Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 18

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 18
Aðalsteinn Jónsson, efnaverkfræðingur, lauk prófi í efnaverkfræði frá tækniskólanum í Stock- hólmi 1953. Hann var verkfræðingur hjá Málningu hf. 1953—55 og hjá iðnaðardeild Atvinnu- deildar háskólans, síðar Rannsóknastofnun iðnaðarins frá 1955. Kæling og ffrysting á matvælum með ffliótandi loffttegundum Eftlr Aðalsteín Jónsson, verkfnæðing Við framleiðslu á fljótandi lofti hafa lengst af verið notaðar hinar gamalkunnu aðferðir, sem kenndar eru við Linde og Claude. Aðferð Linde byggist á því, að háþrýst loft er leitt gegnum þenslu- loka, þar sem þrýstingurinn fellur niður í eina loftþyngd. Við þetta næst mikil kæling, kalda loftið er síð- an notað til að kæla háþrýst loft fyr- ir þensluna, og fæst þannig nægileg kæling til að þétta loftið. í aðferð Claude er notuð þensluvél í stað þensluloka. Fyrir um það bil 10 árum komu á markaðinn svokölluð Phillips- Stirling tæki, sem framleidd eru af Phillips-verksmiðjunum í Hollandi (1. mynd). Arið 1938 voru hafnar tilraunir með smíði loftvarmavélar í rann- sóknarstofum Phillips, en hún bygg- ist í grundvallaratriðum á loftvarma- vélinni, sem Robert Stirling fann upp í byrjun 19. aldar. Þegar loftvarma- vélin er knúin af hreyfli, fæst mikil kæling. Þetta leiddi til smíði kælitækja, sem hafa mikla nýtni við lágt hita- stig og eru notuð til þéttingar á loft- tegundum. í tækjunum er vatnsefni eða heli- um notað sem kælimiðill. Tækin eru sérstaklega heppileg fyrir litlar ein- ingar. í stærstu gerð tækjanna, sem hingað til hafa verið framleidd, er hægt að framleiða ca. 400 1 af fljót- andi lofti á klst. Eftir að farið var að nota hreint súrefni í stað lofts við stálfrandeiðslu og fljótandi súrefni fyrir eldflaugar, voru byggðar stór- ar verksmiðjur til framleiðslu á fljót- andi lofti, en andrúmsloftið saman- stendur af ca. % hlutum köfnunar- efnis (N2) og ca. 1/5 súrefnis (02). Við súrefnisframleiðsluna fæst köfnunarefni sem eins konar auka- framleiðsla, og lækkaði verðið á því það mikið, að farið var að nota það til kælingar og frystingar á matvæl- um. Seinna var farið að nota fljótandi 1. mynd. Lítil Phillips-tœki, sem jramleiSa 6—7 l aj jljótandi köjnunarejni á klst. 12 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.