Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 16

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 16
RA NNSðK NASTOF NUN IDNADARINS Iðnaðarrannsóknir Eftir Pétur Sigupjónsson, verkfraeðíng Pétur Sigurjónsson, efnaverkfræðingur, lauk prófi í efnaverkfræði frá tækniskólanum í Dresden 1940 og vefnaðarháskólanum í Cottbus, Þýzkalandi 1943. Hann hefur verið forstjóri Rannsóknn stofnunar iðnaðarins frá 1965. Greinar um iðnaðarrannsóknir munu birtast í þe'ssu og næstu heftum IÐNAÐAR- MÁLA. Svið það, sem iðnaðarrannsóknir ná yjir, er mjög breitt. Fara þar sam- an bœði grundvallarrannsóknir, hag- nýtar rannsóknir og framleiðslurann- sóknir. Þar að auki skiptast iðnaðarrann- sóknir í afmörkuð svið, sem svo af- markast af iðngreinum í stórum drátt- um, svo sem trefjaiðnaðarrannsókn- ir, málmiðnaðarrannsóknir, tréiðnað- arrannsóknir o. fl. Undirstaða allra rannsókna í iðn- aði eru efnafrœði og eðlisfrœði, sem eru undirstaða tœkni- og verkfrœði eða iðnaðarins almennt. Upphaflega voru þessi rannsókna- svið, efnafrœði, eðlisfrœði og vél- tœkni, aðskilin rannsóknasvið, en á seinni árum hefur komið greinilega í Ijós, að mestur og hagnýtastur árang- ur nœst, ef náið samstarf er milli þessara vísindagreina. Eftir síðustu heimsstyrjöld voru erlendis stofnsettar margar rann- sóknastofnanir. Sumar helguðu sig vísindalegum grundvallarannsóknum, en aðrar einungis tœknilegum próf- unum. En þœr rannsóknastofnanir, sem sameinuðu þessa starfsemi með því að haja í sinni þjónustu bœði iðn- og vísindalœrða menn, náðu því sam- starfi við hinn starfandi iðnað og eins vísindalega rannsóknastarfsemi, sem nauðsynlegt er til þess, að rann- sóknastarfsemin verði lífrœn. Sérstaklega er þetta nauðsynlegt í fámennum þjóðfélögum eins og okk- ar, þar sem þrátt fyrir smœð fyrir- tœkjanna eru gerðar kröfur til fjöl- breytni í starfseminni, en það gerir sérhœfingu erfiðari og erfiðara fyrir fyrirtœkin að fylgjast með í iðnþró- uninni. Islenzku iðnfyrirtœkin eru flest það smá, að þau hafa ekki bolmagn til þess að stunda rannsóknir og fylgj- ast nœgilega með nýjungum, en stöð- ugt koma fram ný hráefni, ný tceki, vélar og vinnsluaðferðir. Sumt af þessu er frábœrt, en einn- ig er ýmislegt þannig, að betra vœri að láta það ónotað. Rannsóknastarf- Rannsóknir þessar eru í þágu þess iðnaðar, sem vinnur með trefjar, en það eru hár eða þræðir, lífræn sem ólífræn. Kennir þar margra grasa: asbest, ull, baðmull, nælon, orlon og svo nú frumefnatrefjar, svo sem kísill og kolefnisþræðir, svo að eitthvað sé nefnt. Rannsóknirnar eru á hinum marg- þættu stigum framleiðslunnar, til dæmis við framleiðslu trefjanna. Og þá ýmist sem efnarannsóknir í sam- bandi við efnasamsetningu trefjanna, hvort sem um tilbúnar (man-made) trefjar er að ræða (nælon, orlon o. s. semi, sem getur aðsloðað iðnfyrir- tækin og veitt þeim leiðbeiningar við þróun framleiðslu sinnar, er því öllu verðmœtari hér en erlendis. Eins og að framan var tekið fram, skiptast rannsóknirnar í stórum drátt- um eftir iðngreinum, og hér á eftir verður rœtt um nokkur rannsókna- svið, sem Rannsóknastofnun iðnaðar- ins starfar að. Vakin skal athygli á þvi, að starfs- aðstaða stofnunarinnar og hin dýr- mœtu tæki ásamt þekkingu sérfrœð- inganna nýtist mun betur vegna þess, að náið samstarf er milli þessara að- ila í samrœmi við það, er nefnt var að framan. frv.) eða náttúrulegar trefjar, svo sem asbest, ull, baðmull o. s. frv. Einnig víðtækar rannsóknir á hin- um ýmsu framleiðslustigum þeirra vörutegunda, sem framleiða skal. Framleiðslustigin eru einnig mjög margbreytileg: þvottur, litun, þurrk- un, blöndun, kembing, spuni, mynztr- un, vefnaður, prjónles, lykkjun (tuft- ing). Síðan er frágangur (finish), sem er þvottur, þóf, litun, lóskurður, íburður efna (impregnering), líming o. fl. Síðan koma gæða- og notagildis- prófanir ásamt rannsóknum á orsök- T ref|arannsóknir 10 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.