Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 17

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 17
 Rannsóknartœki fyrir Ijós- og veðrunarþol. um galla sem og endurbótum á fram- leiðslunni. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu, er hér um mjög víðtækar og margbreytilegar rannsóknir að ræða, þannig að ógerningur er að gera þeim nægileg skil í stuttri tímaritsgrein. Um hluta þessara rannsókna ritaði undirritaður greinina „Gæðamat á garni og vefnaðarvöru“, sem birtist í Iðnaðarmálum, 1. hefti 6. árgangs 1959. Verða því að sinni einungis teknar til meðferðar nokkrar af nýjustu rannsóknum og rannsóknatækjum Rannsóknastofnunar iðnaðarins, sem eru í þágu trefjaiðnaðarins. 1. Ljós- og veðrunarþolsrannsóknir Rannsóknastofnun iðnaðarins fær nú á næstunni nýtt tæki til ljós- og veðrunarþolsmælinga. Nefnist tæki þetta „Weather-Ome- ter“. Litur eða litir eru mjög snar þátt- ur í daglegu h'fi og ráða oft úrslitum um sölumöguleika iðnaðarvöru. Að litur blikni eða upplitist, veld- ur því oft, að vara hættir að seljast. En litfesta getur hins vegar orðið það góð auglýsing, að það jafnist á við gæðamerkingu. Það er því mj ög veigamikið atriði, að mögulegt sé að rannsaka litfestu efna, áður en varan er sett á markað. Einnig að rannsaka orsakir galla, ef svo fer, að þeirra verður vart. Ef um gæðamerkingu á vöru er að ræða, þá eru þessar rannsóknir óhjá- kvæmilegar. Tæki þetta er þannig úr garði gert, að velja má um tvær tegundir Ijósgjafa, kolbogaljós og xenonljós- boga. Einnig eru sjálfvirkir hita- og rakastillar, en öllu má stjórna sjálf- virkt eftir fyrirfram ákveðnum ferli. Þannig er mögulegt að rannsaka litarþol efna við hin margbreytileg- ustu skilyrði og að aðlaga efnin á þann hátt þeim kröfum, sem þau þurfa að fullnægja í notkun. Auk þess að rannsaka litarþol trefjaefna með þessu tæki eru marg- víslegar aðrar rannsóknir fram- kvæmdar með því, svo sem á ýmsum plastefnum, viðarefni, límefni og málningarefni. 2. Rannsóknir á góliteppum Meðfylgjandi mynd sýnir tæki það, sem Rannsóknastofnun iðnaðarins notar til þess að rannsaka notkunar- eiginleika gólfteppa. Rannsóknartœki fyrir notkunareiginleika gólfteppa. Með tæki þessu er líkt eftir þvi álagi eða meðferð, sem gólfteppi verða fyrir við það, að gengið er á þeim. En það er gert þannig, að tepp- ið er sett innan á sívalninginn, en sérstakt tæki,„fjórfótungur“,líkir eft- ir fótstigi við snúning sívalningsins. Með mælingum o. fl. er svo fylgzt með hegðun teppisins og gæðin þann- ig ákvörðuð. Meðfylgjandi myndir sýna greini- lega muninn, sem oft er á notkunar- eiginleikum gólfteppa. Vinstri helmingur myndanna er af teppunum ónotuðum, en hinn helm- ingurinn, eftir að 130000 manns hafa gengið á teppinu. G. T. 5. Munur á slitferli nokkurra góljteppateg- unda. 3. Notkunareiginleikar efna og þráða Jafnvel smávægilegar breytingar á gerð efna geta oft haft mikil áhrif á notkunareiginleika og endingu þeirra. Við framleiðslu og þróun nýrra gerða er því mjög verðmætt að geta með rannsóknum sagt til um, hvern- ig efnin munu reynast í notkun, og á þann hátt fundið beztu og oft um leið ódýrustu framleiðsluaðferðina. Rannsóknastofnun iðnaðarins er nú að fá nýtt tæki, en með því má rannsaka framannefnda notkunareig- inleika. Með þessum frásögnum um nýjustu rannsóknatækin, sem Rannsókna- stofnun iðnaðarins er að fá, viljum við benda á og undirstrika, hve rann- sóknir og gæðaprófanir eru nauðsyn- legar í sambandi við iðnaðinn. Vörugæði hafa ávallt verið bezta auglýsingin og trygging framhalds öruggra viðskipta. Rannsóknir eru leiðin til þess að Framh. á 15. bls. IÐNAÐARMAL n

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.