Frjáls verslun - 01.02.2007, Page 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7
FORSÍÐUVIÐTAL • ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR
kvöðlunum í bandarískri smásölu en hann var forstjóri Bloomingdales
í yfir tvo áratugi og bylti því fyrirtæki.
Áslaug gekk til liðs við Marvin Traub í nóvember síðastliðnum
eftir að hafa starfað hjá Baugi í London í rúm tvö ár.
„Tískuheimurinn hefur alltaf heillað mig,“ segir hún brosmild
þegar við fáum okkur sæti í litlu fundarherbergi til að spjalla; raunar
við býsna lítið hringborð.
Ég spyr auðvitað um það sem ég má ekki spyrja; hún svarar og
segist vera tæplega fertug, fædd 25. nóvember 1967.
HARVARDKONA Í HEIMSBORGINNI
Hún er Harvardkona í heimsborginni New York, með tveggja ára
MBA-nám frá Harvard Business School. Í það nám fór hún eftir að
hafa tekið meistaragráðu (LLM) í lögfræði frá Duke-háskóla í
Bandaríkjunum og lögfræðipróf frá Háskóla Íslands.
Hún er því ein af þeim sem eru bæði menntuð í við-
skiptum og lögum; blanda sem hefur gagnast henni
vel, ekki hvað síst við samningagerð. Hún er fyrsti
lögfræðingurinn sem var ráðinn til Deloitte &
Touche á Íslandi og þar vann hún í rúm þrjú
ár – áður en hún hélt til Bandaríkjanna í
frekara nám við Duke-háskóla.
Hún er líka McKinsey-manneskja. Vann
í rúm þrjú ár sem ráðgjafi hjá þessu þekkt-
asta ráðgjafafyrirtæki í heimi – með aðsetur
í London. Eftir það færði hún sig um set
innan megaborgarinnar London og réði sig
til Baugs Group.
Eitt af fyrstu verkefnum hennar hjá
Baugi í London var að koma að yfirtök-
unni á matvælarisanum Big Food Group.
Aðalstarf hennar var hins vegar starf for-
stöðumanns fjárfestinga Baugs í sprota-
fyrirtækjum; einkum í smásöluverslunum
og vörumerkjum sem selja tísku- og lúx-
usvörur.
„Það var mjög dýrmæt reynsla sem ég
fékk hjá Baugi í London,“ segir Áslaug
ákveðin. „Þar kom til okkar fólk úr tísku-
geiranum sem var með góðar hugmyndir
og leitaði eftir fjármagni án þess þó að vilja
selja fyrirtækin sín að fullu; vildu fá Baug
í lið mér sér sem hluthafa með reynslu
og hagnýta þekkingu.“
É
g sýndi öryggisverðinum skilríkin mín. Eftir það hleypti
hann mér upp á 32. hæð í háhýsinu í New York; við þriðju
breiðgötu. Á leiðinni upp í lyftunni hugsaði ég með mér
að Áslaug Magnúsdóttir, aðstoðarforstjóri Marvin Traub,
væri nálægt toppnum í orðsins fyllstu merkingu.
Þegar upp var komið á 32. hæðina og gengið út úr lyftunni blasti
við afar huggulegt anddyri á ameríska vísu og virðulegur ritari; eins
og svo oft má sjá í bandarískum kvikmyndum. Ég spurði um við-
mælanda minn; Áslaugu. Hún kom eftir nokkrar mínútur; lífleg,
brosmild og opinská – og sem á afar auðvelt með mannleg samskipti;
eða nákvæmlega eins og henni hafði verið lýst fyrir mér.
Marvin Traub er fimmtán ára ráðgjafafyrirtæki í New York og hefur
einbeitt sér að ráðgjöf í tískugeiranum. Eigandinn,
Marvin Traub, er talinn einn af frum-