Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 27

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 27
 FOLK OG STAOFSOMHIIEOFI Með fjárhagslegum stuðningi frá NPI (Norsku framleiðnistofnuninni) tókst Ingmund Ofstad, blaðamaður, á hendur 3ja vikna rannsóknaferð tíl Svíþjóðar í marz 1967. Tilgangur ferðarinnar var að rannsaka sambandið milli fólks og starfs- umhverfis, með heimsóknum í rannsóknastofnanir, sjúkrahús, fyrirtæki o. fl. Tilefni rannsóknarinnar er hin mikla aukning slit- og álagssjúkdóma á síðari árum, sem birtist í þverrandi hreysti og vinnuafköstum. Eftir heimkomuna hefur Ingmund Ofstad skrifað nokkrar greinar um rannsóknir sínar og er þetta fjórða greinin eftir hann, sem birtist í Iðnaðarmálum. Réttur maður á péttum stað Eftir Ingmund Ofstad Þriðji hver maður verður jyrir lœknisfrœðilegum starjshindrunum. En hœgt er að ná góðri aðlögun með læknis- rannsóknum og starjsgreiningu. Læknisþjónusta fyrirtækja er ekki alltaf litin jafnhýru auga meðal allra hópa. Því er haldið fram, að á tím- um, þegar skortur er á læknum, sé þaS rangt aS binda starfskrafta á þessum vettvangi. En ef dæma skal eftir árangri, eins og vera ber, koma fram veigamikil rök fyrir öSrum sjónarmiSum. ViS Volvo-verksmiSj- urnar í Skövde, eitt þeirra fyrirtækja á NorSurlöndum, sem af mestum heilindum hefur lagt áherzlu á heilsu- gæzludeild, geta menn sýnt fram á mikilvægan árangur, sem talar sínu máli. Fjöldi heimsókna og læknisaS- gerSa á sjúkrastofu fyrirtækisins er yfir 40 þúsund á ári, en þessi tala greinir þó aSeins frá hluta af starf- semi deildarinnar. Jafnmikilvægt er þaS starf, sem miSar aS því aS koma í veg fyrir sjúkdóma: aS starfsum- hverfiS sé aShæft eSa lagaS eftir mannlegum aSstæSum og ennfremur aS sjá til þess, aS hverjum manni sé skipaS á réttan staS. Á þessu sviSi er reynslan hin ákjósanlegasta. Sjúkrafjarvistir eru aSeins 4%, en 6—7% í öSrum sambærilegum iSn- aSi. Einkum er tala slit- og álags- sjúkdóma svo lág, aS athygli vekur. Heilsugæzludeildin, sem auk tveggja lækna hefur í starfsliSi sínu einn sálfræSilegan ráSgjafa og nokkrar hjúkrunarkonur, þar af eina sérmenntaSa í heyrnarhjálp, virSist meS öSrum orSum ekki aS- eins vera nauðjsynleg fyrirtækinu, heldur hefur hún tvímælalaust mikiS almennt heilsufarslegt gildi. ESa, eins og yfirlæknirinn, dr. A. C. Heijbel, kemst aS orði: „Því öflugri rekstur sem menn vilja í nútíma iðnaSi, þeim mun mikilvægara er aS van- rækja ekki hina mannlegu þætti í framleiðslustarfinu.“ Nýjar starisaðierðir — nýjar kröiur Læknisrannsóknirbyggjast á göml- um erfðavenjum í sænskum iðnaði, en áður fyrr var læknirinn aðeins lauslega tengdur fyrirtækinu og lítið kunnugur vinnustað hvers einstak- lings. Tilgangurinn var sá að velja hrausta og sterka menn til starfa — hinum var vísað frá. Vera má, að slíkar rannsóknir hafi haft nokkurt gildi fyrr á tímum, þegar líkams- burðir höfðu miklu meira að segja, en nú eru aðrir tímar, segir dr. Heijbel. Breyttar framleiSsluaSferðir hafa haft áhrif á sambandið milli manns og starfs, vélvæðing og sjálfvirkni hafa dregið úr þunga vinnunnar, og framfarir í hreinlætis- og öryggis- málum hafa dregið úr hættunni á slysum og örkumlum. Á hinn bóginn hafa hinar nýju vinnuaðferðir, með ákveðnum afkastakröfum, föstum endurtekningaraðferðum og kröfum um einbeitingu og samstillt viðbrögð, reynt meira á sálræna aðhæfingu. MeS öðrum orðum, nútíma iðnaðar- störf einkennast af yfirfærslu hins líkamlega erfiðis til hins sálræna, og þættir eins og handlagni, viðbragða- og samstillingarhæfni eru miklu mik- ilvægari en sjálfir líkamskraftarnir. Fyrir framleiðsluna er það að sjálf- sögðu höfuðnauðsyn, að slíkir eigin- leikar séu hagnýttir sem allra bezt. Fullkomin nýting krefst fullkominn- ar samhæfingar á mannlegu vinnuafli og starfskröfum. IÐNAÐARMAL 21

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.