Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 33

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 33
Frá vettvangi stjórnunarmála Stjórnun á einfaldan hátt Eflir Lawrence A. Appley, forseta Amerícan Management Association Eitt sinn ritaði ég bók eftir öllum „kúnstarinnar reglum“: Hún bar á- hrifamikið og víðtækt heiti, hafði formála, inngang, efnisyfirlit, rann- sóknartilvísanir, viðbæti og bók- fræðilegar skýringar. Milli spjalda sinna hafði hún að geyma speki, er ég hafði öðlazt á fimmtán ára reynslutíma með starfsliði, verk- stjórnendum, deildarstjórum og æðstu yfirmönnum og leiðtogum. En þessi bók hafði þó a. m. k. einn algengan galla — hún gerði ein- faldar og eðlilegar athafnir mjög flóknar og erfiðar á að líta. Arang- urinn varð sá, að margir þeirra, sem hefðu getað hagnazt á lestri hennar, luku henni aldrei, en þeir, sem luku henni, voru of ruglaðir af sýndar- flóknu og margbrotnu efni hennar til að fara eftir mörgum ráðleggingum hennar. Er það ekki einkennilegt, hve margir — bæði konur og karlar — hafa tilhneigingu til að flækja og af- mynda einfaldar og eðlilegar athafn- ir? Hvers vegna streitumst við á móti hinu augljósa? Hvers vegna viljum við endilega ganga í berhögg við staðreyndir og meginreglur, sem hlot- ið hafa reynslu og staðfestingu ár- um saman? Hvers vegna höldum við áfram að staðhæfa, að við séum frá- brugðin ,að fólkið, sem við eigum samskipti við sé öðruvísi, að starf- semi okkar og vandamálin, sem við erum að glíma við, séu með öðrum hætti? Hvers vegna höldum við á- fram að krefjast sérstakrar tillits- semi og meðferðar? Allt, sem við ávinnum, er það eitt að gera okkur sjálfum erfiðara fyrir og baka öðr- um óþægindi. Engin bifreið er nákvæmlega eins og önnur. Bifreiðir eru ólíkar í út- liti, þær eru af ólíkum uppruna og notaðar í ólíku umhverfi, gegna margvíslegum hlutverkum á ólikum landsvæðum og við ólíkt veðurfar. En þær starfa allar samkvæmt sömu meginreglu: Hreyflar þeirra stöðvast, ef þá skortir eldsneyti, þær skemm- ast, ef þeim er ekki haldið við á sómasamlegan hátt, hjólbarðarnir fletjast út, ef slangan springur, og þeir renna til í hálku, ef þeir hafa ekki keðjur. Engin þeirra vinnur alveg eins hjá ólíkum ökumönnum, og engar tvær bregða nákvæmlega eins við hjá sama ökumanninum. Sama er að segja um seglbáta. Og þannig er fólkið. Það starfar allt samkvœmt sömu grundvallarreglum, og sérhver hefur sinn einstaka per- sónuleika. Einfaldasta leiðin Við teljum Gettysburg-ávarpið meistaraverk einfaldleikans, en til er annað ávarp og miklu eldra, sem lætur Gettysburg-ávarpið hverfa í skuggann. I nútíma útgáfu hljóðar það á þessa leið: „Gerið öðrum það, sem þér viljið að þeir geri yður.“ í þessari einu setningu í hinni helgu bók, sem samin er af höfundin- um mesta um mikilvægasta efnið, er fólgin meginregla góðrar stjórnunar í einfaldasta formi. Hví skyldum við þurfa nokkuð annað? Hvers vegna þurfum við bækur í tonnatali til út- skýringar á jafneinföldu máli? Það getur aðeins stafað af hinni þrjózkulegu, mannlegu löngun til að rita reglurnar á okkar eigin liátt. „Gerið öðrum það, sem við álítum, að eigi að gera.“ Þessi útgáfa af reglunni opnar dyrnar upp á gátt fyrir öllum okkar eigingjörnu hvöt- um. Hún afskræmir dómgreind okk- ar, ýtir undir ofbeldi, skapar efna- hagskreppur og leiðir til styrjalda. Hún fær okkur til að halda þrjózku- lega við hleypidóma, úreltar erfða- venjur og gagnslausar, tímafrekar aðferðir. Hún eykur okkur erfiði, sljóvgar ábyrgðartilfinningu, veldur misskilningi, afbrýði, árekstrum og tímasóun. Með öðrum orðum, hún gerir einfalt starf erfitt. Þegar hleypidómum og eigingirni er boðið inn, ganga skynsemin og og réttlœtið út. Stjórnun — eðlileg starisemi Margt hefur verið ritað um „forustuhæfni“, stjórnunargáfur“, „framkvæmdaeiginleika“, og svo mikið hefur verið deilt um, hvort forustumenn séu „fæddir“ sem slíkir eða hafi áunnið sér hæfni sína, að allt stjórnunarsviðið hefur verið sveipað dulúð. Afleiðingin er sú, að margir góðir og gildir framkvæmda- stjórar ala með sér ótta og sjá fyrir sér flókin vandamál, þar sem engin slík eru. Sannleikurinn er sá, að leiðsaga er fullkomlega eðlilegt fyrirbrigði í lífinu. Veröldin skiptir sér eins og af IÐNAÐARMÁL 27

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.