Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 25

Frjáls verslun - 01.02.2007, Síða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 25 FORSÍÐUVIÐTAL • ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR GÓÐ REYNSLA FRÁ BAUGI OG McKINSEY Áslaug segir að vinnan hjá Baugi og McKinsey hafi komið sé vel hjá Marvin Traub. „Þegar ég var ráðin hingað var mér sagt að Marvin ætlaði að færa út kvíarnar og að sterklega kæmi til greina að fara út í fjárfestingar tengdar tísku- og lúxusgeiranum. Þetta vakti áhuga minn og féll sömuleiðis að minni reynslu.“ Einhver kynni að halda að tískumarkaðurinn væri mettur; a.m.k. í Evrópu og Bandaríkjunum. Áslaug er ekki á því. „Tækifærin eru enn mikil í þessum geira, lúxusvörumarkaðurinn heldur áfram að vaxa bæði í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. Enn meiri vöxtur á sér stað í mörkuðum sem eru ekki eins þróaðir, svo sem í Kína, Indlandi og Rússlandi. Þar eru að verða til efnaðar millistéttir sem láta sig tísku og lúxus miklu varða.“ Áslaug brosir út í annað þegar ég spyr hvers vegna hún hafi yfirgefið Baug og flust til New York. „Eiginmaður minn, sem er bandarískur, vildi flytja aftur vestur um haf og við ákváðum einfaldlega að láta verða af því.“ Ektamakinn heitir Gabríel Levy og er gamall skólafélagi hennar í Harvard. Hann er alinn upp í San Francisco en á breska móður. Þau Áslaug kynntust í Harvard þar sem hann var einnig í MBA-námi. Þau höfðu verið í fjarbúð um nokkurra ára skeið þegar hann fluttist til London fyrir rúmum þremur árum. Þau hófu búskap og gengu í það heilaga. Hann starfar í tónlistargeiranum í New York – er yfirmaður tónlistarsviðs Real Networks. Áslaug á son frá fyrra hjónabandi, Gunnar Ágúst Thoroddsen, 13 ára. Hann hefur búið hjá föður sínum í Lúxemborg. „Hann verður fermdur núna um páskana heima á Íslandi. Það er alltaf gaman að koma heim til Íslands en það verður óvenjugaman að þessu sinni,“ segir Áslaug. LEIÐIN TIL FRAMA? Fólk í viðskiptalífinu, sem hefur náð langt á beinu brautinni, er sterkar fyrirmyndir. Ég vík því talinu að formúlunni á bak við frama á alþjóðlegum vettvangi. Hvaða góð ráð hefur hún handa ungu fólki á Íslandi sem hefur áhuga á að vinna erlendis og komast til metorða hjá alþjóðlegum stórfyrirtækjum? „Menntun skiptir öllu máli; hún er grunnurinn. Að vísu hafa margir frumkvöðlar náð langt á alþjóðlega vísu án þess að vera með háskólanám. En til að komast í gott starf hjá stórfyrirtæki erlendis verður fólk að hafa menntun. Það er líka mjög mikilvægt að setja sér það sem skýrt markmið að stefna á starf erlendis og haga undirbún- ingi sínum eftir því. Það eru fyrst og fremst tvær leiðir fyrir ungt fólk á Íslandi til að komast til útlanda í vinnu hjá sterkum fyrirtækjum. Önnur er að byrja að vinna hjá íslensku fyrirtækjunum, sem hafa þegar haslað sér völl erlendis, og vaxa með þeim – eða þá að færa sig þaðan yfir til annarra stórra erlendra fyrirtækja. Hin leiðin – en það er sú sem ég valdi – er að fara í nám við góðan erlendan háskóla sem opnar dyr að störfum erlendis. Erlend stórfyrirtæki heimsækja stóru bandarísku háskólana reglulega til að krækja í efnilega nemendur. Þau eru með vakandi auga yfir góðum nemendum.“ Áslaug segir að fyrir utan góða menntun í erlendum háskólum fylgi öflugt tengslanet með í eins konar kaupbæti. Tengslanet séu mjög verðmæt og komi að góðum notum. Markviss vinna við að byggja góð sambönd í viðskiptalífinu og öflug tengslanet skipti mun meira máli úti en heima á Íslandi þar sem næstum allir þekkjast. „Sem fyrrverandi nemandi í Harvard Business School hefur þú aðgang að gagnagrunni yfir alla þá sam hafa útskrifast frá skólanum og hvar þá er að finna; símanúmer og fleira, og ég get því verið í sambandi við þá. Ég geri ráð fyrir að flestir af betri viðskiptaskólum í Bandaríkjunum hafi svipaða gagnagrunni fyrir sína fyrrverandi nemendur. Þegar ég var hjá Baugi í London kom það fyrir að nemendur í Harvard hringdu í mig sem fyrrum nemanda og báðu mig um aðstoð eða óskuðu eftir upplýsingum. Ég reyndi ævinlega að aðstoða þá. Þessi samkennd hefur mikið að segja. Það dugir yfirleitt að kynna sig sem nemanda frá sama skóla – þá er ísinn brotinn. Þess vegna segi ég að gott MBA-próf frá góðum og virtum háskóla, hvort heldur í Bandaríkjunum eða Evrópu, getur af nokkrum ástæðum opnað dyr að góðum störfum. En gamla orðatiltækið, að hver sé sinnar gæfu smiður, verður ekki úrelt. Árangur og frami er undir hverjum og einum kominn þegar á reynir. Sömuleiðis þarf heppni; vera réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Heppni og tilviljanir ráða oft úrslitum þótt fólk telji sig búið að kortleggja menntun sína, möguleika og markmið. Þú veist hins vegar að þegar „rétta kallið“ kemur ertu með grunninn sem þarf; þú veist hvað þú vilt – og það sem skiptir ekki síður máli; þú veist hvað þú vilt alls ekki.“ PABBI SAGÐI AF RÆLNI – HVERS VEGNA EKKI PRÓFA BAUG? „Þegar ég hafði unnið hjá McKinsey í rúm þrjú ár í London – og var orðin leið á ferðatöskum og ferðalögum og byrjuð að leita mér að nýrri vinnu sem tengdist tískuheiminum – var það pabbi sem af rælni sagði: Hvers vegna ekki að prófa Baug? Ég var auðvitað búin að heyra af starfsemi Baugs í London, en ég hafði ekki veitt fyrirtækinu athygli með það í huga að ég myndi leita mér að vinnu þar. En allt í einu blasti þetta tækifæri við – þegar mér var bent á það. Ég tók pabba á orðinu, hringdi á skrifstofu Baugs og fékk samband við Ágústu Guðmundsdóttur sem á þessum tíma var verkefnastjóri hjá fyrirtækinu í London. Hún bað mig að senda sér ferilsskrá mína og næsta dag var hringt og ég beðin um að koma í viðtal. Þau sögðust ekki hafa ætlað sér að ráða Íslending, en ég teldist eiginlega ekki vera Íslendingur þar sem ég væri búin að búa svo lengi erlendis. Ég get líka bætt því við að það var ákveðin tilviljun á bak við ráðn- ingu mína til Marvin Traub. Eiginmaður minn fór sl. haust á undan mér til New York til starfa þar. Hann brá sér á hafnaboltaleik með gömlum skólabróður okkar frá Harvard og sagði honum að ég væri að Hún kom eftir nokkrar mínútur; lífleg, brosmild og opinská – nákvæmlega eins og henni hafði verið lýst fyrir mér.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.