli á mikilvægi vöruvöndunar í ís- lenzkum iðnaði. Alls bárust 54 umbúðir eða um- búðaraðir til samkeppninnar. Til að meta innsendar umbúðir var tilkvödd dómnefnd, en eftirtalin félög og aðil- ar áttu fulltrúa í henni: Félag ísl. iðnrekenda, Landssamband iðnaðar- manna, Iðnaðarmálastofnun Islands, Félag ísl. teiknara, Félag ísl. stór- kaupmanna, Kaupmannasamtök ís- lands og Neytendasamtökin. Störf dómnefndar voru í höfuðat- riðum þríþætt. í fyrsta lagi gerð út- boðsgagna, þar sem lögð var áherzla á að fá sem gleggstar upplýsingar um umbúðirnar, s. s. framleiðanda, not- anda og hönnuð, einnig efni, tilgang og hvenær þær voru fyrst notaðar, en að auki ýmsar aðrar upplýsingar, sem dómnefndin taldi, að leggja bæri IÐNAÐARMÁL 17

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.