Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 31

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 31
séu sérstaklega brýn fyrir hagræð- ingarstarfsemina í opinberri stjórn- sýslu. Fyrir hvert efni var skipaður vinnuhópur haustið 1967, þar sem í var 1 fulltrúi frá hverju þátttöku- landi, og þessir hópar höfðu fyrir ráðstefnuna lagt fram ýtarleg skrif- leg gögn. Aðalefnin á ráðstefnunni í Kaup- mannahöfn Efnin 4, sem til umræðu voru í Kaupmannahöfn, voru þessi: 1. Mótun upplýsingakerfa fyrir stýr- ingu, t. d. á fjármálasviðinu. 2. Oflun og hagnýting skýrsluvéla innan opinberrar stjórnsýslu. 3. Stjórnsýsla og stýring á hagræð- ingarverkefnum. 4. Mótun almennra leiðbeininga- reglna fyrir stjórnsýslu ríkisins og skrifstofustarfsemi. Við skulum nú kanna nokkuð nán- ar hvert þessara sviða. Upplýsmgakerfi fyrir stýringu Formaðurinn fyrir þennan mála- flokk gaf almennt yfirlit um þró- unina í fjármálalegum upplýsinga- kerfum. Hann benti á, að grundvöll- urinn að sérhverju stýrikerfi væri nauðsynin á að hafa markmiðin skýr og skilmerkileg. Nauðsynlegt yrði að koma á kostnaðarbókhaldi og gera meira úr fjármálastarfinu á einstök- um stigum stj órnsýslunnar. Oft væri talað um skrásetningu gagna, sem eitthvert ómerkilegt atriði, en í fram- kvæmd réði það úrslitum um gæði upplýsingakerfisins. Markmiðið væri eitt samlagað (integrert) heildarkerfi fyrir hina opinberu stjórnsýslu ií heild, en í framkvæmd væri einungis unnt að ná þessu markmiði með því að komast áfram skref fyrir skref. 1 Finnlandi hefur frá árinu 1963 mikil vinna verið lögð í að móta fjár- málalegt upplýsingakerfi fyrir hina opinberu stjórnsýslu, kerfi fjármála- skipulagningar og reikningshalds. Við mótun þessa kerfis hefur ýmist verið gengið út frá heildarkerfinu, þ. e. a. s. langstímaskipulagningunni eða hinum einstöku stofnunum og stjórnarskrifstofum. Reynslan er sú, að hagkvæmasti árangur næst með því að byrja bæði ofan frá og neð- an. Ekki er unnt að hrinda kerfinu í framkvæmd nema stjórnendur séu umskólaðir, og menn hafa komizt að raun um, að einnig af þessum or- sökum sé slík tvíhliða þróun æskileg, hagkvæm og nauðsynleg. Sænskir aðilar skýrðu frá nýju kerfi, sem gengur út á að stýra starf- semi réttarfarsins með hjálp gagna- úrvinnnslu með rafreikni. Hjá ríkis- lögreglunni í Svíþjóð nær það til skrásetningarmiðstöðvar fyrir afbrot og kerfi til skipulagningar og eftir- lits á notkun fjármagns innan lög- reglunnar, bæði laun og efni, í tengsl- um við gerð f j árhagsáætlana og reikningshaldið. Kerfið verður sam- lagað og samtengt milli hinna ein- stöku yfirvalda innan réttarfarsins, þ. e. a. s. lögreglu, ákæruvalds, dóm- stóla og fangelsismála. Danskir fulltrúar lögðu fram dæmi um fjármálalega stýrð kerfi innan einstakra ríkisstofnana og gerðu sér- staka grein fyrir kerfi fyrir Ríkisút- varp Danmerkur, en þar starfa um 2000 manns. Oflun og hagnýting skýrsluvéla Gagnaúrvinnsla með rafreikni er notuð talsvert mikið í stjórnsýslunni. Við verðum samt sem áður að reikna með, að við stöndum frammi fyrir upphafinu að mjög kröftugri þróun og útvíkkun á þessu sviði, sagði for- maður þessa málaflokks. í norskri stjórnsýslu voru um áramótin 1967 —68 um 20 miðstöðvar gagnavinnslu með rafreiknum. Hagkvæm notkun gagnavinnslu með rafreikni í stjórn- sýslu leiðir hugann að mörgum flókn- um vandamálum, sem eru skipulags- legs eðlis og snerta mannahald og fjárhag. Sérstaklega er mikilvægt að koma á samlöguðum (integrerte) kerfum, að breyta fyrri skipulags- byggingu, að þjálfa starfsmenn og samræma sjálfa gagnaúrvinnsluna og afla tækja til gagnaúrvinnslu. Meðferð efnisins á ráðstefnunni snerist aðallega um öflun vélanna og nýtingu á vélakostinum. Sænskir aðilar gerðu grein fyrir miðstýrðu kerfi til öflunar á rafreikn- um til gagnavinnslu, og er þetta kerfi nú hagnýtt innan sænsku stjórnsýsl- unnar. Markmiðið með hinum miðstýrða gagnaúrvinnsluaðila er þetta: 1. Starfa að því, að notkun gagnaúr- vinnslu með rafreiknum sé beint til þeirra sviða, þar sem arðsemi þeirra er mest, og að einungis arðsöm hagnýting slíkra skýrslu- véla sé framkvæmd. 2. Leitast við að fá fram sem mesta hagkvæmni hjá hinum einstöku rafreikniskýrsluvélum ríkisins, m. a. með því að samræma mísmun- andi þarfir einstakra ríkisstofnana fyrir afkastagetu skýrsluvéla, örva til hagkvæms rekstrarskipulags og sjá um ýmis konar samræmingu. 3. Auka afkastagetu rafreikniskýrslu- véla innan ríkisins í samræmi við auknar þarfir og leitast við að ná sem beztu nýtingarhlutfalli hjá þeim skýrsluvélum, sem fyrir eru. 4. Leitast við að ná sem hagkvæm- astri aðlögun milli þarfanna og þess vélabúnaðar, sem til reiðu er, með því að fjárfesta á hagkvæm- an hátt, og leitast við að ná sem hagkvæmustum kjörum miðað við gefnar kröfur til vélabúnaðarins. Hjálpartæki við tæknilega skipu- lagningu á rafreikniskýrsluvélum var efni, sem danskir sérfræðingar fjöll- uðu um. Var þar farið inn á hinar ýmsu mælingaraðferðir, sem tengd- ar eru því magni, sem berst af gögn- um og upplýsingum, vinnslutíma og rekstraröryggi. Ræddar voru aðferð- ir til þess að meta og gera sér grein fyrir heildarvélabúnaðinum og af- kastagetunni, t. d. svokallað „bench- mark-problem“, þ. e. a. s. beiting einkennandi forskrifta eða forskrifta- hluta, sem búnir hafa verið til í því skyni að bera saman hagkvæmni ó- líkra gagnaúrvinnsluvéla, og svo eft- irlíking þeirra, sem er fólgin í því, að gert er reiknitæknilegt líkan af skýrsluvélabúnaði og síðan eru gerð- ar tilraunir með þetta líkan í stað- inn fyrir að framkvæma verkefni á vélabúnaðinum sjálfum. Einstaka að- ilar töldu, að' eftirlíking af þessari IÐNAÐAR MÁL 25

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.