Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 37

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 37
trufla starfsemi fyrirtækisins. Og það er til lítils gagns að hafa fyrir því að ákveða, hvað gera ætti, hvað gert hefur verið og hverra ráðstafana er þörf, ef engar ráðstafanir eru síðan gerðar. Ekki er þörf fyrir neitt ákveðið kerfi til að framkvæma þessar ráð- leggingar. Aðferðin skiptir tiltölu- lega litlu máli, ef aðeins stöðugt er leitazt við á skynsamlegan hátt að gera það, sem ráðlagt hefur verið. Sú niðurstaða virðist einföld og eðlileg, að sýna ætti starfsfólki fyrir- tækisins a. m. k. eins mikla um- hyggju og dauðum efnishlutum. Ef slík mannleg umhyggja nær að festa rætur og verða stöðug, fremur en að brjótast út í óreglulegum, tilviljana- kenndum hrifningarköstum, þá mun árangurinn reynast undraverður. Endurbætur — ekki fullkomnun Það er athyglisvert einkenni mann- legs eðlis að margir okkar verða að sjá nýja áætlun útskýrða í einstök- um atriðum áður en við reynum að framkvæma hana. Því næst rökræð- um við um hin einstöku atriði, og stundum neitum við að hefjast handa vegna þess, að við getum ekki séð fyrirfram, hvernig komast skal yfir hverja torfæru. Ef þeir, sem ábyrgð- arstöður skipa, vildu taka ákvarðanir um grundvallar „réttmæti“ tillögu og leggja síðan á brattann, með fölskva- lausum trúnaði við þann úrskurð, til að finna leiðina, þá myndi vera meiri hraði á mannlegum framför- um en nú er. Það eru svo miklar umræður um aðferðir og tækni, að spurningin um grundvallar „rétt- mæti“ eða „óréttmæti“ gleymist stundum alveg. Fullkomnun í hvers konar starf- semi verður aðeins náð með æfingu. Ef enginn hefði fengizt til að fljúga fyrstu flugvélinni vegna þess, að hún var ekki fullkomin, hvar væru þá flugsamgöngur okkar á vegi stadd- ar í dag? Og vélarnar, sem við fljúg- um í dag, standa að líkindum langt að baki þeim vélum, sem við fljúgum eftir tíu ár. Hið sama gildir um stjórnunaraðferðir, að því er varðar hina mannlegu þætti. Það er sagt um Pershing hers- höfðingja úr fyrri heimsstyrjöld, að þegar einn úr herforingjaráði hans kvartaði um, að ákveðinn liðsfor- ingi á vígstöðvunum gerði margar skyssur, hafi hann svarað: „Rétt er það, en hann er fljótur að því.“ Sá, sem gerir engin mistök, tekur eng- um framförum. Sá, sem tekur fram- förum án mistaka, er ekki mannleg- ur. Ef það, sem hér hefur verið fjall- að um í höfuðdráttum, virðist skyn- samlegt og heilbrigt og ef við höfum nægilegt traust til að hefjast handa á einhverju af því, sem við höfum áður sniðgengið, mun það verða Aöalyfirsjónir viö kostnaðar- Atvinnurannsóknastofnunin aust- urríska hefur í sambandi við kerfis- bundnar rannsóknir, sem hún lét fara fram á yfir 3.000 fyrirtækjum, tekið saman eftirfarandi yfirlit yfir yfirsjónir, sem sífellt virðast endur- taka sig á sviði kostnaðar- og verð- útreikninga hjá smáfyrirtækj um og meðalstórum fyrirtækjum. (Sjá einn- ig í síðasta tbl. um aðalyfirsjónir við stækkun fyrirtækja). 1. Engir kostnaðar- eða verðútreikn- ingar eru framkvæmdir, því að menn halda því fram, að markað- urinn eða samkeppnin ákveði verðið. Mótrök: Auðvitað getur smáfyrirtæki eða meðalstórt fyr- irtæki sjaldan rekið virka verð- stefnu. Það verður hins vegar að þekkja þau neðri mörk verðsins, sem ekki má fara yfir, án þess að hagnaður hverfi eða eignir fyrir- tækisins rýrni (verðlágmark). 2. Notaðar eru meira eða minna tilvilj anakenndar álagsprósentur. Mótrök: Álagsprósentur eru sjald- an í samræmi við raunverulegar kostnaðaraðstæður. Annaðhvort eru þær of lágar og taka ekki tillit til þess hagnaðar, sem mætti fá, eða þær eru of háar og setja fyrir- tækið á kaldan klakann í sam- okkur ánægjuleg reynsla. Mannlegir einstaklingar sýna yfirleitt skjót og jákvæð viðbrögð gagnvart skilningi, heiðarleika og tillitssemi. Ef við göngum að stj órnunarstörfum okkar með því hugarfari að vinna verkin á einfaldan og eðlilegan hátt, mun mikið af þeirri ringulreið, sem nú á sér stað, hverfa úr sögunni. Beztu laun, sem nokkur stjórnandi getur hlotið, eru jákvæð ummæli þeirra, sem lotið hafa stjórn hans — að þeir séu betri verkmenn, betri þjóðfélagsþegnar, betri framleiðend- ur vegna þess, að þeir hafi notið leiðsagnar hans. Slík viðhorf skapa siðgæði og góðan vilja, er sigrað geta í hverri raun. Þýð. J. B j. og verðútreikninga keppni við fyrirtæki, sem nota ná- kvæma kostnaðar- og verðútreikn- inga. 3. Engin tök eru á verð- eða kostn- aðarútreikningum, því að skortur er á nægilegum gögnum. Geri maður samt tilraun til að koma þeim saman, er oft ekki unnt að taka tillit til stórra kostnaðarliða. Mótrök: Afleiðingarnar eru í eðli sínu þær sömu og í lið 1 og 2. Svipaðar afleiðingar hefur það í för með sér að gleyma útreiknuð- um kostnaðarliðum eins og af- skriftum og vöxtum. 4. I kostnaði og verði, sem reiknað er út pr. tíma, er ekki gerður mis- munur á því, hvort um er að ræða vélvinnu eða handvinnu. Mótrök: Með aukinni vélvæðingu er mun meiri hætta á röngum út- reikningi, og hættan er þeim mun meiri, því ólíkari sem verkefni fyr- irtækisins eru með tilliti til inn- byrðis hlutfalls milli handvinnu og vélvinnu. 5. Atvinnurekandanum finnst hann verða að eyða tíma sínum við framleiðsluna, en ekki skrifborð- ið. Mótrök: Jafnvel nákvæmasta og vandaðasta vinna við fram- Framh. á 34. bls. IÐNAÐARMAL 31

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.