Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 40

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 40
hreyfanlegur » / \\% U-listi gúmslanga' ioft Fyrirtæki eitt í Bandaríkjunum hefur leyst þennan vanda á mjög ein- faldan hátt. Frá lítilli loftdælu, sem er á hjólum og hægt er að tengja við hvaða innstungu sem er, liggur slanga að ventli, sem opnast inn í aðra slöngu í holum 6 cm þykkum vegg. Þessi slanga liggur upp að loftþéttum gúmpúða, sem er ofan á veggnum og varinn af loki, sem hægt er að skjóta til hliðar. Veggnum er komið þar fyrir í salnum, sem hann á að standa. Kveikt er á straumrofanum, og loftpúðinn efst fyllist og þrýstir lokinu að loft- inu. Veggurinn stendur örugglega fastur. Þegar á að fjarlægja hann aftur, er loftinu hleypt út með því að snúa ventlinum. Hvorki listar né ann- að til að festa með er nauðsynlegt, aðeins loft úr hörðu efni. Þar sem eru hljóðburðarplötur í lofti, verður þó að vera harður bjálki til að þrýsta á. Venjulega er það nægilegt, að hægt sé að renna lokinu til um 5 cm, en fjarlægðin á milli efri brúnar veggj- arins og loftsins getur verið allt að 8 cm. Lokið, sem þrýstist að loftinu, er klætt mjúku efni, t. d. frauðþétti- lista til að koma í veg fyrir, að loftið rispist eða skemmist á annan hátt. Þessir flytjanlegu veggir eru fram- leiddir í 90 cm breiddum, en dyraum- búnaðurinn er 100 cm á breidd. Þeir eru settir saman með fjöður og nót, og ytri hlutar eru búnir lóðréttum púðum, svo að hljóðeinangrun veggj- anna er góð. Ur „Byggeindustrien" nr. 17, 1962. Hljóðeinangrandi skilrúms- veggir Verulegur hluti þess hljóðs, sem berst milli herbergja, smýgur milli markaflata skilveggja, t. d. þegar veggeiningarnar eru gerðar úr létt- steypu og spenntar fastar milli gólfs og lofts. Smýgur hljóðið þá í bilinu milli gólfsins og einingarinnar og milli loftsins og einingarinnar. Til þess að minnka það hljóð, sem þannig fer milli herbergja, er hafin framleiðsla á sérstökum frauðplast- listum, eins og sýndir eru á með- fylgjandi mynd. Frauðplast-þéttilist- inn er festur á veggeininguna í verk- smiðjunni, og vinnan á byggingar- stað verður einföld og fljótleg. Úr „Ajour“ nr. 16, 1968. Nýir þensluboltar Scandinavian Feb A/S, Herlev Hovedgade 205, 2730 Herlev, hefur nýlega sent á markað nýja tegund af þensluboltum. Þessir boltar eru úr stáli og einu eða tveimur lögum af mjúku efni, sem þrýstist inn að veggj- um holunnar í veggnum, þegar bolt- inn er skrúfaður inn. Kostirnir við þessa holta eru með- al annars verulega lægra verð en á öðrum þekktum þensluboltum. Meðfylgjandi mynd sýnir, hvernig Fobolt-þensluboltinn verkar. Úr „Byggeindustrien", 10. okt. 1968. Aðalyfirsjónir ... Framh. af 31. bls. leiðsluna borgar sig þá fyrst, þegar maður með hjálp nákvæmra kostnaðar- og verðútreikninga get- ur verið öruggur um, að markað- urinn skili til baka kostnaðinum og auk þess hagnaði. 6. Menn hagnýta sér allt of lítið, ekki sízt á þessu sviði, þau miklu og margvíslegu tækifæri, sem gef- ast, til þess að fá ráðgjafaaðstoð. Mótrök: Þið þurfið ekki annað en að leita til næsta viðskiptafræð- ings. Þeir eru þjálfaðir í kostn- aðar- og verðútreikningum. Þ. E. (1969). Kynnir sér iðnþróun í Bandaríkjunum Sveinn Björnsson Framkvæmdastjóri Iðnaðarmála- stofnunar íslands, Sveinn Björnsson, hefur fengið leyfi frá störfum um hálfs árs skeið, þar sem hann hefur hlotið styrk úr svonefndum Eisen- hower-sjóði til þess að kynna sér næstu 6 mánuði iðnþróun í Banda- ríkjunum. í fjarveru Sveins Björnssonar mun Þórir Einarsson, viðskiptafræðingur, gegna framkvæmdastjórastörfum hjá IMSÍ. (Fréttatilkynning frá iðnaðarmálaráðu- neytinu). 34 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.