Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 24

Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 24
24 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 FORSÍÐUVIÐTAL • ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR kvöðlunum í bandarískri smásölu en hann var forstjóri Bloomingdales í yfir tvo áratugi og bylti því fyrirtæki. Áslaug gekk til liðs við Marvin Traub í nóvember síðastliðnum eftir að hafa starfað hjá Baugi í London í rúm tvö ár. „Tískuheimurinn hefur alltaf heillað mig,“ segir hún brosmild þegar við fáum okkur sæti í litlu fundarherbergi til að spjalla; raunar við býsna lítið hringborð. Ég spyr auðvitað um það sem ég má ekki spyrja; hún svarar og segist vera tæplega fertug, fædd 25. nóvember 1967. HARVARDKONA Í HEIMSBORGINNI Hún er Harvardkona í heimsborginni New York, með tveggja ára MBA-nám frá Harvard Business School. Í það nám fór hún eftir að hafa tekið meistaragráðu (LLM) í lögfræði frá Duke-háskóla í Bandaríkjunum og lögfræðipróf frá Háskóla Íslands. Hún er því ein af þeim sem eru bæði menntuð í við- skiptum og lögum; blanda sem hefur gagnast henni vel, ekki hvað síst við samningagerð. Hún er fyrsti lögfræðingurinn sem var ráðinn til Deloitte & Touche á Íslandi og þar vann hún í rúm þrjú ár – áður en hún hélt til Bandaríkjanna í frekara nám við Duke-háskóla. Hún er líka McKinsey-manneskja. Vann í rúm þrjú ár sem ráðgjafi hjá þessu þekkt- asta ráðgjafafyrirtæki í heimi – með aðsetur í London. Eftir það færði hún sig um set innan megaborgarinnar London og réði sig til Baugs Group. Eitt af fyrstu verkefnum hennar hjá Baugi í London var að koma að yfirtök- unni á matvælarisanum Big Food Group. Aðalstarf hennar var hins vegar starf for- stöðumanns fjárfestinga Baugs í sprota- fyrirtækjum; einkum í smásöluverslunum og vörumerkjum sem selja tísku- og lúx- usvörur. „Það var mjög dýrmæt reynsla sem ég fékk hjá Baugi í London,“ segir Áslaug ákveðin. „Þar kom til okkar fólk úr tísku- geiranum sem var með góðar hugmyndir og leitaði eftir fjármagni án þess þó að vilja selja fyrirtækin sín að fullu; vildu fá Baug í lið mér sér sem hluthafa með reynslu og hagnýta þekkingu.“ É g sýndi öryggisverðinum skilríkin mín. Eftir það hleypti hann mér upp á 32. hæð í háhýsinu í New York; við þriðju breiðgötu. Á leiðinni upp í lyftunni hugsaði ég með mér að Áslaug Magnúsdóttir, aðstoðarforstjóri Marvin Traub, væri nálægt toppnum í orðsins fyllstu merkingu. Þegar upp var komið á 32. hæðina og gengið út úr lyftunni blasti við afar huggulegt anddyri á ameríska vísu og virðulegur ritari; eins og svo oft má sjá í bandarískum kvikmyndum. Ég spurði um við- mælanda minn; Áslaugu. Hún kom eftir nokkrar mínútur; lífleg, brosmild og opinská – og sem á afar auðvelt með mannleg samskipti; eða nákvæmlega eins og henni hafði verið lýst fyrir mér. Marvin Traub er fimmtán ára ráðgjafafyrirtæki í New York og hefur einbeitt sér að ráðgjöf í tískugeiranum. Eigandinn, Marvin Traub, er talinn einn af frum-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.