Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 28

Iðnaðarmál - 01.02.1969, Blaðsíða 28
Það verður að velja verkeínið Við eigum tvær leiðir færar og verðum að fara báðar, segir yfir- læknirinn: það verður að laga starf- ið eftir manninum, þ. e. móta það í samræmi við eðlileg skilyrði. Við nefnum þetta líftæknifræði (biotek- nolegi) eða á nýtízkulegra máli þrekfrœði (ergonomi). Þá verður einnig að laga manninn eftir starf- inu. Hér kemur hin læknisfræðilega starfskipun til skjalanna sem veiga- mikil og notadrjúg lijálparaðferð til viöbótar öðrum möguleikum til að bæta sambandið milli manns og starfsumhverfis og jafna mismuninn á hinum mannlegu hæfileikum. Mennirnir eru ekki allir eins, og við getum ekki búið til einstaka vinnustaði fyrir hvern og einn, en verðum að fara hina leiðina — sjá um, að hinn einstaki starfsmaður lendi á réttum stað, segir Heijbel yfirlæknir. Einkum er þetta mikil- vægt, þegar um heilsufarslega starfs- hindrun er að ræða, t. d. heyrnar- deyfu eða bilaðan hrygg, sem oft kemur í veg fyrir frjálsa niðurskip- un til starfa. Fjórði hver starfsmað- ur — stundum jafnvel þriðji hver — á við slikar starfshindranir að stríÖa, og það verður að taka tillit til þeirra. Jafnvel þótt menntunargrundvöllur sé ófullnægjandi eða veikindi, aldur eða gáfnafar leggi hindranir á veg uppfræðslunnar, er unnt að ná á- gætri aÖhæfingu með alúðarfullu vali á starfshlutverki. Beinn samanburður nauðsynlegur Heijbel yfirlæknir liefur sjálfur búið til kerfi fyrir læknisfræðilega starfskipun, hið svo nefnda „Volvo- kerfi“, sem hlotið hefur mikla út- breiöslu í sænskum iðnaði. Til eru önnur slik kerfi til samanburðar á starfskröfum og starfsgetu, en þau hafa reynzt erfið í framkvæmd, e. t. v. vegna þess, að menn hafa ekki gert sér grein fyrir möguleikunum eða fundið hið rétta form til hagnýtrar aðlögunar. Kerfi Heijbels er sýnilega ágætt í notkun. Við urðum að hugsa okkur 22 vel um, segir hann sjálfur, og finna liðugra kerfi og auðveldara í fram- kvæmd. Iðnaður er jafnan í þróun, ný skilyrði skapast og nýjar kröfur, og meta verÖur bæði vinnuafl og starfsgetu þannig, að matsþættirnir samsvari hver öðrum. Beinn saman- burður verður að vera mögulegur. Kerfið gerir ráð fyrir, að læknirinn þekki ekki aöeins starfsmanninn, heldur og hin einstöku störf. Við hið læknisfræðilega mat veröur að hafa til hliÖsjónar þær kröfur, sem fyrir hendi eru. Samhliða læknisrann- sókninni er einnig framkvæmt mat á störfunum, reyndar í samráði við sljórn fyrirtækisins. Það er einnig nauösynlegt vegna þess, að við „lær- um þá sama tungumáliö,“ segir yfir- læknirinn. „Volvo-keriið" Hvert einsta starf hjá Volvo-verk- smiðjunum í Skövde er sundur- greint á þennan hátt, og hinir sál- rænu og líkanilegu áreynsluþættir, sem fyrir koma, eru skráðir. Störf, er samsvara starfsgetu heilbrigðra meðalmanna og fara ekki fram úr nánar tilgreindum ákvæðum, eru nefnd venjuleg störf (normal störf). Starfsmenn, er samkvæmt læknis- rannsókn hafa afkastagetu, er sam- svarar þessum kröfum, eru kall- aðir vinnufœrir án skilyrða, og er því unnt að skipa þeim til starfa hvar sem er í verksmiöjunni, án heilsu- farslegra hindrana. Það er að sjálf- sögðu mjög ákjósanlegt, að fyrir- tækið ráði yfir slíku hreyfanlegu vinnuafli. En reynslan leiðir í Ijós, að um þriðjungur umsækjenda fullnægir ekki kröfum hinna venjulegu starfa. Þeir Jjurfa e. t. v. starf, sem ekki reynir mikið á bakið, eða þeir verða að sneiða hjá vélstýrðu starfi. Þess- ir menn eru vinnufœrir með skilyrð- um, og til þess að gera kleift að skipa þeim til starfa á læknisfræðilega fullnægjandi hátt eru störfin einnig sundurgreind með hliðsjón af ó- venjulegum kröfum. Þetta er fram- kvæmt á þann hátt, að hægt er að gera beinan samanburð á áreynslu- þáttum og starfshindrunum. Auðvitað finnast einnig einstaka störf, sem gera meiri kröfur en eðli- legt er talið, og í slíkum tilfellum fer ráðningin fram eftir prófun einstaklinga. Mat á möguleikum Hvaö um þagnarskyldu? Auðvitað erum við bundnir þagn- arskyldu eins og aðrir læknar, segir Heijbel yfirlæknir. Við gefum ekki upp, hvaða sjúkdóma er um að ræða, segjum ekki, hvaða rannsóknir við verðum að gera, og ekki heldur, hvaða starfshindranir við veröum að glíma við. Það, sem við gefum upp, eru eingöngu upplýsingar um þá möguleika til starfskipunar, sem fyrir hendi eru. Með öðrum orðum: Við lítum ekki á hlutverk okkar sem rannsóknarstarf til að framkvæma úrval, heldur sem mat á hinum heilsufarslegu starfs- möguleikum. Við reynum að úr- skurða, hvort umsækjandi geti náð ágætri eða a. m. k. sæmilegri að- hæfingu, og ef svo er, tilgreinum við, í hvaða störfum það geti orðið. Nú eru liðin fimm ár, síðan þessu kerfi var komið á — hafa veikinda- fjarvistir minnkað á þessum tíma? Nei, eins og í öðrum sænskum iðnaöi hefur aukning veikindafjar- vista átt sér stað, en hún er minni hjá okkur en meðal Jjjóðarinnar í heild og eining minni en í öðrum sam- bærilegum iönaði. Samkvæmt þeim útreikningum og rannsóknum, sem gerðar hafa verið, eru sjúkrafjar- vistir í verksmiðjuiðnaði yfirleitt um 6%, en hjá okkur eru þær aðeins um 4%. Og við getum glaðzt við þá stað- reynd, að á s.l. ári hafði um helming- ur af starfsliði okkar alls engar fjar- vistir. Það er mjög góð hlutfallstala, og við trúum því, að þetta sé hinum ýmsu varnarráðstöfunum okkar að þakka. Er fleiri umsækjendum hafnað nú en áður? Nei, þvert á móti. Aöeins í örfáum tilfellum mælum við gegn ráðningu IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.