Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 29

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 29
af læknisfræöilegum ástæðum. Og þá er yfirleitt um þá umsækjendur að ræða, sem ekki hæfa í iðnaðarum- hverfi. Aður en hin læknisfræðilega starfsskipun hófst, var tala þeirra umsækjenda, sem vísað var frá, tals- vert hærri. Hitt er svo annað mál, að ráðningadeildin hefur ekki ætíð laus viðeigandi störf, eða umsækj- anda er vísað frá af öðrum ástæðum. Skýrsluvélar eiga ekki við Hverjar eru veigamestu starfs- hindranir? Fyrst og fremst eru það tveir hóp- ar, sem erfitt getur verið að finna störf fyrir í aðlögunarkerfinu: eldri starfsmenn og kvenfólk. Annars höf- um við auðvitað takmarkanir, sem eiga rætur sínar að rekja til sjúklegs ástands, erfiðleika með svefn og af félagslegum ástæðum. Slíkar starfs- hindranir reynum við auðvitað að fella inn í kerfið. En gataspjöld og skýrsluvélar? í erfiðum tilfellum, þegar um fleiri starfshindranir er að ræða, kemur það fyrir, að ráðningaskrifstofan notar gataspjaldakerfi til að þreifa sig áfram til viðeigandi starfs, en þetta er þá aðeins notað sem hjálp- artæki til leiðbeiningar. Sjálfur tel ég, að skýrsluvélavinnsla eigi ekki við í slíku kerfi. Hún byggir á þeirri forsendu, að læknirinn hafi jafn- hárnákvæmar skýrslur um afkasta- getuna og hann hefur um störfin. Hinn mannlegi þáttur myndi hverfa, og kerfið gæti unnið meira tjón en gagn. Aðeins á yfirborðinu yrði það nákvæmt. Félagsvaktir fyrir konur Volvo-verksmiðjurnar í Skövde hafa allmargar konur í 3000 manna starfsliði sínu. Skövde er ekki stór borg, hefur aðeins um 28 þúsund íbúa, og vinnuaflsskortur hefur ver- ið talsverður. Konurnar hafa reynzt mikilvægt varalið. Vinnuálagið veld- ur þeim ekki miklum erfiðleikum, því að með vinnuhagræðingu hefur þunganum verið létt af störfunum, segir Heijbel yfirlæknir. Vandamál iðnaðarkvenna eru fremur félagslegs eðlis. Venjulega er um húsmæður að ræða, sem gjarnan vilja létta fjár- hagsbyrði fjölskyldunnar. Þær eru oft vanar erfiðri vinnu á heimil- inu. í heimilisstörfunum eru mörg erfið átök fólgin, eins og t. d. að berja gólfteppi, en hin vélstýrðu störf í nútíma iðnaði krefjaist yfirleitt meiri einbeitingar. Vandamálið er fólgið í hinu tvíþætta starfi í heimili og verksmiðju. Styttri vaktir fyrir konur? Við höfum svonefndar félagsvakt- ir, þ. e. tvær konur skipta með sér einu starfi, venjulega á þann hátt, að þær vinna annan hvern dag. Það virðist hæfa bezt. Slíkt fyrirkomulag hefur gefizt mjög vel. Meðal annars dregur úr fjarvistum, þar sem kon- urnar tvær geta skipt um vaktir, ef eitthvað ber út af, t. d. ef börnin verða veik. Verkstjórnendur eru á engan hátt andvígir félagsvöktum. Frá þeirra sjónarmiði er það auð- vitað mikilvægt, að vinnuplássin standi ekki auð, og frá læknisfræði- legu sjónarmiði er þetta fyrirkomu- lag sérlega heilladrjúgt. Kemur það fyrir, að starfsmenn auki afköst sín með eigin framtaki, t. d. með þjálfun, eða minnki þau með því að sníða þau eftir starfs- hindrunum sínum? Fyrst verð ég að geta þess, að ráðningarannsóknirnar eru alltaf endurteknar, í fyrsta sinn eftir tvo mánuði. Okkur getur auðvitað skjátl- azt. Það kemur fyrir, að starfsmenn bæti líkamlega getu sína alveg á sama hátt og þeir geta aflað sér meiri menntunar. Mikilvægt að iylgjast með Starfhæfni kerfisins er bundin því skilyrði, að unnt sé að halda matinu virku og raunsönnu, heldur Heijbel yfirlæknir áfram. Alveg eins og læknirinn verður að gefa gaum hin- um stöðugu breytingum, er eiga sér stað á hinum læknisfræðilegu vinnu- brögðum, þannig verður hann jafn- an að fylgjast vel með öllum breyt- ingum á framleiðslu og starfskröf- um. Reglulegt samband milli verk- stjórnenda og læknis annars vegar og milli læknis og starfsmanna hins vegar er mikilvægt — og ræður raunar úrslitum um rétta starfskipun og aðhæfingu. Má ekki draga þá ályktun, að læknirinn ætti að kynnast vinnu- staðnum miklu fyrr en nú tíðkast, þ. e. um leið og staðurinn er skipu- lagður? Jú, nú á tímum er ekki hægt að móta tækniþróunina út frá hreinu tæknilegu sjónarmiði án þess að taka tillit til mannlegrar afkastagetu. Tæknimaðurinn verður að hafa þekkingu á hinum líftæknilegu grund- vallaratriðum, og það verður að taka þau með inn í fyrirtækið, þegar á sjálfu skipulagsstiginu. Það er mjög erfitt fyrir iðnaðarlækninn að koma síðar til skjalanna. Framleiðslustarf- semi, sem þegar er komin í gang, er erfitt að stöðva, og þá er stundum aðeins unnt að gera minni háttar breytingar. Læknirinn — líftækni- fræðingurinn — verður að vera með við sjálfa skipulagninguna, þar verð- ur hann að hefjast handa, ef árangur- inn á að verða samkvæmt óskum, segir Heijbel yfirlæknir að lokum. (Þýð. J. Bj.) f Segið, þegar hann kemur, aS ég sé ekki inni, og iakið upp prjónadótið, svo hann haldi ekki að ]>ér séuð að skrökva. IÐNAÐARMAL 23

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.