Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 38

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 38
NYTSAMAR NYJUNGAR Nú er auðvelt að framleiða gervisteina Náttúrusteinar verða stöðugt ódýr- ari vegna hagræðingar og bættrar vinnutækni, og einnig verður auð- veldara að framleiða eðlilegri gervi- steina. Náttúrusteinninn hefur að vísu sín sérstöku efnaeinkenni, sem ekki er algjörlega hægt að líkja eftir, en gervisteinn hefur aftur á móti oft meira brotþol. Með Degalon S600 er hœgt að jramleiða steina, sem eru ódýrari og sterkari en nátt- úrusteinar. Ein af nýjustu aðferðunum til að framleiöa gervisteina kemur frá fyr- irtækinu Degussa, Frankfurt/Main, sem hefur framleitt metalkrylatharp- iks undir vörumerkinu DEGALAN S600, en með því er hægt á einfald- an og um leið öruggan hátt að fram- leiða gervisteina og gervimarmara. A síöasta stigi vinnslunnar þarf aðeins að hlanda tveimur efnum til að fá efnisblöndu, sem við hörðnun verður sérlega sterk. Auk þess veitir metal- krylatharpiks gervisteinum og gervi- marmara aukið veðrunar- og birtu- þol, þannig að einnig er hægt að nota þá til að klæða framhlið bygginga. Þurrkuð málmsteinafylliefni eins og kvartsandur, krít og marmaraduft, sem fást í byggingarvöruverzlunum, er blandaö vel með litarefnum og til- skildu magni af herði og fínt möluðu 1. mynd: Hið nýja tœki MD-300. polymetakrylati. Þessi blanda getur geymzt lengi á köldum og þurrum stað. Viö vinnsluna á aðeins að hræra þessa þurru blöndu saman við DE- GALAN S600 í graut, sem auðvelt er að hella út, og sem fær rétta marm- araáferÖ með því að bæta í meira lit- arefni. Þessum massa er hellt í mót og hann hristur í sérstöku hristitæki. Hann harðnar á 1—2 klukkustundum án þess að dragast saman og mynda fellingar. Það er hægt að fá slétt yfir- borð, ef mótið er grunnað með meta- krylati. Ur „Byggeindustrien", febr. 1969. Nýtt binditæki Bandaríska fyrirtækið Signode Corporation, 2663 N Western Ave- nue, Chicago, Illinois 60647, hefur nýlega sent frá sér nýtt tæki, sem væntanlega er til mikils hagræðis, þar sem binda þarf ýmiss konar pakka. Eins og sýnt er á meðfylgjandi myndum, samanstendur tækið af grind og boröi. Sérstakt band úr nælon er dregið út í grindina og umvefst pakkanum, sem binda á, þegar stutt er á hnapp. Bandið er 2. mynd sýnir, hvernig unnt er með MD- 300 að binda á fœribandi. teygt um pakkann og soÖið saman með viðnámssuðu (friction welding). Afköst umrædds tækis eru háð stærð pakkanna, sem binda á. Ef pakkinn fyllir út í grindina (120 x 120), eru afköst 17 bindingar á mín- útu, en ef stærðin er 20 x 20, eru afköstin 9 hönd á mínútu. Helztu kostir Dymax-bindingar eru: Bindingin er lyktarlaus, bandið skríÖur ekki á pakkanum og raki hefur engin áhrif á bindinguna. Ur „Affars ekonomi" nr. 19, 1968. 32 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.